Íslandsmót í uppnámi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. maí 2017 07:00 Æ, þetta var eitthvað misheppnað, fundurinn hjá þingnefndinni með Ólafi. Það var alveg eðlilegt að hann kæmi fyrir nefndina og fengi að gera grein fyrir sínum skoðunum á skýrslu sem Alþingi lét gera, hann reyndist jú meginviðfang skýrslunnar. Það að hann yrði að koma með einhver ný gögn, eins og sumir nefndarmenn kröfðust, gat ekki verið forsenda þess að hann fengi fund með nefndinni, það var alveg eðlilegt að þingnefndin ætti samtal við hann. Ég er ekkert viss um að Ólafur hafi grætt á því að fá þennan fund, til þess er málstaður hans einfaldlega of vondur. En meira að segja vondur málstaður á rétt á því að heyrast og reyndar nauðsynlegt að hann geri það. Þannig fer fram umræða og hið sanna og rétta kemur í ljós. En mér fannst þingmennirnir ekki heldur koma vel frá þessum fundi. Spennustigið var full hátt. Þau voru að keppast um að vera reið og sár fyrir hönd þjóðarinnar og svolítið stressuð yfir því að næsti maður væri reiðari og sárari. Ef málstaður Ólafs hefði ekki verið svona vita vonlaus, þá hefði frammistaða sumra þeirra jafnvel getað orðið honum að gagni. Á þessu voru þó undantekningar. Mér fannst þær Hildur Sverrisdóttir og Lilja Alfreðsdóttir standa sig vel, spurningar sem komu frá þeim voru yfirvegaðar og gagnlegar og til þess fallnar að varpa ljósi á málið. Og um það snýst þetta, að læra af sögunni, leiða fram staðreyndir máls, en ekki að keppa í því hver var nú reiðastur eða í mestu uppnámi þann daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun
Æ, þetta var eitthvað misheppnað, fundurinn hjá þingnefndinni með Ólafi. Það var alveg eðlilegt að hann kæmi fyrir nefndina og fengi að gera grein fyrir sínum skoðunum á skýrslu sem Alþingi lét gera, hann reyndist jú meginviðfang skýrslunnar. Það að hann yrði að koma með einhver ný gögn, eins og sumir nefndarmenn kröfðust, gat ekki verið forsenda þess að hann fengi fund með nefndinni, það var alveg eðlilegt að þingnefndin ætti samtal við hann. Ég er ekkert viss um að Ólafur hafi grætt á því að fá þennan fund, til þess er málstaður hans einfaldlega of vondur. En meira að segja vondur málstaður á rétt á því að heyrast og reyndar nauðsynlegt að hann geri það. Þannig fer fram umræða og hið sanna og rétta kemur í ljós. En mér fannst þingmennirnir ekki heldur koma vel frá þessum fundi. Spennustigið var full hátt. Þau voru að keppast um að vera reið og sár fyrir hönd þjóðarinnar og svolítið stressuð yfir því að næsti maður væri reiðari og sárari. Ef málstaður Ólafs hefði ekki verið svona vita vonlaus, þá hefði frammistaða sumra þeirra jafnvel getað orðið honum að gagni. Á þessu voru þó undantekningar. Mér fannst þær Hildur Sverrisdóttir og Lilja Alfreðsdóttir standa sig vel, spurningar sem komu frá þeim voru yfirvegaðar og gagnlegar og til þess fallnar að varpa ljósi á málið. Og um það snýst þetta, að læra af sögunni, leiða fram staðreyndir máls, en ekki að keppa í því hver var nú reiðastur eða í mestu uppnámi þann daginn.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun