Despacito virðist hafa hleypt lífi í efnahag Púertó Ríkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2017 18:48 Luis Fonsi ræðir vinsældir lagsins Despacito í New York í maí síðastliðnum. Áhugi ferðamanna á Púertó Ríkó, sögusviði lagsins Despacito sem trónir nú á toppi vinsældarlista um heim allan, hefur aukist um 45 prósent síðan lagið kom út. Í frétt Billboard kemur fram að lagið, sem tónlistarmennirnir Luis Fonsi, Daddy Yankee – og síðar Justin Bieber – flytja, hafi greinilega aukið áhuga ferðamanna á svæðinu. Efnahagskreppa hefur lengi ríkt í Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna, vegna gríðarlegrar skuldsetningar stjórnvalda. Í Despacito segir meðal annars „This is how we do it down in Puerto Rico,“ eða „Svona gerum við þetta í Púertó Ríkó,“ og tónlistarmyndband lagsins er þar að auki tekið upp á fallegum stöðum á svæðinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur notið góðs af þessu og margir hafa gripið til þess að bjóða upp á ferðir til staða, sem sjá má í tónlistarmyndbandinu. Luis Fonsi, einn flytjenda lagsins, var yfir sig ánægður með fréttirnar og sagði Púertó Ríkó hina eiginlegu aðalpersónu myndbandsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Despacito í flutningi Luis Fonsi og Daddy Yankee en þeir eru báðir fæddir í Púertó Ríkó. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Áhugi ferðamanna á Púertó Ríkó, sögusviði lagsins Despacito sem trónir nú á toppi vinsældarlista um heim allan, hefur aukist um 45 prósent síðan lagið kom út. Í frétt Billboard kemur fram að lagið, sem tónlistarmennirnir Luis Fonsi, Daddy Yankee – og síðar Justin Bieber – flytja, hafi greinilega aukið áhuga ferðamanna á svæðinu. Efnahagskreppa hefur lengi ríkt í Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna, vegna gríðarlegrar skuldsetningar stjórnvalda. Í Despacito segir meðal annars „This is how we do it down in Puerto Rico,“ eða „Svona gerum við þetta í Púertó Ríkó,“ og tónlistarmyndband lagsins er þar að auki tekið upp á fallegum stöðum á svæðinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur notið góðs af þessu og margir hafa gripið til þess að bjóða upp á ferðir til staða, sem sjá má í tónlistarmyndbandinu. Luis Fonsi, einn flytjenda lagsins, var yfir sig ánægður með fréttirnar og sagði Púertó Ríkó hina eiginlegu aðalpersónu myndbandsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Despacito í flutningi Luis Fonsi og Daddy Yankee en þeir eru báðir fæddir í Púertó Ríkó.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira