Árni frumsýnir nýtt myndband: „Hver og einn verður að túlka fyrir sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2017 16:30 Skemmtilegt lag frá Árna. Söng -og gítarleikarinn Árni Svavar Johnsen frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið One More Night. Árni hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur meðal annars spilað í ótal söngleikjum, spilað inná upptökur og komið fram við mörg tilefni. Árni gaf út sína fyrstu plötu á síðasta ári og vinnur nú að því að kynna tónlist sína um landið. Nú þegar hafa þrjú lög af plötunni hlotið spilun á íslenskum útvarpsstöðvum, en má þar helst nefna lagið Þú. Árni Beinteinn leikstýrði myndbandinu og sá Flex Árnason um hljóðstjórn. „Ég hef unnið við alskonar tónlistartengd verkefni, þ.a.m. Söngleiki, upptökur, tónleika og lengi mætti halda áfram, en ekkert jafn viðfangsmikið og eigið sólóverkefni. Í það hef ég fjárfest mestum mínum tíma og fjármunum, og hefur það gengið ágætlega hingað til,“ segir Árni. Hann segir að lagið One More Night komi til daginn eftir annasama helgi í miðbæ Reykjavíkur og var markmiðið að reyna að fanga þá tilfinningu eftir bestu getu. „Upptökur hófust í Sundlauginni í desember með úrvalsliði hljóðfæraleikara og tókst okkur að negla inn allt efnið á innan við tveimur sólarhringum, en svo tók eftirvinnslan heldur lengri tíma. Myndbandið finnst mér einnig fanga vel það sem lagið reynir að lýsa bara á annan og beinni hátt, en það var einmitt ætlunarverk bæði mín og Árna Beinteins leikstjóra, hinsvegar hvað varðar lagið sjálft finnst mér sú þumalputtaregla alltaf gilda að hver og einn verði að túlka fyrir sig.“ Mest lesið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Söng -og gítarleikarinn Árni Svavar Johnsen frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið One More Night. Árni hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur meðal annars spilað í ótal söngleikjum, spilað inná upptökur og komið fram við mörg tilefni. Árni gaf út sína fyrstu plötu á síðasta ári og vinnur nú að því að kynna tónlist sína um landið. Nú þegar hafa þrjú lög af plötunni hlotið spilun á íslenskum útvarpsstöðvum, en má þar helst nefna lagið Þú. Árni Beinteinn leikstýrði myndbandinu og sá Flex Árnason um hljóðstjórn. „Ég hef unnið við alskonar tónlistartengd verkefni, þ.a.m. Söngleiki, upptökur, tónleika og lengi mætti halda áfram, en ekkert jafn viðfangsmikið og eigið sólóverkefni. Í það hef ég fjárfest mestum mínum tíma og fjármunum, og hefur það gengið ágætlega hingað til,“ segir Árni. Hann segir að lagið One More Night komi til daginn eftir annasama helgi í miðbæ Reykjavíkur og var markmiðið að reyna að fanga þá tilfinningu eftir bestu getu. „Upptökur hófust í Sundlauginni í desember með úrvalsliði hljóðfæraleikara og tókst okkur að negla inn allt efnið á innan við tveimur sólarhringum, en svo tók eftirvinnslan heldur lengri tíma. Myndbandið finnst mér einnig fanga vel það sem lagið reynir að lýsa bara á annan og beinni hátt, en það var einmitt ætlunarverk bæði mín og Árna Beinteins leikstjóra, hinsvegar hvað varðar lagið sjálft finnst mér sú þumalputtaregla alltaf gilda að hver og einn verði að túlka fyrir sig.“
Mest lesið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira