Elon Musk sviptir hulunni af Model 3 Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2017 20:44 Í baksýn sjást höfuðstöðvar fyrirtækisins Tesla í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Vísir/Elon Musk Elon Musk, einn stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, hefur birt fyrstu myndir af rafbílnum Model 3. Bíllinn er sá fyrsti frá Tesla sem fjöldaframleiddur er fyrir kaupendur á almennum markaði. BBC greinir frá. Musk deildi myndum af bílnum á Twitter-síðu sinni í gær en fyrstu þrjátíu eigendur bílsins munu fá að setjast undir stýri þann 28. júlí næstkomandi. Að því búnu verður bíllinn gerður aðgengilegur kaupendum úr röðum almennings.First Production Model 3 pic.twitter.com/TCa2NSUNI3— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2017 Bíllinn er fjögurra dyra og mun kosta 35 þúsund Bandaríkjadali eða rúmar 3,6 milljónir íslenskra króna. Tesla sérhæfir sig meðal annars í framleiðslu á rafbílum en verðið á Model 3 nemur um helmingi verðsins á næstódýrasta bíl fyrirtækisins. Skráningum á nýjum Teslu-bílum í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum, þar sem stærstur hluti viðskiptavina fyrirtækisins býr, fækkaði um 24 prósent í apríl á síðasta ári í samanburði við aprílmánuð árið 2014. Þá birtir Elon Musk nýju myndirnar af Model 3 í kjölfar fréttaflutnings af bílaframleiðandanum Volvo, sem hyggst verða fyrsti hefðbundni bílaframleiðandinn til að hætta alfarið notkun á bensín- og díselvélum í bifreiðar sínar.pic.twitter.com/is6Hthjjoj— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2017 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent
Elon Musk, einn stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, hefur birt fyrstu myndir af rafbílnum Model 3. Bíllinn er sá fyrsti frá Tesla sem fjöldaframleiddur er fyrir kaupendur á almennum markaði. BBC greinir frá. Musk deildi myndum af bílnum á Twitter-síðu sinni í gær en fyrstu þrjátíu eigendur bílsins munu fá að setjast undir stýri þann 28. júlí næstkomandi. Að því búnu verður bíllinn gerður aðgengilegur kaupendum úr röðum almennings.First Production Model 3 pic.twitter.com/TCa2NSUNI3— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2017 Bíllinn er fjögurra dyra og mun kosta 35 þúsund Bandaríkjadali eða rúmar 3,6 milljónir íslenskra króna. Tesla sérhæfir sig meðal annars í framleiðslu á rafbílum en verðið á Model 3 nemur um helmingi verðsins á næstódýrasta bíl fyrirtækisins. Skráningum á nýjum Teslu-bílum í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum, þar sem stærstur hluti viðskiptavina fyrirtækisins býr, fækkaði um 24 prósent í apríl á síðasta ári í samanburði við aprílmánuð árið 2014. Þá birtir Elon Musk nýju myndirnar af Model 3 í kjölfar fréttaflutnings af bílaframleiðandanum Volvo, sem hyggst verða fyrsti hefðbundni bílaframleiðandinn til að hætta alfarið notkun á bensín- og díselvélum í bifreiðar sínar.pic.twitter.com/is6Hthjjoj— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2017
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent