Á leið til Rússlands eftir sigur í Kia leik Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2017 16:01 Guðmundur og Karen Ásta eru á leiðinni til Rússlands eftir að hafa unnið í Kia leik. Guðmundur Sigurðsson datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann var dreginn út sem vinningshafi í Kia Lucky Drive to Russia. Kia á Íslandi var með leikinn í gangi frá 10. apríl til 10. maí þar sem Kia eigendur gátu tekið þátt með því að skrá sig til leiks á netinu. Einnig fóru þeir sem reynsluóku nýjum Kia bíl á þessu tímabili í pottinn. Í verðlaun voru flug, gisting og miðar fyrir tvo á opnunarleik Álfukeppninnar í knattspyrnu sem fram fer nú í júní ásamt öllu uppihaldi. Rússland mætir Nýja Sjálandi í opnunarleik keppninnar og ætlar Guðmundur að bjóða Karen Ástu Friðjónsdóttur, konunni sinni, með á leikinn. ,,Við hjónin erum alveg í skýjunum með þetta og hlökkum mikið til að fara út og heimsækja Rússland. Ég er mikill áhugamaður um fótbolta og því er þetta mjög kærkomið. Það verður mjög spennandi að sjá opnunarleikinn í keppninni. Við erum með þrjá Kia bíla á heimilinu og voru þeir auðvitað allir skráðir í leikinn til þess að eiga meiri möguleika á að vinna," segir Guðmundur og bíður spenntur eftir ferðinni. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á Instagram síðu Kia á Íslandi, kiaisland. Kia er einn helsti styrktaraðili FIFA og UEFA. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Guðmundur Sigurðsson datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann var dreginn út sem vinningshafi í Kia Lucky Drive to Russia. Kia á Íslandi var með leikinn í gangi frá 10. apríl til 10. maí þar sem Kia eigendur gátu tekið þátt með því að skrá sig til leiks á netinu. Einnig fóru þeir sem reynsluóku nýjum Kia bíl á þessu tímabili í pottinn. Í verðlaun voru flug, gisting og miðar fyrir tvo á opnunarleik Álfukeppninnar í knattspyrnu sem fram fer nú í júní ásamt öllu uppihaldi. Rússland mætir Nýja Sjálandi í opnunarleik keppninnar og ætlar Guðmundur að bjóða Karen Ástu Friðjónsdóttur, konunni sinni, með á leikinn. ,,Við hjónin erum alveg í skýjunum með þetta og hlökkum mikið til að fara út og heimsækja Rússland. Ég er mikill áhugamaður um fótbolta og því er þetta mjög kærkomið. Það verður mjög spennandi að sjá opnunarleikinn í keppninni. Við erum með þrjá Kia bíla á heimilinu og voru þeir auðvitað allir skráðir í leikinn til þess að eiga meiri möguleika á að vinna," segir Guðmundur og bíður spenntur eftir ferðinni. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á Instagram síðu Kia á Íslandi, kiaisland. Kia er einn helsti styrktaraðili FIFA og UEFA.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent