Átta stórlaxar á land á fyrstu vakt í Þjórsá Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2017 15:43 Tekist á við lax í Urriðafossi í morgun Mynd: Ion fishing FB Ætli það sé ekki óhætt að segja að þetta sumar fari af stað með ágætis hvelli en veiðin hófst formlega í Straumunum og á nýju veiðisvæði í Þjórsá. Eins og við greindum frá í morgun hefur félagið Iceland Outfitters gert samning við bændur um stangveiði í Urriðafossi og þar hófu menn veiðar í morgun. Það tók ekki langan tíma að taka fyrsta fiskinn þrátt fyrir afleitt veður og það er að sögn leigutaka nokkuð líf á svæðinu. Á morgunvaktinni komu átta laxar á land og allt var það 80-85 sm fiskur sem kemur virkilega vel haldin úr hafi og gefur það góða von um að seiðin sem fóru til sjávar síðasta vor hafi verið í nægu æti og það fari því eins og margir hafa spáð að framundan sé gott smálaxa ár. Það skal þó taka fram að lax 80-85 sm er lax sem hefur dvalið tvö ár í sjó en gott hlutfall tveggja ára laxa í byrjun getur oft gefið jákvæða mynd af því sem koma skal og skiptir í raun mestu máli þegar upp er staðið í veiðinni en það eru sterkar göngur eins árs laxa. Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði
Ætli það sé ekki óhætt að segja að þetta sumar fari af stað með ágætis hvelli en veiðin hófst formlega í Straumunum og á nýju veiðisvæði í Þjórsá. Eins og við greindum frá í morgun hefur félagið Iceland Outfitters gert samning við bændur um stangveiði í Urriðafossi og þar hófu menn veiðar í morgun. Það tók ekki langan tíma að taka fyrsta fiskinn þrátt fyrir afleitt veður og það er að sögn leigutaka nokkuð líf á svæðinu. Á morgunvaktinni komu átta laxar á land og allt var það 80-85 sm fiskur sem kemur virkilega vel haldin úr hafi og gefur það góða von um að seiðin sem fóru til sjávar síðasta vor hafi verið í nægu æti og það fari því eins og margir hafa spáð að framundan sé gott smálaxa ár. Það skal þó taka fram að lax 80-85 sm er lax sem hefur dvalið tvö ár í sjó en gott hlutfall tveggja ára laxa í byrjun getur oft gefið jákvæða mynd af því sem koma skal og skiptir í raun mestu máli þegar upp er staðið í veiðinni en það eru sterkar göngur eins árs laxa.
Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði