Íslenskt hugvit Frosti Logason skrifar 15. júní 2017 07:00 Nýtt þjóðaröryggisráð kom saman á öruggum stað í vikunni. Efni fundarins var svo eldfimt að nauðsynlegt þótti að halda hann í gömlu loftvarnarbyrgi bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Einhvern tíma hefði manni nú brugðið við slíkar fréttir en þetta er víst allt fullkomlega eðlilegt. „Varstu ekki búinn að heyra um hryðjuverkaárásirnar í London og Manchester? Þetta gæti allt eins gerst í Reykjavík,“ les maður í kommentakerfunum. Nú er talað um vopnaða löggæslu á öllum stærri mannamótum í sumar. Ha? Er það ekki full róttækt? Nei, almenningur hefur verið að venjast því að sjá sérsveitina æ oftar vopnaða á undanförnum árum. Þetta er bara rökrétt framhald segir ríkislögreglustjóri. Frábært. Get ég þá hætt að hafa áhyggjur af brjáluðum íslamistum á Þjóðhátíð eða Secret Solstice? Eru þið með einhverja áætlun? Já, eftir að hafa fengið sérstakt mat greiningardeildar um málið komust sérfræðingar að þessari niðurstöðu: Í stað þess að sérsveitin væri með vopn inni í lögreglubílunum skyldu sérsveitarmenn nú bera byssur á lærunum. Þannig verða menn tilbúnir í mjög skjót viðbrögð ef einhver hætta stafar að almenningi sem kemur saman í stórum stíl. Þá þarf lögreglan ekki að hörfa af vettvangi, leita að vopnum sínum og koma svo aftur í dalinn sem þá er kannski lokaður með mörg þúsund manns á svæðinu. Skammbyssur á lærunum til að auka viðbragðstímann! Af hverju datt okkur þetta ekki í hug fyrr? Þvílík snilld. Mér líður mun betur. Er búið að benda þeim hjá Scotland Yard á þetta? Þessir menn eru með allt á hreinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Nýtt þjóðaröryggisráð kom saman á öruggum stað í vikunni. Efni fundarins var svo eldfimt að nauðsynlegt þótti að halda hann í gömlu loftvarnarbyrgi bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Einhvern tíma hefði manni nú brugðið við slíkar fréttir en þetta er víst allt fullkomlega eðlilegt. „Varstu ekki búinn að heyra um hryðjuverkaárásirnar í London og Manchester? Þetta gæti allt eins gerst í Reykjavík,“ les maður í kommentakerfunum. Nú er talað um vopnaða löggæslu á öllum stærri mannamótum í sumar. Ha? Er það ekki full róttækt? Nei, almenningur hefur verið að venjast því að sjá sérsveitina æ oftar vopnaða á undanförnum árum. Þetta er bara rökrétt framhald segir ríkislögreglustjóri. Frábært. Get ég þá hætt að hafa áhyggjur af brjáluðum íslamistum á Þjóðhátíð eða Secret Solstice? Eru þið með einhverja áætlun? Já, eftir að hafa fengið sérstakt mat greiningardeildar um málið komust sérfræðingar að þessari niðurstöðu: Í stað þess að sérsveitin væri með vopn inni í lögreglubílunum skyldu sérsveitarmenn nú bera byssur á lærunum. Þannig verða menn tilbúnir í mjög skjót viðbrögð ef einhver hætta stafar að almenningi sem kemur saman í stórum stíl. Þá þarf lögreglan ekki að hörfa af vettvangi, leita að vopnum sínum og koma svo aftur í dalinn sem þá er kannski lokaður með mörg þúsund manns á svæðinu. Skammbyssur á lærunum til að auka viðbragðstímann! Af hverju datt okkur þetta ekki í hug fyrr? Þvílík snilld. Mér líður mun betur. Er búið að benda þeim hjá Scotland Yard á þetta? Þessir menn eru með allt á hreinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.