Dísilbílar Fiat Crysler með 20 falda mengun Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2017 10:30 Höfuðstöðvar Fiat Chrysler. Sömu aðilar í Bandaríkjunum og fundu tugfalda mengun Volkswagen bíla segja að dísilbílar Fiat Chrysler hafi mælst með 20 falda mengun miðað við það sem uppgefið er frá framleiðanda. Það var West Virginia háskólinn sem fann dísilvélasvindl Volkswagen og hefur nú komist að ekki ósvipaðri niðurstöðu fyrir nokkra bíla Fiat Chrysler og rennur með því stoðum undir ákæru þá sem U.S. Justice Department hefur sent Fiat Chrysler. Eins og í tilfelli Vokswagen er hugbúnaður tengdur dísilvélum Fiat Chrysler bílanna sem spilar á rangar niðurstöður við hefðbundnar prófanir, en í óhefðbundnum prófunum kemur allt annað í ljós. Bílarnir Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 af árgerðum 2014 til 2016 mældust hjá rannsóknarteymi West Virginia háskólans með allt að tuttugu sinnum meiri NOx mengun en leyfð er í Bandaríkjunum. Þessi nituroxíðmengun er oft nefnd sótmengun og er hættuleg öndunarfærum. Við hefðbundnar prófanir á Dyno-mælum reyndist mengunin líkt og uppgefin er frá framleiðanda, en allt annað kom í ljós í óhefðbundnari mælingum í venjulegum götuakstri. Það bendir til þess að hugbúnaður stjórni þeirri mengun sem frá dísilvélum þessara bíla komi eftir því hvort bílarnir séu í hefðbundnum mælingum eða í raunverulegum götuakstri. Fiat Chrysler neitar öllum ásökunum og hefur óskað eftir gögnum um hvernig þessar mælingar fóru fram. Fiat Chrysler segir að lögmætar mælingar byggi á “laboratory testing”-aðferðum og því sé mæling West Virginia háskólans ómarktækar. Samskonar mælingum neitaði Volkswagen ekki á sínum tíma, heldur viðurkenndi fyrirtækið svindluhugbúnaðinn og því gæti Fiat Chrysler verið á hálum ís í þeirri viðleitni sinni að mótmæla óhefðbundnum mælingum. Fiat Chrysler segir að þeir sem prófuðu bílana hafi gefið þeim óhóflega inn, farið upp bratta og hlaðið bílana meira en góðu hófi gegnir í mælingunum. Hvort að það geti skýrt út tuttugu falda mengun skal ósagt látið. Rannsókarteymi West Virginia háskólans segir hinsvegar að bílarnir hafi mælst með margfalda mengun þótt bílunum hafi verið ekið niður brekkur og það sé langt frá því eðlilegt. General Motors hefur einnig verið ákært fyrir 705.000 stærri jeppa og pallbíla sína af árgerðum 2011 til 2016 sem eru með GM Duramax dísilvélum en þær mældust menga tvisvar til fimm sinnum meira en uppgefið er. Sú ákæra var gefin út þann 25. maí eða fyrir um 20 dögum síðan. Það eru því ekki bjartir tímar hjá þeim fyrirtækjum sem framleiða dísilbíla fyrir bandarískan markað og svo virðist sem flestir þeirra hafi spilað með útblástur bíla sinna eftir því hvort þeir eru í hefðbundnum mengunarprófunum eða raunvörulegum akstri. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent
Sömu aðilar í Bandaríkjunum og fundu tugfalda mengun Volkswagen bíla segja að dísilbílar Fiat Chrysler hafi mælst með 20 falda mengun miðað við það sem uppgefið er frá framleiðanda. Það var West Virginia háskólinn sem fann dísilvélasvindl Volkswagen og hefur nú komist að ekki ósvipaðri niðurstöðu fyrir nokkra bíla Fiat Chrysler og rennur með því stoðum undir ákæru þá sem U.S. Justice Department hefur sent Fiat Chrysler. Eins og í tilfelli Vokswagen er hugbúnaður tengdur dísilvélum Fiat Chrysler bílanna sem spilar á rangar niðurstöður við hefðbundnar prófanir, en í óhefðbundnum prófunum kemur allt annað í ljós. Bílarnir Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 af árgerðum 2014 til 2016 mældust hjá rannsóknarteymi West Virginia háskólans með allt að tuttugu sinnum meiri NOx mengun en leyfð er í Bandaríkjunum. Þessi nituroxíðmengun er oft nefnd sótmengun og er hættuleg öndunarfærum. Við hefðbundnar prófanir á Dyno-mælum reyndist mengunin líkt og uppgefin er frá framleiðanda, en allt annað kom í ljós í óhefðbundnari mælingum í venjulegum götuakstri. Það bendir til þess að hugbúnaður stjórni þeirri mengun sem frá dísilvélum þessara bíla komi eftir því hvort bílarnir séu í hefðbundnum mælingum eða í raunverulegum götuakstri. Fiat Chrysler neitar öllum ásökunum og hefur óskað eftir gögnum um hvernig þessar mælingar fóru fram. Fiat Chrysler segir að lögmætar mælingar byggi á “laboratory testing”-aðferðum og því sé mæling West Virginia háskólans ómarktækar. Samskonar mælingum neitaði Volkswagen ekki á sínum tíma, heldur viðurkenndi fyrirtækið svindluhugbúnaðinn og því gæti Fiat Chrysler verið á hálum ís í þeirri viðleitni sinni að mótmæla óhefðbundnum mælingum. Fiat Chrysler segir að þeir sem prófuðu bílana hafi gefið þeim óhóflega inn, farið upp bratta og hlaðið bílana meira en góðu hófi gegnir í mælingunum. Hvort að það geti skýrt út tuttugu falda mengun skal ósagt látið. Rannsókarteymi West Virginia háskólans segir hinsvegar að bílarnir hafi mælst með margfalda mengun þótt bílunum hafi verið ekið niður brekkur og það sé langt frá því eðlilegt. General Motors hefur einnig verið ákært fyrir 705.000 stærri jeppa og pallbíla sína af árgerðum 2011 til 2016 sem eru með GM Duramax dísilvélum en þær mældust menga tvisvar til fimm sinnum meira en uppgefið er. Sú ákæra var gefin út þann 25. maí eða fyrir um 20 dögum síðan. Það eru því ekki bjartir tímar hjá þeim fyrirtækjum sem framleiða dísilbíla fyrir bandarískan markað og svo virðist sem flestir þeirra hafi spilað með útblástur bíla sinna eftir því hvort þeir eru í hefðbundnum mengunarprófunum eða raunvörulegum akstri.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent