Glimrandi veiði í Þverá og Kjarrá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2017 12:00 Flottur lax úr opnun Þverár. Mynd: Ingólfur Ásgeirsson Það er óhætt að segja að Þverá og Kjarrá hafi opnað með glæsibrag en veiðin úr þeim báðum á hádegi í dag var komin yfir 80 laxa. Það veiddust 38 laxar í Kjarrá á fyrsta degi og þar af komu 19 laxar úr einum og sama hylnum Runka. Það er óvenjulega mikið af laxi í ánum miðað við árstíma en á þessum tíma yfirleitt verið að kasta á nokkra fiska í stökum hyljum en núna er því þannig farið að það mátti víða sjá töluvert af laxi. Mikið af því var stórlax en þó mátti sjá smálaxa inná milli og virðist þetta vera í samræmi við það sem er að gerast til dæmis í Norðurá. Það er líklega erfitt að spá fyrir um hvernig sumarið gæti orðið í Þverá og Kjarrá en ef tekið er mið af því þegar sambærileg byrjun hefur verið líkt og nú hefur lokatala þeirra sumra verið á töflunni með bestu sumrum í ánum en við ætlum okkur ekki að setja fram neina spádómstölu á blað í þetta skiptið. Þessi byrjun er þó óneitanlega mjög spennandi og það er sjálfsagt kominn mikill fiðringur í þá sem eiga daga þarna á næstunni. Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Það er óhætt að segja að Þverá og Kjarrá hafi opnað með glæsibrag en veiðin úr þeim báðum á hádegi í dag var komin yfir 80 laxa. Það veiddust 38 laxar í Kjarrá á fyrsta degi og þar af komu 19 laxar úr einum og sama hylnum Runka. Það er óvenjulega mikið af laxi í ánum miðað við árstíma en á þessum tíma yfirleitt verið að kasta á nokkra fiska í stökum hyljum en núna er því þannig farið að það mátti víða sjá töluvert af laxi. Mikið af því var stórlax en þó mátti sjá smálaxa inná milli og virðist þetta vera í samræmi við það sem er að gerast til dæmis í Norðurá. Það er líklega erfitt að spá fyrir um hvernig sumarið gæti orðið í Þverá og Kjarrá en ef tekið er mið af því þegar sambærileg byrjun hefur verið líkt og nú hefur lokatala þeirra sumra verið á töflunni með bestu sumrum í ánum en við ætlum okkur ekki að setja fram neina spádómstölu á blað í þetta skiptið. Þessi byrjun er þó óneitanlega mjög spennandi og það er sjálfsagt kominn mikill fiðringur í þá sem eiga daga þarna á næstunni.
Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði