Fyrstu laxarnir mættir í Langá á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2017 09:32 Tekist á við lax í Bárðarbungu í Langá á Mýrum sumarið 2016 Mynd: KL Langá á Mýrum er yfirleitt talin vera frekar mikil síðsumarsá og veiðimenn ekkert sérstaklega stressaðir þó það sjáist ekki margir laxar í henni fyrr en nær dregur seinni hluta júní. Þegar göngurnar mæta í Langá geta þær verið ansi stórar og það fer svo sannarlega ekki á milli mála þegar stór ganga mætir enda iðar neðsta svæðið við fossinn Skugga af lífi þegar það gerist. Nú ber svo til fregna að fréttir af fyrstu löxunum sem eru mættir í Langá berast Veiðivísi. Það hafa bæði sést laxar í Myrkhyl, Krókódíl og í Holunni sem er rétt fyrir ofan Sjávarfoss en Langá endar eins og þekkt er á fossi sem fellur beint í sjó. Það er nokkuð mikið vatn í ánni en ekkert óeðlilegt miðað við árstíma og er það svo að í Langá er yfirleitt betra að hafa nokkuð rúmlega meðalvatn þegar göngurnar byrja og það eru tvær ástæður fyrir því. Í litlu vatni eins og í fyrrasumar fer laxinn mun meira upp fossinn en þegar það er mikið vatn og þá um leið framhjá laxateljaranum þannig að það fæst ekki jafn nákvæm tala á stærð göngunnar. Hin ástæðan fyrir því að gott er að hafa mikið vatn í sumarbyrjun er að það hægir á gönguhraðanum. Í minna vatni er laxinn ansi fljótur að fara langt upp eftir og þá veiðist oft minna á skemmtilegustu veiðistöðunum neðan við þjóðveg. Það gæti því stefnst í hörkubyrjun í Langá en áinn opnar ekki fyrr en 20. júní. Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði
Langá á Mýrum er yfirleitt talin vera frekar mikil síðsumarsá og veiðimenn ekkert sérstaklega stressaðir þó það sjáist ekki margir laxar í henni fyrr en nær dregur seinni hluta júní. Þegar göngurnar mæta í Langá geta þær verið ansi stórar og það fer svo sannarlega ekki á milli mála þegar stór ganga mætir enda iðar neðsta svæðið við fossinn Skugga af lífi þegar það gerist. Nú ber svo til fregna að fréttir af fyrstu löxunum sem eru mættir í Langá berast Veiðivísi. Það hafa bæði sést laxar í Myrkhyl, Krókódíl og í Holunni sem er rétt fyrir ofan Sjávarfoss en Langá endar eins og þekkt er á fossi sem fellur beint í sjó. Það er nokkuð mikið vatn í ánni en ekkert óeðlilegt miðað við árstíma og er það svo að í Langá er yfirleitt betra að hafa nokkuð rúmlega meðalvatn þegar göngurnar byrja og það eru tvær ástæður fyrir því. Í litlu vatni eins og í fyrrasumar fer laxinn mun meira upp fossinn en þegar það er mikið vatn og þá um leið framhjá laxateljaranum þannig að það fæst ekki jafn nákvæm tala á stærð göngunnar. Hin ástæðan fyrir því að gott er að hafa mikið vatn í sumarbyrjun er að það hægir á gönguhraðanum. Í minna vatni er laxinn ansi fljótur að fara langt upp eftir og þá veiðist oft minna á skemmtilegustu veiðistöðunum neðan við þjóðveg. Það gæti því stefnst í hörkubyrjun í Langá en áinn opnar ekki fyrr en 20. júní.
Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði