Töluvert af laxi að sýna sig í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2017 11:00 Þeir eru mættir í Stóru Laxá. Mynd: Lax-Á Stóra Laxá í Hreppum er ein af þessum ám sem á sinn fasta hóp veiðimanna sem heldur tryggð við hana alveg sama á hverju dynur. Þetta er þeir sem mæta þegar veiðin er lítil en eru verðlaunaðir af ánni þegar þeir mæta næst og veiðin er góð. Það er eitthvað við þessa á þar sem hún rennur um gljúfur og hraða strengi, breiðir úr sér á malareyrum og blátt vatnið togar í þig, biður þig í kurteisislegum nið að vaða út í og kasta flugu. Stóra Laxá opnar 20. júní og það er óhætt að segja að þeir sem eiga daga fyrstu vikuna megi alveg hlaða sig af spennu því nú þegar hafa sést nokkuð margir laxar í henni. Þetta magn sem við heyrum af frá mönnum sem þekkja Stóru Laxá vel er ekkert í samræmi við laxgengd undanfarinna ára á þessum árstíma. Þetta er meira, mun meira. Þegar vanir menn telja 20-30 laxa á góðum veiðistað þá er eðlilegt að spyrja sig hvað liggur á stöðum sem eru ekki skoðaðir og kannski erfitt að skoða? Þegar einn af vanari mönnum við Stóru Laxá telur 30 laxa á Breiðunni og annað eins í Klaufinni hvað liggur þá á stöðunum fyrir neðan? Það verður mjög spennandi að fylgjast með fyrstu dögunum í Stóru Laxá og vonandi eru þessir laxar að stoppa aðeins á þessum stöðum en ekki að rjúka upp gljúfrin þar sem erfiðara er að ná til þeirra. Mest lesið Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði
Stóra Laxá í Hreppum er ein af þessum ám sem á sinn fasta hóp veiðimanna sem heldur tryggð við hana alveg sama á hverju dynur. Þetta er þeir sem mæta þegar veiðin er lítil en eru verðlaunaðir af ánni þegar þeir mæta næst og veiðin er góð. Það er eitthvað við þessa á þar sem hún rennur um gljúfur og hraða strengi, breiðir úr sér á malareyrum og blátt vatnið togar í þig, biður þig í kurteisislegum nið að vaða út í og kasta flugu. Stóra Laxá opnar 20. júní og það er óhætt að segja að þeir sem eiga daga fyrstu vikuna megi alveg hlaða sig af spennu því nú þegar hafa sést nokkuð margir laxar í henni. Þetta magn sem við heyrum af frá mönnum sem þekkja Stóru Laxá vel er ekkert í samræmi við laxgengd undanfarinna ára á þessum árstíma. Þetta er meira, mun meira. Þegar vanir menn telja 20-30 laxa á góðum veiðistað þá er eðlilegt að spyrja sig hvað liggur á stöðum sem eru ekki skoðaðir og kannski erfitt að skoða? Þegar einn af vanari mönnum við Stóru Laxá telur 30 laxa á Breiðunni og annað eins í Klaufinni hvað liggur þá á stöðunum fyrir neðan? Það verður mjög spennandi að fylgjast með fyrstu dögunum í Stóru Laxá og vonandi eru þessir laxar að stoppa aðeins á þessum stöðum en ekki að rjúka upp gljúfrin þar sem erfiðara er að ná til þeirra.
Mest lesið Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði