Frelsi einstaklingsins Helga Vala Helgadóttir skrifar 29. maí 2017 07:00 „Frelsi einstaklingsins er grunnurinn að sanngjörnu og umburðarlyndu samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum lífsháttum.“ Svo segir í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem eins og margir aðrir frjálslyndir flokkar telja þetta með mikilvægustu grunngildum sínum. Í tíð síðustu ríkisstjórnar sat gegnheill sjálfstæðismaður í stól menntamálaráðherra. Kom hann því til leiðar að steypa alla framhaldsskóla landsins í sama mót. Með skyldustyttingu náms úr fjórum árum í þrjú framkvæmdi hann það að val einstaklings til náms er lítið sem ekkert. Menntaskólum fækkar, nemendur, sem áður gátu valið um að stytta framhaldsskóladvöl sína í þrjú ár, hafa ekkert val lengur. Menntaskólum, eins og MR, Versló og MA, sem miðuðu nám sitt við fjögur ár en ekki þrjú var bannað að halda því áfram því ráðherra hafði tekið ákvörðun um að allir skyldu vera eins. Allir framhaldsskólar landsins skyldu steyptir í sama mót, þrjú ár skyldi það taka að ljúka stúdentsprófi því hagfræðileg úttekt sagði það gott fyrir efnahagslífið. Þetta fór nánast án umræðu í gegnum þing og samfélag. Nú er þessu fyrsta ári lokið. Sjálf hef ég fylgst með því gríðarlega álagi sem hvílir á nemendum á fyrsta ári í MR og heyrði ég að fall á fyrsta ári í þessari elstu menntastofnun landsins hefði verið nærri fjörutíu prósent! Búið er að skerða menntun þeirra svo þau koma verr undirbúin inn í háskólana. Búið er að minnka gæði skólaáranna því félagsstarf og tómstundir komast lítt fyrir í sólarhringnum. Hvað liggur á? Við lifum lengur en áður var en höfum látið hagfræðirannsóknir segja okkur að verja styttri tíma í framhaldsskóla. Hvernig gat þetta gerst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
„Frelsi einstaklingsins er grunnurinn að sanngjörnu og umburðarlyndu samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum lífsháttum.“ Svo segir í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem eins og margir aðrir frjálslyndir flokkar telja þetta með mikilvægustu grunngildum sínum. Í tíð síðustu ríkisstjórnar sat gegnheill sjálfstæðismaður í stól menntamálaráðherra. Kom hann því til leiðar að steypa alla framhaldsskóla landsins í sama mót. Með skyldustyttingu náms úr fjórum árum í þrjú framkvæmdi hann það að val einstaklings til náms er lítið sem ekkert. Menntaskólum fækkar, nemendur, sem áður gátu valið um að stytta framhaldsskóladvöl sína í þrjú ár, hafa ekkert val lengur. Menntaskólum, eins og MR, Versló og MA, sem miðuðu nám sitt við fjögur ár en ekki þrjú var bannað að halda því áfram því ráðherra hafði tekið ákvörðun um að allir skyldu vera eins. Allir framhaldsskólar landsins skyldu steyptir í sama mót, þrjú ár skyldi það taka að ljúka stúdentsprófi því hagfræðileg úttekt sagði það gott fyrir efnahagslífið. Þetta fór nánast án umræðu í gegnum þing og samfélag. Nú er þessu fyrsta ári lokið. Sjálf hef ég fylgst með því gríðarlega álagi sem hvílir á nemendum á fyrsta ári í MR og heyrði ég að fall á fyrsta ári í þessari elstu menntastofnun landsins hefði verið nærri fjörutíu prósent! Búið er að skerða menntun þeirra svo þau koma verr undirbúin inn í háskólana. Búið er að minnka gæði skólaáranna því félagsstarf og tómstundir komast lítt fyrir í sólarhringnum. Hvað liggur á? Við lifum lengur en áður var en höfum látið hagfræðirannsóknir segja okkur að verja styttri tíma í framhaldsskóla. Hvernig gat þetta gerst?
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun