Taka útgáfunni með stóískri ró Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. júní 2017 10:00 Ljósmyndari náði þeim Andra, Magnúsi og Steingrími þar sem þeir stilltu upp fyrir gigg og biðu Daníels sem verður mættur til landsins fyrir útgáfuteitið á laugardaginn. Vísir/Eyþór Við erum enn þá sama hljómsveitin og sömu mennirnir í henni,“ segir Steingrímur Karl Teague aðspurður hvort eitthvað sé öðruvísi á nýjustu plötu Moses Hightower, sem kemur út í dag, en á fyrri plötum. Platan hefur verið titluð Fjallaloft. „Við unnum þetta reyndar svolítið öðruvísi. Við fórum með honum Gunnari Erni Tynes í múm í stúdíóið hans og tókum upp „live“ grunna fyrst með honum, eins og við gerum alltaf. Við höfum hingað til unnið með Magnúsi Øder – sem er æðislegt, en við ákváðum að við værum kannski orðnir dálítið heimakærir í þeim hljómi og svona fyrst hinar plöturnar eru til og góðar eins og þær eru þá, til að finna einhvern tilgang í að gera þá þriðju, ákváðum við að finna einhvern annan vinkil og fórum þá með Gunna í stúdíó í þetta sinn. Við tókum helling af grunnum og síðan púsluðum við þeim saman eftir á. Við gerum þetta þannig að við spilum live saman en samt er þetta þannig að við erum ekki búnir að semja lögin á þeim tímapunkti. Eftir það tökum við upptökurnar og púslum þeim saman í lögin. Svo fengum við Styrmi Hauksson, en hann hefur alltaf verið fimmti Bítillinn okkar, og hann lóðsaði okkur restina af leiðinni. Hann hljóðblandaði og sá um eftirvinnu – hann á bara heilmikið í plötunni, svona eins og allir upptökumenn sem við höfum unnið með.“Fjallaloft er þriðja plata sveitarinnar en síðasta plata Moses Hightower, Önnur Mósebók, sem gagnrýnendur héldu vart vatni yfir og var tilnefnd til ótal tónlistarverðlauna, kom út árið 2012.Hvers vegna tók þetta svona langan tíma hjá ykkur? „Við höfum aldrei verið allir saman á landinu lengi í einu, þetta eru alltaf bara rispur. Síðan höfum við alltaf mikið unnið með öðru fólki og verið að gera okkar eigin hluti. Annars sko, vorum við bara svona lengi að þessu,“ segir Steingrímur og hlær, „en við vorum auðvitað allir að gera aðra skemmtilega hluti – ég var á tónleikaferðalagi heillengi, Maggi [Magnús Trygvason Eliassen] – ja, maður gerir bara ráð fyrir að hann sé að tromma í öllum hljómsveitum þangað til maður kemst að öðru, Danni [Daníel Friðrik Böðvarsson] er svo í Þýskalandi að spila helling af súrkálsdjassi og túra með hljómsveitinni Pranke. Andri [Ólafsson] spilar náttúrulega út um alla veröld og var ein af ljósmæðrunum á Júníusar Meyvant plötunni – hann er líka að leggja parket og eignast börn. En við höfum alltaf verið að gefa út lag og lag.“Moses-menn á góðri stundu - Daníel með og allt. Mynd/Hörður SveinssonLögin Fjallaloft, Feikn, Trúnó og Snefill hafa öll gert það gott en þau eru á sínum stað á Fjallalofti ásamt sjö öðrum spánnýjum lögum.Hvernig ætlið þið að fylgja gripnum eftir? „Það verður útgáfupartí í Lucky Records á laugardaginn. Platan verður sett á fóninn og látin rúlla og við spilum eitthvað – Danni kemur til landsins á föstudaginn þannig að við verðum ekkert búnir að æfa neitt rosa mikið,“ segir Steingrímur hlæjandi, „en við reynum að spila eitthvað fallega saman. En aðalatriðið er að platan verður þarna og fólk að spóka sig á laugardegi getur kíkt við – það er alltaf gott að vera með tilefni til að fara eitthvað. Svo spilum við á Græna hattinum á Akureyri 15. júlí. Svo eru það bara veglegir útgáfutónleikar í haust, það er kannski svolítið upp í móti að ætla að kynna plötuna í sumar. Við tökum þessu rólega – okkur finnst bara gaman að spila og syngja. Platan er allavega tilbúin og vonandi finna hana sem flestir,“ segir Steingrímur að lokum en útgáfupartíið verður, eins og hann segir, á laugardaginn í Lucky Records klukkan 14. Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Við erum enn þá sama hljómsveitin og sömu mennirnir í henni,“ segir Steingrímur Karl Teague aðspurður hvort eitthvað sé öðruvísi á nýjustu plötu Moses Hightower, sem kemur út í dag, en á fyrri plötum. Platan hefur verið titluð Fjallaloft. „Við unnum þetta reyndar svolítið öðruvísi. Við fórum með honum Gunnari Erni Tynes í múm í stúdíóið hans og tókum upp „live“ grunna fyrst með honum, eins og við gerum alltaf. Við höfum hingað til unnið með Magnúsi Øder – sem er æðislegt, en við ákváðum að við værum kannski orðnir dálítið heimakærir í þeim hljómi og svona fyrst hinar plöturnar eru til og góðar eins og þær eru þá, til að finna einhvern tilgang í að gera þá þriðju, ákváðum við að finna einhvern annan vinkil og fórum þá með Gunna í stúdíó í þetta sinn. Við tókum helling af grunnum og síðan púsluðum við þeim saman eftir á. Við gerum þetta þannig að við spilum live saman en samt er þetta þannig að við erum ekki búnir að semja lögin á þeim tímapunkti. Eftir það tökum við upptökurnar og púslum þeim saman í lögin. Svo fengum við Styrmi Hauksson, en hann hefur alltaf verið fimmti Bítillinn okkar, og hann lóðsaði okkur restina af leiðinni. Hann hljóðblandaði og sá um eftirvinnu – hann á bara heilmikið í plötunni, svona eins og allir upptökumenn sem við höfum unnið með.“Fjallaloft er þriðja plata sveitarinnar en síðasta plata Moses Hightower, Önnur Mósebók, sem gagnrýnendur héldu vart vatni yfir og var tilnefnd til ótal tónlistarverðlauna, kom út árið 2012.Hvers vegna tók þetta svona langan tíma hjá ykkur? „Við höfum aldrei verið allir saman á landinu lengi í einu, þetta eru alltaf bara rispur. Síðan höfum við alltaf mikið unnið með öðru fólki og verið að gera okkar eigin hluti. Annars sko, vorum við bara svona lengi að þessu,“ segir Steingrímur og hlær, „en við vorum auðvitað allir að gera aðra skemmtilega hluti – ég var á tónleikaferðalagi heillengi, Maggi [Magnús Trygvason Eliassen] – ja, maður gerir bara ráð fyrir að hann sé að tromma í öllum hljómsveitum þangað til maður kemst að öðru, Danni [Daníel Friðrik Böðvarsson] er svo í Þýskalandi að spila helling af súrkálsdjassi og túra með hljómsveitinni Pranke. Andri [Ólafsson] spilar náttúrulega út um alla veröld og var ein af ljósmæðrunum á Júníusar Meyvant plötunni – hann er líka að leggja parket og eignast börn. En við höfum alltaf verið að gefa út lag og lag.“Moses-menn á góðri stundu - Daníel með og allt. Mynd/Hörður SveinssonLögin Fjallaloft, Feikn, Trúnó og Snefill hafa öll gert það gott en þau eru á sínum stað á Fjallalofti ásamt sjö öðrum spánnýjum lögum.Hvernig ætlið þið að fylgja gripnum eftir? „Það verður útgáfupartí í Lucky Records á laugardaginn. Platan verður sett á fóninn og látin rúlla og við spilum eitthvað – Danni kemur til landsins á föstudaginn þannig að við verðum ekkert búnir að æfa neitt rosa mikið,“ segir Steingrímur hlæjandi, „en við reynum að spila eitthvað fallega saman. En aðalatriðið er að platan verður þarna og fólk að spóka sig á laugardegi getur kíkt við – það er alltaf gott að vera með tilefni til að fara eitthvað. Svo spilum við á Græna hattinum á Akureyri 15. júlí. Svo eru það bara veglegir útgáfutónleikar í haust, það er kannski svolítið upp í móti að ætla að kynna plötuna í sumar. Við tökum þessu rólega – okkur finnst bara gaman að spila og syngja. Platan er allavega tilbúin og vonandi finna hana sem flestir,“ segir Steingrímur að lokum en útgáfupartíið verður, eins og hann segir, á laugardaginn í Lucky Records klukkan 14.
Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira