BMW hlaðið bikurum frá Auto Express Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2017 14:02 Glæstur floti BMW bíla. Árleg bílaverðlaunahátíð Auto Express fór fram sl. þriðjudag þar sem BMW gerði stormandi lukku hjá dómnefndinni. BMW sem bílaframleiðandi hlaut tvenn verðlaun, nýr BMW 5 var kjörinn viðskiptabíll ársins og rafmagnsbíllinn BMW i3 var kosinn rafmagnsbíll ársins 2017. BMW hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokknum Social Media Campaign of the Year 2017 fyrir framúrskarandi og hagnýta upplýsingamiðlun til núverandi viðskiptavina BMW og annara aðdáenda sem óska upplýsinga og fræðslu um allt milli himins og jarðar um mismunandi BMW bíla, jafnvel mismunandi árgerðir frá fyrri áratugum. Til að uppfylla þessi markmið um framúrskarandi upplýsingamiðlun leitaði BMW ráðgjafar hjá Apple sem þekkt er fyrir góða þjónustu við viðskiptavini sína. Í framhaldinu réðu útibú BMW í Bretlandi sérstaka starfsmenn, einn í hvert útibú, sem hlutu mjög ítarlega þjálfun um allt sem við kemur mismunandi bílum BMW, árgerðir, útbúnað og notkun mismunandi tæknimöguleika sem nýir bílar BMW hafa að bjóða.Séní BMW Þessir starfsmenn eru kallaðir séní BMW og hafa þann starfa eingöngu að svara spurningum á staðnum. Þeir vita allt um BMW en eru ekki sölumenn. En þar sem sífellt fleiri bílkaupendur skoða og ganga frá kaupum á nýjum bíl á netinu en ekki hjá söluumboðunum eru margir sem ekki vita af séníunum sem svara símleiðis eða á gegnum gagnvirk samskiptaforrit á netinu. Með þessari framúrskarandi þjónustu og herferð á samfélagsmiðlum jókst vitund almennings um BMW því þjálfunarnámskeiðunum var streymt beint á Facebook og YouTube með stuðningi frá Instagram og Twitter. Yfir 2,5 milljónir manna urðu vör við herferðina og 89 þúsund manns líkuðu við þau á netinu. Yfir 1,2 milljónir manna sáu einhver myndbandanna. Að mati dómnefndar Auto Express var herferð BMW „hrein snilld!“Tækniverðlaun Auto Express 2017BMW sem framleiðandi hlaut einnig tækniverðlaun Auto Express 2017 vegna breiðs úrvals á rafmagns- og tengitvinnbílum auk tæknibúnaðar sem gerir BMW allt að því sjálfstýrða. Að mati Auto Express tekur tækniþróun bílaframleiðenda hröðum framförum um þessar mundir og árið 2017 ber þess glögg merki eins og síðasta ár. Greinilegt er að framleiðendur leggja mikinn metnað í þróun hátæknibúnaðar til aðstoðar í akstri ásamt þróun aflrása sem nýta nýja orkugjafa. Á þessu ári er það BMW sem skarar fram úr að mati Auto Express með sannfærandi útfærslum á aflrásum sem styðjast við einn eða fleiri aflgjafa sem innleiddir hafa verið í sífellt fleiri gerðir BMW með mismunandi eiginleika. Þannig er tvinnbíllinn i8 hreinræktaður sportbíll með alla þá eiginleika sem við eigum að venjast í ofursportbílum enda aðeins 4,4 sekúndur úr kyrstöðu í 100 km/klst. Þegar sportbíllinn kom á markað árið 2014 var aflrás i8 langt á undan sinni samtíð því hún sannaði fyrir mönnum að ekki er nauðsynlegt að fórna eiginleikum og afli á altari hagkvæmninnar.Árangurinn innleiddur í fleiri bílgerðirÞann frábæra árangur sem náðist með þróun i8 hefur BMW yfirfært í fleiri bílgerðir sínar sem fallið hafa í góðan jarðveg hjá bíleigendum. Meðal þeirra er i3 sem er t.d. mest seldi rafknúni lúxusbíllinn í sínum flokki í Evrópu. Einnig bendir dómnefnd Auto Express á tengitvinntækni BMW sem finna megi í 3, 5 og 7-PHEV- línunum hjá BMW sem Auto Express segir að styðji einstaklega vel við sparneytnar dísilvélar framleiðandans.BMW 5 Series viðskiptabíll ársinsÁrlega er viðskiptabíll ársins valinn á vegum fjölda fagtímarita og blaðamanna um allan heim og segir dómnefnd Auto Express að á þessum markaði berjist framleiðendur hart um hylli stjórnenda í atvinnulífinu. Að mati dómnefndarinnar er handhafi krúnunnar í ár ný kynslóð BMW 5 sem Auto Express kaus viðskiptabíl ársins 2017 vegna framúrskarandi hönnunar, vandaðs frágangs og tækninýjunga sem bíllinn hafi fram að færa sem veiti ökumanni og farþegum einstök þægindi. Í niðurstöðu dómnefndar kemur fram að nýr BMW 5 sé búinn flestum þeim tækninýjungum sem finna megi í flaggskipi BMW í 7-línunni sem sé mun stærri og dýrari bíll en í 5-línunni séu lausnirnar í ódýrari útfærslu á sama tíma og bíllinn krefjist meiri þátttöku ökumanns í akstrinum en sjölínan. Meðal eiginleika BMW 5 er sjálfvirk parkering í og úr stæði þar sem bíllinn ræður sjálfur við mikil þrengsli. Að auki er nýja 5-línan búin ýmsum aðstoðarkerfum, svo sem sjálfvirkri hraða- og hemlastjórnun auk sjáfstýringar á hraðbrautum á allt að 209 km hraða á klukkustund. Við þessar aðstæður er bíllinn fullfær um að skipta um akrein og fara fram úr öðrum hægfara bílum í umferðinni.BMW i3 er rafmagnsbíll ársinsAð mati Auto Express er BMW i3 rafmagnsbíll ársins. Dómnefndin segir að BMW hafi á síðustu 12 mánuðum bætt verulega eiginleika þessa litla og knáa rafmagnsbíls í BMW-fjölskyldunni, þar á meðal með nýrri og langdrægari 94Ah rafhlöðu sem geri kleift að aka um 200 km á rafhlöðunni og yfir 300 km sé i3 valinn með agnarsmáu bensínknúnu ljósavélinni. Ljósavélin hefur eingöngu það hlutverk að hlaða viðbótarrafmagni á rafhlöðuna þegar þörf krefur meðan á akstri stendur. Að mati Auto Express er þetta snjöll útfærsla hjá BMW auk þess sem allir innviðir i3 eru í ætt við annað hjá BMW þar sem glæsileiki og vandaður frágangur blasir við hvert sem litið er með notkun umhverfisvænna efna. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent
Árleg bílaverðlaunahátíð Auto Express fór fram sl. þriðjudag þar sem BMW gerði stormandi lukku hjá dómnefndinni. BMW sem bílaframleiðandi hlaut tvenn verðlaun, nýr BMW 5 var kjörinn viðskiptabíll ársins og rafmagnsbíllinn BMW i3 var kosinn rafmagnsbíll ársins 2017. BMW hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokknum Social Media Campaign of the Year 2017 fyrir framúrskarandi og hagnýta upplýsingamiðlun til núverandi viðskiptavina BMW og annara aðdáenda sem óska upplýsinga og fræðslu um allt milli himins og jarðar um mismunandi BMW bíla, jafnvel mismunandi árgerðir frá fyrri áratugum. Til að uppfylla þessi markmið um framúrskarandi upplýsingamiðlun leitaði BMW ráðgjafar hjá Apple sem þekkt er fyrir góða þjónustu við viðskiptavini sína. Í framhaldinu réðu útibú BMW í Bretlandi sérstaka starfsmenn, einn í hvert útibú, sem hlutu mjög ítarlega þjálfun um allt sem við kemur mismunandi bílum BMW, árgerðir, útbúnað og notkun mismunandi tæknimöguleika sem nýir bílar BMW hafa að bjóða.Séní BMW Þessir starfsmenn eru kallaðir séní BMW og hafa þann starfa eingöngu að svara spurningum á staðnum. Þeir vita allt um BMW en eru ekki sölumenn. En þar sem sífellt fleiri bílkaupendur skoða og ganga frá kaupum á nýjum bíl á netinu en ekki hjá söluumboðunum eru margir sem ekki vita af séníunum sem svara símleiðis eða á gegnum gagnvirk samskiptaforrit á netinu. Með þessari framúrskarandi þjónustu og herferð á samfélagsmiðlum jókst vitund almennings um BMW því þjálfunarnámskeiðunum var streymt beint á Facebook og YouTube með stuðningi frá Instagram og Twitter. Yfir 2,5 milljónir manna urðu vör við herferðina og 89 þúsund manns líkuðu við þau á netinu. Yfir 1,2 milljónir manna sáu einhver myndbandanna. Að mati dómnefndar Auto Express var herferð BMW „hrein snilld!“Tækniverðlaun Auto Express 2017BMW sem framleiðandi hlaut einnig tækniverðlaun Auto Express 2017 vegna breiðs úrvals á rafmagns- og tengitvinnbílum auk tæknibúnaðar sem gerir BMW allt að því sjálfstýrða. Að mati Auto Express tekur tækniþróun bílaframleiðenda hröðum framförum um þessar mundir og árið 2017 ber þess glögg merki eins og síðasta ár. Greinilegt er að framleiðendur leggja mikinn metnað í þróun hátæknibúnaðar til aðstoðar í akstri ásamt þróun aflrása sem nýta nýja orkugjafa. Á þessu ári er það BMW sem skarar fram úr að mati Auto Express með sannfærandi útfærslum á aflrásum sem styðjast við einn eða fleiri aflgjafa sem innleiddir hafa verið í sífellt fleiri gerðir BMW með mismunandi eiginleika. Þannig er tvinnbíllinn i8 hreinræktaður sportbíll með alla þá eiginleika sem við eigum að venjast í ofursportbílum enda aðeins 4,4 sekúndur úr kyrstöðu í 100 km/klst. Þegar sportbíllinn kom á markað árið 2014 var aflrás i8 langt á undan sinni samtíð því hún sannaði fyrir mönnum að ekki er nauðsynlegt að fórna eiginleikum og afli á altari hagkvæmninnar.Árangurinn innleiddur í fleiri bílgerðirÞann frábæra árangur sem náðist með þróun i8 hefur BMW yfirfært í fleiri bílgerðir sínar sem fallið hafa í góðan jarðveg hjá bíleigendum. Meðal þeirra er i3 sem er t.d. mest seldi rafknúni lúxusbíllinn í sínum flokki í Evrópu. Einnig bendir dómnefnd Auto Express á tengitvinntækni BMW sem finna megi í 3, 5 og 7-PHEV- línunum hjá BMW sem Auto Express segir að styðji einstaklega vel við sparneytnar dísilvélar framleiðandans.BMW 5 Series viðskiptabíll ársinsÁrlega er viðskiptabíll ársins valinn á vegum fjölda fagtímarita og blaðamanna um allan heim og segir dómnefnd Auto Express að á þessum markaði berjist framleiðendur hart um hylli stjórnenda í atvinnulífinu. Að mati dómnefndarinnar er handhafi krúnunnar í ár ný kynslóð BMW 5 sem Auto Express kaus viðskiptabíl ársins 2017 vegna framúrskarandi hönnunar, vandaðs frágangs og tækninýjunga sem bíllinn hafi fram að færa sem veiti ökumanni og farþegum einstök þægindi. Í niðurstöðu dómnefndar kemur fram að nýr BMW 5 sé búinn flestum þeim tækninýjungum sem finna megi í flaggskipi BMW í 7-línunni sem sé mun stærri og dýrari bíll en í 5-línunni séu lausnirnar í ódýrari útfærslu á sama tíma og bíllinn krefjist meiri þátttöku ökumanns í akstrinum en sjölínan. Meðal eiginleika BMW 5 er sjálfvirk parkering í og úr stæði þar sem bíllinn ræður sjálfur við mikil þrengsli. Að auki er nýja 5-línan búin ýmsum aðstoðarkerfum, svo sem sjálfvirkri hraða- og hemlastjórnun auk sjáfstýringar á hraðbrautum á allt að 209 km hraða á klukkustund. Við þessar aðstæður er bíllinn fullfær um að skipta um akrein og fara fram úr öðrum hægfara bílum í umferðinni.BMW i3 er rafmagnsbíll ársinsAð mati Auto Express er BMW i3 rafmagnsbíll ársins. Dómnefndin segir að BMW hafi á síðustu 12 mánuðum bætt verulega eiginleika þessa litla og knáa rafmagnsbíls í BMW-fjölskyldunni, þar á meðal með nýrri og langdrægari 94Ah rafhlöðu sem geri kleift að aka um 200 km á rafhlöðunni og yfir 300 km sé i3 valinn með agnarsmáu bensínknúnu ljósavélinni. Ljósavélin hefur eingöngu það hlutverk að hlaða viðbótarrafmagni á rafhlöðuna þegar þörf krefur meðan á akstri stendur. Að mati Auto Express er þetta snjöll útfærsla hjá BMW auk þess sem allir innviðir i3 eru í ætt við annað hjá BMW þar sem glæsileiki og vandaður frágangur blasir við hvert sem litið er með notkun umhverfisvænna efna.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent