Milljónasti Porsche 911 af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2017 14:23 Milljónasti Porsche 911 er grænn Carrera S. Það tók Porsche 54 ár að framleiða eina milljón eintaka af hinum goðsagnarkennda Porsche 911 bíl. Milljónasti bíllinn er grænn 911 Carrera S og var hann framleiddur í verksmiðju Porsche í Zuffenhausen. Porsche 911 er hætt að vera söluhæsta bílgerð Porsche og seljast t.d. Macan og Cayenne í miklu meira magni en 911, en það er hinsvegar 911 bíllinn sem er táknmynd þessa fræga þýska sportbílaframleiðenda. Porsche kæmist til að mynda aldrei upp með að hætta framleiðslu 911 bílsins, því ekkert segir meira „Porsche“ en sá bíll. Porsche fullyrðir að meira en 70% allra þeirra Porsche 911 bíla sem framleiddir hafa verið séu enn ökuhæfir, en það er með ólíkindum fyrir framleiðslu til 54 ára. Það þýðir að yfir 700.000 Porsche 911 eru ganghæfir og til vitnis um þá gæðaframleiðslu sem 911 hefur ávallt verið og einnig til vitnis um væntumþykju eigenda bílanna. Smíðagæði Porsche 911 hefur margoft komið bílnum efst á lista yfir áreiðanlega bíla. Þessi milljónasti græni Porsche 911 Carrera S mun fara á næstu mánuðum um allan heim í tilefni tímamótanna, þar á meðal til skosku hálandanna, á Nürburgring brautina, til New York, Kína og víðar. Eftir ferðalagið verður honum svo komið fyrir á Porsche safninu í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart.Stoltir starfsmenn Porsche við milljónasta 911 bílinn.Gullfallegur milljónasti Porsche 911 bíllinn. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Það tók Porsche 54 ár að framleiða eina milljón eintaka af hinum goðsagnarkennda Porsche 911 bíl. Milljónasti bíllinn er grænn 911 Carrera S og var hann framleiddur í verksmiðju Porsche í Zuffenhausen. Porsche 911 er hætt að vera söluhæsta bílgerð Porsche og seljast t.d. Macan og Cayenne í miklu meira magni en 911, en það er hinsvegar 911 bíllinn sem er táknmynd þessa fræga þýska sportbílaframleiðenda. Porsche kæmist til að mynda aldrei upp með að hætta framleiðslu 911 bílsins, því ekkert segir meira „Porsche“ en sá bíll. Porsche fullyrðir að meira en 70% allra þeirra Porsche 911 bíla sem framleiddir hafa verið séu enn ökuhæfir, en það er með ólíkindum fyrir framleiðslu til 54 ára. Það þýðir að yfir 700.000 Porsche 911 eru ganghæfir og til vitnis um þá gæðaframleiðslu sem 911 hefur ávallt verið og einnig til vitnis um væntumþykju eigenda bílanna. Smíðagæði Porsche 911 hefur margoft komið bílnum efst á lista yfir áreiðanlega bíla. Þessi milljónasti græni Porsche 911 Carrera S mun fara á næstu mánuðum um allan heim í tilefni tímamótanna, þar á meðal til skosku hálandanna, á Nürburgring brautina, til New York, Kína og víðar. Eftir ferðalagið verður honum svo komið fyrir á Porsche safninu í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart.Stoltir starfsmenn Porsche við milljónasta 911 bílinn.Gullfallegur milljónasti Porsche 911 bíllinn.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent