Veiðitölurnar komnar á vef Landssambands Veiðifélaga Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2017 09:00 Vikulegar veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru settar á heimasíðu félagsins í gær og í sumar eru þær uppfærðar öll miðvikudagskvöld. Fyrstu tölurnar sem eru settar inn eru að vísu bara úr þremur ám enda hafa fáar ár opnað ennþá en næsta vika breytir því mikið en þá opna flestar ár landsins og restin vikuna þar á eftir. Samkvæmt þessum lista er Norðurá aflahæst með 130 laxa, Þverá og Kjarrá þar á eftir með 94 og svo Blanda með 66 laxa. Það sem vantar inní þessar tölur er veiðin úr Þjórsá við Urriðafoss en fyrir tveimur dögum var búið að landa 172 löxum á svæðinu á aðeins tvær stangir sem slær út allar árnar á listanum bæði hvað varðar fjölda laxa og laxa per stöng en það er gert ágætlega grein fyrir þessari veiði á síðunni hjá félaginu á www.angling.isFréttir af göngum berast víða að og almennt er virðist mikið af laxi vera að ganga í árnar. Það er þó ekki víða hægt að sýna það nákvæmlega í tölum með gönguhraða stutt frá ósum nema í Langá og Gljúfurá en tölur úr teljaranum í Gljúfurá hafa ekki borist Veiðivísi. Það hafa tölur úr Langá aftur á móti gert. Í gærkvöldi voru gengnir 211 laxar í gegnum teljarann þar af 102 tveggja ára laxar. Langá opnar eftir 5 daga og það er óhætt að segja að það sé spennandi að sjá hvernig veiðin fer af stað í henni. Laxateljara má þó finna í nokkrum ám á Íslandi og hafa upplýsingar úr þeim skilað miklu magni upplýsinga um stærð laxa sem ganga í árnar, hlutfall stórlaxa o.s.fr. Meira um þetta má finna á www.vaki.is og www.riverwatcher. isHaffjarðará, Laxá í Kjós, Laxá í Aðaldal, Vatnsdalsá, Stóra Laxá og Elliðaárnar virðast samkvæmt öllum fréttum vera ágætlega setnar af laxi miðað við árstíma og opna innan fárra daga. Við komum til með að fylgjast með gangi mála eins og undanfarin sumur og bíðum spennt eftir fleiri veiðifréttum frá lesendum okkar. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði
Vikulegar veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru settar á heimasíðu félagsins í gær og í sumar eru þær uppfærðar öll miðvikudagskvöld. Fyrstu tölurnar sem eru settar inn eru að vísu bara úr þremur ám enda hafa fáar ár opnað ennþá en næsta vika breytir því mikið en þá opna flestar ár landsins og restin vikuna þar á eftir. Samkvæmt þessum lista er Norðurá aflahæst með 130 laxa, Þverá og Kjarrá þar á eftir með 94 og svo Blanda með 66 laxa. Það sem vantar inní þessar tölur er veiðin úr Þjórsá við Urriðafoss en fyrir tveimur dögum var búið að landa 172 löxum á svæðinu á aðeins tvær stangir sem slær út allar árnar á listanum bæði hvað varðar fjölda laxa og laxa per stöng en það er gert ágætlega grein fyrir þessari veiði á síðunni hjá félaginu á www.angling.isFréttir af göngum berast víða að og almennt er virðist mikið af laxi vera að ganga í árnar. Það er þó ekki víða hægt að sýna það nákvæmlega í tölum með gönguhraða stutt frá ósum nema í Langá og Gljúfurá en tölur úr teljaranum í Gljúfurá hafa ekki borist Veiðivísi. Það hafa tölur úr Langá aftur á móti gert. Í gærkvöldi voru gengnir 211 laxar í gegnum teljarann þar af 102 tveggja ára laxar. Langá opnar eftir 5 daga og það er óhætt að segja að það sé spennandi að sjá hvernig veiðin fer af stað í henni. Laxateljara má þó finna í nokkrum ám á Íslandi og hafa upplýsingar úr þeim skilað miklu magni upplýsinga um stærð laxa sem ganga í árnar, hlutfall stórlaxa o.s.fr. Meira um þetta má finna á www.vaki.is og www.riverwatcher. isHaffjarðará, Laxá í Kjós, Laxá í Aðaldal, Vatnsdalsá, Stóra Laxá og Elliðaárnar virðast samkvæmt öllum fréttum vera ágætlega setnar af laxi miðað við árstíma og opna innan fárra daga. Við komum til með að fylgjast með gangi mála eins og undanfarin sumur og bíðum spennt eftir fleiri veiðifréttum frá lesendum okkar.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði