Eldisfiskur gerir vart við sig í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2017 13:00 Einn af þremur eldisfiskum sem veiddust í Hlíðarvatni í vikunni, Mynd: Ólafur Magnússon Það er afskaplega erfið barátta sem stangveiðimenn og aðrir sem vilja vernda Íslensk veiðivötn og ár heyja og virðist oft sem talað sé fyrir daufum eyrum þegar áformum um aukið sjókvíaeldi er mótmælt. Fiskeldisfyrirtækin hafa sagt að fiskur eigi ekki að sleppa úr kvíum og það sé bara liðin tíð að svoleiðis slys eigi sér stað þrátt fyrir að tvö tilvik um mikið magn regnbogasilungs hafi sloppið úr kvíum í vetur sem voru tilkynnt og þriðja tilfellið sem ekki hefur ennþá verið viðurkennt af eldismönnum. Það er víst búið að skrifa mikið af greinum frá báðum aðilum hvorum málstaðnum í vil og greinarhöfundur hér þarf ekkert að leyna því að öll áform um þessi stóru kvíaeldi sem virðast vera í kortunum hugnast mér ekki. Ein af stóru ástæðum þess að þessu eldi er mótmælt eru slysasleppingar sem er óhjákvæmileg afleiðing eldis og það er engin leið til að koma 100% í veg fyrir það nema vera með eldið upp á landi. Þessar slysasleppingar valda svo því að í þessari viku er staðfest að þrír regnbogasilungar hafa veiðst í Hlíðarvatni. Ef það veiðast þrír hvað eru þá margir óveiddir í vatninu? Regnbogasilungur á sem betur fer ekki gott með að fjölga sér hérlendis þó hann sleppi úr kvíum nema í hlýju vatni en hvað ef þetta er frjór norskur lax í Norðurá? Eldismenn hafa sagt að það eigi ekki að hafa nein áhrif þó það verði einhver blöndun og hafa þar Einar K. Guðfinnsson fremstan í flokki með þau rök. Nú ég ætla þá bara að ná í nokkrar norskar kýr eða hesta og sleppa þeim í lokað girt tún með þeirri von um að þau sleppi ekki og skelli sér í stóðlífi með innlendum búfénaði. Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Það er afskaplega erfið barátta sem stangveiðimenn og aðrir sem vilja vernda Íslensk veiðivötn og ár heyja og virðist oft sem talað sé fyrir daufum eyrum þegar áformum um aukið sjókvíaeldi er mótmælt. Fiskeldisfyrirtækin hafa sagt að fiskur eigi ekki að sleppa úr kvíum og það sé bara liðin tíð að svoleiðis slys eigi sér stað þrátt fyrir að tvö tilvik um mikið magn regnbogasilungs hafi sloppið úr kvíum í vetur sem voru tilkynnt og þriðja tilfellið sem ekki hefur ennþá verið viðurkennt af eldismönnum. Það er víst búið að skrifa mikið af greinum frá báðum aðilum hvorum málstaðnum í vil og greinarhöfundur hér þarf ekkert að leyna því að öll áform um þessi stóru kvíaeldi sem virðast vera í kortunum hugnast mér ekki. Ein af stóru ástæðum þess að þessu eldi er mótmælt eru slysasleppingar sem er óhjákvæmileg afleiðing eldis og það er engin leið til að koma 100% í veg fyrir það nema vera með eldið upp á landi. Þessar slysasleppingar valda svo því að í þessari viku er staðfest að þrír regnbogasilungar hafa veiðst í Hlíðarvatni. Ef það veiðast þrír hvað eru þá margir óveiddir í vatninu? Regnbogasilungur á sem betur fer ekki gott með að fjölga sér hérlendis þó hann sleppi úr kvíum nema í hlýju vatni en hvað ef þetta er frjór norskur lax í Norðurá? Eldismenn hafa sagt að það eigi ekki að hafa nein áhrif þó það verði einhver blöndun og hafa þar Einar K. Guðfinnsson fremstan í flokki með þau rök. Nú ég ætla þá bara að ná í nokkrar norskar kýr eða hesta og sleppa þeim í lokað girt tún með þeirri von um að þau sleppi ekki og skelli sér í stóðlífi með innlendum búfénaði.
Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði