Peningastefna snýst 90 prósent um trúverðugleika Lars Christensen skrifar 7. júní 2017 07:00 Verðbólga er, eins og Milton Friedman sagði, peningalegt fyrirbæri. Með öðrum orðum: ef prentaðir eru peningar umfram eftirspurn verður verðbólga. En það snýst ekki bara um peningamagnið sem seðlabanki (og viðskiptabankar) skapa á hverjum tíma heldur einnig um væntingar um peningasköpun í framtíðinni. Til að skilja þetta skulum við ímynda okkur að Seðlabankinn tilkynni í dag að eftir tólf mánuði muni hann hafa tvöfaldað peningamagn í umferð í íslenska hagkerfinu. Hvað myndi gerast? Neytendur, verkalýðsfélög, vinnuveitendur og fjárfestar myndu auðvitað bregðast við þegar í stað. Þeir myndu ekki bíða eftir að verðlag hækkaði. Verkalýðsfélög myndu krefjast hærri launa strax, fjárfestar myndu selja íslenskar krónur, verslanir myndu hækka verð o.s.frv. Þannig myndi verðbólgan byrja að aukast strax í dag. Þetta sýnir hve mikilvægar verðbólguvæntingar eru við ákvörðun vaxta. Þetta sýnir líka hve mikilvægur trúverðugleiki seðlabanka er. Ímyndum okkur aðrar aðstæður þar sem seðlabanki hefur 2,5 prósenta verðbólgumarkmið (eins og Seðlabanki Íslands). Einhverra hluta vegna eykst peningaframboð hraðar en samræmist þessu verðbólgumarkmiði. Hvað myndi gerast? Í einfaldri útgáfu myndi verðbólgan fara upp fyrir 2,5 prósent. En það myndi hins vegar ekki gerast ef verðbólgumarkmið seðlabankans væri trúverðugt. Með öðrum orðum: ef allir aðilar efnahagskerfisins búast við því að seðlabankinn stilli alltaf peningaframboðið þannig að verðbólgan komi alltaf aftur að 2,5 prósenta verðbólgumarkmiðinu munu þeir einnig vænta þess að seðlabankinn muni í framtíðinni stilla peningaframboðið til að tryggja að verðbólgumarkmiðið náist. Ef þetta er tilfellið verður þess þar af leiðandi alltaf vænst að verðbólgan verði aftur 2,5 prósent. Það þýðir ekki að verðbólgan verði alltaf við markmiðið en hún mun hafa sterka tilhneigingu til að að ná sjálfkrafa markmiðinu á ný. En hvað um Ísland? Ísland hefur haft verðbólgumarkmið síðan í mars 2001. En ef við lítum á sögulega frammistöðu Seðlabankans þá hefur hann næstum alltaf farið upp fyrir verðbólgumarkmið sitt. Síðan 2002 hefur verðbólgan í raun verið að meðaltali næstum þremur prósentustigum yfir markmiðinu. Við hverju er þá skynsamlegast að búast? Myndi maður vænta þess að Seðlabankinn stæði við markmiðið eða fara yfir það eða undir í framtíðinni? Ef við lítum á íslensku stýrivextina fáum við svarið – markaðir hafa næstum alltaf búist við því að Seðlabankinn fari yfir markmiðið. Og af hverju er það? Lykilástæðan er að Seðlabankinn er næstum alltaf undir gríðarlegum pólitískum og almennum þrýstingi um að slaka á peningamálastefnunni – sama hversu mikill hagvöxturinn er og sama hversu miklar launahækkanir eru. Það er einfaldlega sterk verðbólgutilhneiging í íslenska hagkerfinu. Og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að vextir eru svona háir á Íslandi miðað við annars staðar í Evrópu. Auk þess næst trúverðugleiki aðeins ef maður stendur við loforð sín, og þar sem Seðlabanki Íslands hefur í sögulegu samhengi ekki staðið við sitt kemur það varla á óvart að trúverðugleiki hans sé lítill. Hins vegar gerir þetta starf Seðlabankans miklu erfiðara. Því ef hann væri mjög trúverðugur þyrfti hann aldrei að hækka stýrivexti mikið til að berjast við verðbólguna því allir myndu vænta þess að hann stæði við markmið sitt.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun
Verðbólga er, eins og Milton Friedman sagði, peningalegt fyrirbæri. Með öðrum orðum: ef prentaðir eru peningar umfram eftirspurn verður verðbólga. En það snýst ekki bara um peningamagnið sem seðlabanki (og viðskiptabankar) skapa á hverjum tíma heldur einnig um væntingar um peningasköpun í framtíðinni. Til að skilja þetta skulum við ímynda okkur að Seðlabankinn tilkynni í dag að eftir tólf mánuði muni hann hafa tvöfaldað peningamagn í umferð í íslenska hagkerfinu. Hvað myndi gerast? Neytendur, verkalýðsfélög, vinnuveitendur og fjárfestar myndu auðvitað bregðast við þegar í stað. Þeir myndu ekki bíða eftir að verðlag hækkaði. Verkalýðsfélög myndu krefjast hærri launa strax, fjárfestar myndu selja íslenskar krónur, verslanir myndu hækka verð o.s.frv. Þannig myndi verðbólgan byrja að aukast strax í dag. Þetta sýnir hve mikilvægar verðbólguvæntingar eru við ákvörðun vaxta. Þetta sýnir líka hve mikilvægur trúverðugleiki seðlabanka er. Ímyndum okkur aðrar aðstæður þar sem seðlabanki hefur 2,5 prósenta verðbólgumarkmið (eins og Seðlabanki Íslands). Einhverra hluta vegna eykst peningaframboð hraðar en samræmist þessu verðbólgumarkmiði. Hvað myndi gerast? Í einfaldri útgáfu myndi verðbólgan fara upp fyrir 2,5 prósent. En það myndi hins vegar ekki gerast ef verðbólgumarkmið seðlabankans væri trúverðugt. Með öðrum orðum: ef allir aðilar efnahagskerfisins búast við því að seðlabankinn stilli alltaf peningaframboðið þannig að verðbólgan komi alltaf aftur að 2,5 prósenta verðbólgumarkmiðinu munu þeir einnig vænta þess að seðlabankinn muni í framtíðinni stilla peningaframboðið til að tryggja að verðbólgumarkmiðið náist. Ef þetta er tilfellið verður þess þar af leiðandi alltaf vænst að verðbólgan verði aftur 2,5 prósent. Það þýðir ekki að verðbólgan verði alltaf við markmiðið en hún mun hafa sterka tilhneigingu til að að ná sjálfkrafa markmiðinu á ný. En hvað um Ísland? Ísland hefur haft verðbólgumarkmið síðan í mars 2001. En ef við lítum á sögulega frammistöðu Seðlabankans þá hefur hann næstum alltaf farið upp fyrir verðbólgumarkmið sitt. Síðan 2002 hefur verðbólgan í raun verið að meðaltali næstum þremur prósentustigum yfir markmiðinu. Við hverju er þá skynsamlegast að búast? Myndi maður vænta þess að Seðlabankinn stæði við markmiðið eða fara yfir það eða undir í framtíðinni? Ef við lítum á íslensku stýrivextina fáum við svarið – markaðir hafa næstum alltaf búist við því að Seðlabankinn fari yfir markmiðið. Og af hverju er það? Lykilástæðan er að Seðlabankinn er næstum alltaf undir gríðarlegum pólitískum og almennum þrýstingi um að slaka á peningamálastefnunni – sama hversu mikill hagvöxturinn er og sama hversu miklar launahækkanir eru. Það er einfaldlega sterk verðbólgutilhneiging í íslenska hagkerfinu. Og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að vextir eru svona háir á Íslandi miðað við annars staðar í Evrópu. Auk þess næst trúverðugleiki aðeins ef maður stendur við loforð sín, og þar sem Seðlabanki Íslands hefur í sögulegu samhengi ekki staðið við sitt kemur það varla á óvart að trúverðugleiki hans sé lítill. Hins vegar gerir þetta starf Seðlabankans miklu erfiðara. Því ef hann væri mjög trúverðugur þyrfti hann aldrei að hækka stýrivexti mikið til að berjast við verðbólguna því allir myndu vænta þess að hann stæði við markmið sitt.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun