145 laxar komnir á land á tólf dögum Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2017 14:22 Veiðin við Urriðafoss hefur skilað 145 löxum á land frá opnun Mynd: www.icelandoutfitters.com Það er ótrúlegt að sjá hvað veiðin er góð á stöng við Urriðafoss en tilraun sem Iceland Outfitters hafa verið að gera í samstarfi við landeigendur lofar aldeilis góðu. Það hefur flestum þótt það óhugsandi að veiða við fossinn en þar hafa lengi verið net enda er gífurlega mikil laxgengd í Þjórsá. Þegar þessi tilraun hófst í byjrun júní vissi í raun engin á hverju væri von en það er óhætt að segja að allir skalar um væntingar fyrir þetta svæði hafi verið sprengdir og ásóknin slík að verið er að kaupa upp fleiri netadaga til að anna eftirspurn eftir veiðileyfum á stöng. Í það heila eru komnir 145 laxar á land frá því að veiði hófst fyrir 12 dögum síðan og það aðeins á tvær stangir. Þetta er ótrúlega góð veiði og sér í lagi með því viðmiði að það er ekki komið að þeim straum sem skilar fyrstu stóru göngunum í árnar á suður og vesturlandi og hvað gerist þá við bakka Þjórsár er ómögulegt að segja. En 145 laxar á tvær stangir á þessum árstíma er á alla mælikvarða frábær veiði og jafnast á við viku í byrjun margra stærri nafna í veiðinni þar sem veitt er á sex til tíú stangir. Leyfin eru ódýr ennþá og veiðin góð enda hefur síminn varla stoppað hjá Iceland Outfitters síðan fréttir tóku að berast af aflabrögðum. Mest lesið Bjóða upp á veiðibíla á Norðausturlandi Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Svæði IV í Stóru Laxá komið í gang Veiði Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Veiði Affall og Þverá fara ágætlega af stað Veiði Fleiri útboð á döfinni Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði
Það er ótrúlegt að sjá hvað veiðin er góð á stöng við Urriðafoss en tilraun sem Iceland Outfitters hafa verið að gera í samstarfi við landeigendur lofar aldeilis góðu. Það hefur flestum þótt það óhugsandi að veiða við fossinn en þar hafa lengi verið net enda er gífurlega mikil laxgengd í Þjórsá. Þegar þessi tilraun hófst í byjrun júní vissi í raun engin á hverju væri von en það er óhætt að segja að allir skalar um væntingar fyrir þetta svæði hafi verið sprengdir og ásóknin slík að verið er að kaupa upp fleiri netadaga til að anna eftirspurn eftir veiðileyfum á stöng. Í það heila eru komnir 145 laxar á land frá því að veiði hófst fyrir 12 dögum síðan og það aðeins á tvær stangir. Þetta er ótrúlega góð veiði og sér í lagi með því viðmiði að það er ekki komið að þeim straum sem skilar fyrstu stóru göngunum í árnar á suður og vesturlandi og hvað gerist þá við bakka Þjórsár er ómögulegt að segja. En 145 laxar á tvær stangir á þessum árstíma er á alla mælikvarða frábær veiði og jafnast á við viku í byrjun margra stærri nafna í veiðinni þar sem veitt er á sex til tíú stangir. Leyfin eru ódýr ennþá og veiðin góð enda hefur síminn varla stoppað hjá Iceland Outfitters síðan fréttir tóku að berast af aflabrögðum.
Mest lesið Bjóða upp á veiðibíla á Norðausturlandi Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Svæði IV í Stóru Laxá komið í gang Veiði Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Veiði Affall og Þverá fara ágætlega af stað Veiði Fleiri útboð á döfinni Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði