Mikið af laxi að ganga í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2017 14:00 85 sm hrygnan sem veiddist í Langá í gærmorgun. Opnunin í Langá á Mýrum gekk afskaplega vel og það verður ekki annað sagt en að næstu dagar á eftir hafi verið líflegir. Í gær var stórstreymt og það var við manninn mælt að það komu flottar göngur í ánna og á tímabili voru tvær stórar torfur í Strengjunum sem óðu framhjá veiðimönnum án þess að taka neitt sem veiðimenn buðu upp á. Í fyrradag var teljarinn við Skugga kominn í 537 laxa og að því viðbættu er alltaf töluvert af laxi sem fer upp fossinn Skugga. Það hefur vakið athygli að hlutfall laxa yfir 70 sm er hátt en það þykir heldur óvenjulegt í Langá. Áinn er í góðu vatni sem er mikill munur frá því í fyrra sem og að tímasetningin á göngunum er alveg í takt við það sem er eðlilegt í ánni. Heildarveiðin dettur líklega í 150 laxa í dag á þessum átta dögum sem veitt hefur verið í ánni en þessi tala gefur enga mynd af laxamagninu sem er gengið. Til að mynda var sett í um 40 laxa á morgunvaktinni en aðeins 10 náðust á land. Stærsti laxinn í sumar kom á land í gær en það var finnsk veiðikona sem setti í og landaði 85 sm hrygnu í veiðistaðnum Bárðarbungu. Þetta var maríulaxinn hennar og var hún að vonum kát með fenginn. Hrygnunni var sleppt að lokinni viðureign. Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði
Opnunin í Langá á Mýrum gekk afskaplega vel og það verður ekki annað sagt en að næstu dagar á eftir hafi verið líflegir. Í gær var stórstreymt og það var við manninn mælt að það komu flottar göngur í ánna og á tímabili voru tvær stórar torfur í Strengjunum sem óðu framhjá veiðimönnum án þess að taka neitt sem veiðimenn buðu upp á. Í fyrradag var teljarinn við Skugga kominn í 537 laxa og að því viðbættu er alltaf töluvert af laxi sem fer upp fossinn Skugga. Það hefur vakið athygli að hlutfall laxa yfir 70 sm er hátt en það þykir heldur óvenjulegt í Langá. Áinn er í góðu vatni sem er mikill munur frá því í fyrra sem og að tímasetningin á göngunum er alveg í takt við það sem er eðlilegt í ánni. Heildarveiðin dettur líklega í 150 laxa í dag á þessum átta dögum sem veitt hefur verið í ánni en þessi tala gefur enga mynd af laxamagninu sem er gengið. Til að mynda var sett í um 40 laxa á morgunvaktinni en aðeins 10 náðust á land. Stærsti laxinn í sumar kom á land í gær en það var finnsk veiðikona sem setti í og landaði 85 sm hrygnu í veiðistaðnum Bárðarbungu. Þetta var maríulaxinn hennar og var hún að vonum kát með fenginn. Hrygnunni var sleppt að lokinni viðureign.
Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði