Rússíbanareið í nýja berjamó Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2017 07:00 Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim. Guð hefði svo sannarlega mátt hjálpa foreldrum mínum hefði Costco verið til þegar ég var polli. Þarna er nefnilega til dæmis hægt að fá tvö fótboltamörk og vesti á 14.000 krónur! Krakkar nú til dags virðast eitthvað minna spenntir fyrir því og sváfu sum börnin bara á brettinu undir risavöxnum kerrunum. Eitt það spaugilegasta og besta við Costco er úrvalið og verðið á berjum. Costco er hinn nýi berjamór Íslendinga en allt í einu fer maður hvergi í heimsókn án þess að fara heim útúrtroðinn af jarðarberjum og hindberjum. Það er ömurlega leiðinlegt að fara í berjamó en í Costco-berjamó er geggjað. Eðlilega kaupa Íslendingar sér ber í tonnavís núna. Sumir eru líklega að smakka þau í fyrsta skipti enda hafa ber á Íslandi verið verðlögð eins og fjórhjóladrifnir skutbílar með rafmagni í rúðum. Tilfinningarnar fengu svo sannarlega rússíbanareið þegar ég kom svo við í annarri af tveimur stóru lágvöruverðsverslunum okkar Íslendinga. Þar hélt ég að Costco væri að pretta mig því tveir hlutir sem ég keypti í Kaupvangi voru á sama verði og ódýrari í þeirri verslun. En þá mundi ég: Vegna mikils ágangs landans í nýja berjamóinn hafa aðrir þurft að slaka á okrinu. Þá tók ég gleði mína á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun
Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim. Guð hefði svo sannarlega mátt hjálpa foreldrum mínum hefði Costco verið til þegar ég var polli. Þarna er nefnilega til dæmis hægt að fá tvö fótboltamörk og vesti á 14.000 krónur! Krakkar nú til dags virðast eitthvað minna spenntir fyrir því og sváfu sum börnin bara á brettinu undir risavöxnum kerrunum. Eitt það spaugilegasta og besta við Costco er úrvalið og verðið á berjum. Costco er hinn nýi berjamór Íslendinga en allt í einu fer maður hvergi í heimsókn án þess að fara heim útúrtroðinn af jarðarberjum og hindberjum. Það er ömurlega leiðinlegt að fara í berjamó en í Costco-berjamó er geggjað. Eðlilega kaupa Íslendingar sér ber í tonnavís núna. Sumir eru líklega að smakka þau í fyrsta skipti enda hafa ber á Íslandi verið verðlögð eins og fjórhjóladrifnir skutbílar með rafmagni í rúðum. Tilfinningarnar fengu svo sannarlega rússíbanareið þegar ég kom svo við í annarri af tveimur stóru lágvöruverðsverslunum okkar Íslendinga. Þar hélt ég að Costco væri að pretta mig því tveir hlutir sem ég keypti í Kaupvangi voru á sama verði og ódýrari í þeirri verslun. En þá mundi ég: Vegna mikils ágangs landans í nýja berjamóinn hafa aðrir þurft að slaka á okrinu. Þá tók ég gleði mína á ný.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun