Fyrsti laxinn komin á land á vatnasvæði Rangánna Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2017 11:00 Fyrsti laxinn úr Hólsá þetta sumarið. Mynd: Iceland Outfitters Fyrsti laxinn sem veiðist á vatnasvæði Rangánna veiddist í gær en laxar hafa verið að sýna sig í Hólsá síðustu daga sem er heldur fyrr en menn eiga að venjast á þessu svæði. Opnun Rangánna var góð í fyrra og greinilega nokkuð af laxi gengin í árnar því hann var ágætlega dreifður mjög fljótlega. Þó að það séu ennþá nokkrir dagar í að Rangárnar sjálfar opni er veiði hafin á austurbakka Hólsár en þar veiddist 12 punda hrygna í Skógarstreng í gær. Það sáust nokkrir laxar til viðbótar sem gefur góðar vonir fyrir þá sem ætla að veiða fyrstu dagana en að sögn leigutaka hjá Iceland Outfitters er ennþá hægt að fá lausar stangir þarna næstu daga og verðið þykir ódýrt miðað við það sem veiðimenn eiga að venjast svo ekki sé talað um að það er mjög góð veiðivon á þessum tíma í dag. Það verður fróðlegt að sjá hvernig opnanir Eystri Rangár og Ytri Rangár fara af stað en lax hefur þegar sést á nokkrum stðum í Ytri Rangá og í Eystri þykir það ekki ólíklegt að hann sé mættur líka þó að við höfum ekki fengið fregnir af löxum sem hafa sést. Uppselt er langstærstan hluta veiðitímans í Ytri Rangá og þeir sem ætla að ná sér í daga þar þurfa að hafa hraðar hendur. Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði
Fyrsti laxinn sem veiðist á vatnasvæði Rangánna veiddist í gær en laxar hafa verið að sýna sig í Hólsá síðustu daga sem er heldur fyrr en menn eiga að venjast á þessu svæði. Opnun Rangánna var góð í fyrra og greinilega nokkuð af laxi gengin í árnar því hann var ágætlega dreifður mjög fljótlega. Þó að það séu ennþá nokkrir dagar í að Rangárnar sjálfar opni er veiði hafin á austurbakka Hólsár en þar veiddist 12 punda hrygna í Skógarstreng í gær. Það sáust nokkrir laxar til viðbótar sem gefur góðar vonir fyrir þá sem ætla að veiða fyrstu dagana en að sögn leigutaka hjá Iceland Outfitters er ennþá hægt að fá lausar stangir þarna næstu daga og verðið þykir ódýrt miðað við það sem veiðimenn eiga að venjast svo ekki sé talað um að það er mjög góð veiðivon á þessum tíma í dag. Það verður fróðlegt að sjá hvernig opnanir Eystri Rangár og Ytri Rangár fara af stað en lax hefur þegar sést á nokkrum stðum í Ytri Rangá og í Eystri þykir það ekki ólíklegt að hann sé mættur líka þó að við höfum ekki fengið fregnir af löxum sem hafa sést. Uppselt er langstærstan hluta veiðitímans í Ytri Rangá og þeir sem ætla að ná sér í daga þar þurfa að hafa hraðar hendur.
Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði