Ný kvikmynd með Rihönnu í aðalhlutverki byggð á tísti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:23 Kveikjan að þessu öllu: Rihanna og Lupita Nyong'o á tískusýningu fyrir þremur árum síðan. Vísir/Getty Rihanna og Lupita Nyong‘o munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd leikstjórans Ava DuVernay. Athygli vekur að kvikmyndin verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda en tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á kvikmyndinni „Rihanna lítur út fyrir að svindla á ríkum, hvítum karlmönnum og Lupita er tölvunördinn og besta vinkonan sem hjálpar til við að skipuleggja svindlin,“ segir um ljósmyndina í tístinu sem sent var út í apríl síðastliðnum. Á myndinni sitja stjörnurnar tvær ábúðarfullar og fylgjast með tískusýningu.Rihanna looks like she scams rich white men and lupita is the computer smart best friend that helps plan the scans https://t.co/PhWs1xd3nj— WHOOPHERASSKOURTNI (@1800SADGAL) April 18, 2017 Rihanna og Nyong‘o létu báðar í ljós áhuga á verkefninu eftir að tístið vakti heimsathygli. Í kjölfarið vildu DeVernay, sem leikstýrði kvikmyndinni Selmu, og handritshöfundurinn Issa Rae ljá kvikmyndinni krafta sína. Hugmyndin var svo kynnt fyrir kvikmyndaverum og framleiðendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni, sem fer nú fram í Frakklandi, og varð bandaríska efnisveitan Netflix hlutskörpust í þeirri baráttu. Stefnt er að því að kvikmyndin komi út á næsta ári. Stórsöngkonan Rihanna hefur nokkuð látið til sín taka í kvikmyndageiranum en næst má sjá hana fara með hlutverk í kvikmyndinni Ocean‘s Eight. Þá mun Lupita Nyong‘o, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave, leika í næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi. Cannes Netflix Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rihanna og Lupita Nyong‘o munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd leikstjórans Ava DuVernay. Athygli vekur að kvikmyndin verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda en tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á kvikmyndinni „Rihanna lítur út fyrir að svindla á ríkum, hvítum karlmönnum og Lupita er tölvunördinn og besta vinkonan sem hjálpar til við að skipuleggja svindlin,“ segir um ljósmyndina í tístinu sem sent var út í apríl síðastliðnum. Á myndinni sitja stjörnurnar tvær ábúðarfullar og fylgjast með tískusýningu.Rihanna looks like she scams rich white men and lupita is the computer smart best friend that helps plan the scans https://t.co/PhWs1xd3nj— WHOOPHERASSKOURTNI (@1800SADGAL) April 18, 2017 Rihanna og Nyong‘o létu báðar í ljós áhuga á verkefninu eftir að tístið vakti heimsathygli. Í kjölfarið vildu DeVernay, sem leikstýrði kvikmyndinni Selmu, og handritshöfundurinn Issa Rae ljá kvikmyndinni krafta sína. Hugmyndin var svo kynnt fyrir kvikmyndaverum og framleiðendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni, sem fer nú fram í Frakklandi, og varð bandaríska efnisveitan Netflix hlutskörpust í þeirri baráttu. Stefnt er að því að kvikmyndin komi út á næsta ári. Stórsöngkonan Rihanna hefur nokkuð látið til sín taka í kvikmyndageiranum en næst má sjá hana fara með hlutverk í kvikmyndinni Ocean‘s Eight. Þá mun Lupita Nyong‘o, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave, leika í næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi.
Cannes Netflix Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira