Tónlistarhátíðinni við Skógafoss aflýst Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 19:47 Innlendir sem erlendir tónlistarmenn höfðu boðað komu sína á hátíðina sem átti að fara fram í júlí nk. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að aflýsa tónlistarhátíðinni Night+Day sem fyrirhuguð var við Skógafoss í júlí. Ástæðan er viðkvæmt ástand svæðisins við fossinn, að sögn skipuleggjenda. Umhverfisstofnun setti svæðið á rauðan lista á dögunum. Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar að aðrar staðsetningar hafi verið skoðaðar, með það að markmiði að flytja hátíðina annað, en að ekki hafi tekist að flytja hana með svo skömmum fyrirvara. Allir seldir miðar verði endurgreiddir að fullu. Hátíðin átti að fara fram dagana 14. til 16. júlí næstkomandi. Eftir að tilkynnt var um tónleikahöldin var greint frá því að ekki hefði fengist leyfi fyrir afnotum af tjaldsvæði við Skógafoss – en í framhaldinu fengu skipuleggjendur leyfi til hátíðarhaldanna á einkalóð við fossinn. Umhverfisstofnun greindi frá því síðastliðinn fimmtudag að svæðið sé komið í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna og sé komið á rauðan lista stofnunarinnar. Markmið listans er að forgangsraða fjármunum og kröftum til verndunar. Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 Skipuleggjendur Night + Day: Fullkomlega eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. 11. maí 2017 09:58 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ákveðið hefur verið að aflýsa tónlistarhátíðinni Night+Day sem fyrirhuguð var við Skógafoss í júlí. Ástæðan er viðkvæmt ástand svæðisins við fossinn, að sögn skipuleggjenda. Umhverfisstofnun setti svæðið á rauðan lista á dögunum. Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar að aðrar staðsetningar hafi verið skoðaðar, með það að markmiði að flytja hátíðina annað, en að ekki hafi tekist að flytja hana með svo skömmum fyrirvara. Allir seldir miðar verði endurgreiddir að fullu. Hátíðin átti að fara fram dagana 14. til 16. júlí næstkomandi. Eftir að tilkynnt var um tónleikahöldin var greint frá því að ekki hefði fengist leyfi fyrir afnotum af tjaldsvæði við Skógafoss – en í framhaldinu fengu skipuleggjendur leyfi til hátíðarhaldanna á einkalóð við fossinn. Umhverfisstofnun greindi frá því síðastliðinn fimmtudag að svæðið sé komið í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna og sé komið á rauðan lista stofnunarinnar. Markmið listans er að forgangsraða fjármunum og kröftum til verndunar.
Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 Skipuleggjendur Night + Day: Fullkomlega eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. 11. maí 2017 09:58 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45
Skipuleggjendur Night + Day: Fullkomlega eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. 11. maí 2017 09:58
The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05