Ekki töff að vera neikvæður og í fýlu Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 11. maí 2017 11:30 Svala hafði í nógu að snúast eftir keppnina á þriðjudaginn enda vildu ótal blaðamenn ná tali af henni. vÍSIR/BENEDIKT Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er afar ánægð með að hafa tekið þátt í Eurovision. Hún hefur nú fengið ótal boð um að syngja lagið Paper víða um Evrópu og segir að niðurrif og fýla borgi sig ekki. „Við skulum ekki vera neikvæð og fara að rífa niður. Það er svo ótrúlegt auðvelt að detta í neikvæðu hugsanirnar og við skulum ekki fara þangað. Maður á að vera jákvæður, ekki sjá eftir hlutum og standa með sínu. Að hugsa neikvætt og fara í fýlu – það er ekki töff,“ segir Svala sem gekk stolt af sviðinu í Kænugarði á þriðjudaginn. Þriðja árið í röð er það hlutskipti Íslands að komast ekki áfram úr forkeppninni. Töluvert var baulað í blaðamannahöllinni eftir keppnina þegar ljóst var að lönd eins og Georgía, Albanía og Finnland auk Íslands sátu eftir með sárt ennið. Svala kynntist nokkrum af þessum flytjendum og segir hún að hún sé lítið að pæla í hvort það sé pólitík á bak við hvert atkvæði. „Ég er ekkert að pæla í því. Ég veit ekki af hverju þessi lög voru valin en ekki önnur. Ég var að gefa mig alla í þetta eins og sú albanska og stelpan frá Georgíu sem eru rosalegar söngkonur. Fólk velur eins og það velur og ég hef ekki svar við því af hverju það gerir það þannig.“ Lagið snerti við mörgumSvala segir orkuna í salnum hafa gefið sér mikið og henni leið vel á sviðinu þrátt fyrir að tugir milljóna hafi verið að horfa. „Mér leið vel og þetta lag er búið að snerta marga út um allan heim. Instagram-síðan mín er að fyllast af skilaboðum alls staðar að úr Evrópu þar sem fólk er að segja mér að lagið hafi snert við sér. Það er ótrúlega mikill sigur fyrir mig að hafa komið laginu til skila svona víða.“ Hún segir að vissulega hefði hún viljað komast áfram en þó þær dyr séu nú lokaðar hefur þátttaka hennar opnað fleiri. „Þetta er búið að vera svo mögnuð reynsla og mikið ævintýri. Ég hef kynnst fullt af fólki alls staðar að úr heiminum. Það eru strax farnar að opnast dyr fyrir mig sem lagahöfund þannig að ég geng sátt frá borði og ég sé ekki eftir neinu.“„Ég myndi segja við alla tónlistarmenn sem vilja prófa að fara í svona keppni að gera það. Maður verður reynslunni ríkari og það er fullt af tækifærum sem skapast. Ég sé ekki eftir neinu.“ Svala segist þegar vera komin með boð um að syngja lagið og fleiri séu á leiðinni. „Ég fór algjörlega með boðskapinn alla leið og ég fór alla leið að tala um það sem ég hef gengið í gegn um. Það var að hjálpa mörgum og ég veit að ég þarf að flytja þetta lag trúlega 100 þúsund sinnum í viðbót út um alla Evrópu. Nú þegar eru komin tilboð þar sem ég mun syngja Paper aftur og aftur og aftur og það verður frábært.“ Eurovision Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er afar ánægð með að hafa tekið þátt í Eurovision. Hún hefur nú fengið ótal boð um að syngja lagið Paper víða um Evrópu og segir að niðurrif og fýla borgi sig ekki. „Við skulum ekki vera neikvæð og fara að rífa niður. Það er svo ótrúlegt auðvelt að detta í neikvæðu hugsanirnar og við skulum ekki fara þangað. Maður á að vera jákvæður, ekki sjá eftir hlutum og standa með sínu. Að hugsa neikvætt og fara í fýlu – það er ekki töff,“ segir Svala sem gekk stolt af sviðinu í Kænugarði á þriðjudaginn. Þriðja árið í röð er það hlutskipti Íslands að komast ekki áfram úr forkeppninni. Töluvert var baulað í blaðamannahöllinni eftir keppnina þegar ljóst var að lönd eins og Georgía, Albanía og Finnland auk Íslands sátu eftir með sárt ennið. Svala kynntist nokkrum af þessum flytjendum og segir hún að hún sé lítið að pæla í hvort það sé pólitík á bak við hvert atkvæði. „Ég er ekkert að pæla í því. Ég veit ekki af hverju þessi lög voru valin en ekki önnur. Ég var að gefa mig alla í þetta eins og sú albanska og stelpan frá Georgíu sem eru rosalegar söngkonur. Fólk velur eins og það velur og ég hef ekki svar við því af hverju það gerir það þannig.“ Lagið snerti við mörgumSvala segir orkuna í salnum hafa gefið sér mikið og henni leið vel á sviðinu þrátt fyrir að tugir milljóna hafi verið að horfa. „Mér leið vel og þetta lag er búið að snerta marga út um allan heim. Instagram-síðan mín er að fyllast af skilaboðum alls staðar að úr Evrópu þar sem fólk er að segja mér að lagið hafi snert við sér. Það er ótrúlega mikill sigur fyrir mig að hafa komið laginu til skila svona víða.“ Hún segir að vissulega hefði hún viljað komast áfram en þó þær dyr séu nú lokaðar hefur þátttaka hennar opnað fleiri. „Þetta er búið að vera svo mögnuð reynsla og mikið ævintýri. Ég hef kynnst fullt af fólki alls staðar að úr heiminum. Það eru strax farnar að opnast dyr fyrir mig sem lagahöfund þannig að ég geng sátt frá borði og ég sé ekki eftir neinu.“„Ég myndi segja við alla tónlistarmenn sem vilja prófa að fara í svona keppni að gera það. Maður verður reynslunni ríkari og það er fullt af tækifærum sem skapast. Ég sé ekki eftir neinu.“ Svala segist þegar vera komin með boð um að syngja lagið og fleiri séu á leiðinni. „Ég fór algjörlega með boðskapinn alla leið og ég fór alla leið að tala um það sem ég hef gengið í gegn um. Það var að hjálpa mörgum og ég veit að ég þarf að flytja þetta lag trúlega 100 þúsund sinnum í viðbót út um alla Evrópu. Nú þegar eru komin tilboð þar sem ég mun syngja Paper aftur og aftur og aftur og það verður frábært.“
Eurovision Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira