Expeditions Viking: Óslípaður demantur Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 14:30 Spilarar þurfa að safna liði og ferðast til Bretlands til að halda heimabæ sínum, Skjern. Logic Artists Expeditions Viking ætlaði að verða einn af betri leikjum sem ég hef spilað um nokkurt skeið. Ég rakst á þennan leik á Steam um daginn og ákvað að skella mér á hann. Þá var EV nýkominn út frá litlu framleiðendunum Logic Artists í Kaupmannahöfn. Í fyrstu trúði ég varla hvurslags gullmola ég hafði lent á. Sagan og sögusviðið heillaði mig og mér finnst bardagakerfið, sem er turn based, skemmtilegt og jafnvel erfitt. Það er þó mikið af göllum í leiknum og á endanum gafst ég upp. Í stuttu máli sagt þá setur EV spilara í hlutverk ungs Thegns í Jótlandi í Danmörku undir lok áttundu aldar. Faðir spilara dó í Bretlandi og skildi allt eftir sig í rúst í þorpinu Skjern. Spilarar þurfa að safna peningum og auðlindum til þess að byggja Skjern upp og auka völd ættbálksins, svo mannfjandi sem heitir Skúli taki ekki völdin í Skjern. Því þurfa spilarar að safna saman liði og fara til Bretlands til að ræna og rupla, eða versla við heimamenn í friðsemd. Allt er þetta þó gert í kappi við tímann, því þegar haustar mun fíflið Skúli ráðast gegn þér.(Smá tip. Ef einhverjir vaða í þennan er best að kynna sér hvað Power og Prosperity gera fyrir leikinn, þegar kemur að því að byggja Skjern upp.) Persónur leiksins eru skemmtilegar og forvitnilegar. Þá virðist umfang leiksins í fyrstu vera gríðarlega stórt. Það er stórt, en það gæti verið svo miklu stærra. Spilarar geta fundið kirkjur og klaustur til að ræna eða vinna ýmis verkefni fyrir kónga og aðra í Bretlandi. Þar að auki er mögulegt að mynda gríðarstóran her og leggja Bretland undir sig. Eitt sem ég kunni að meta við leikinn er þó, og þetta mun hljóma hræðilega, að það er hægt að drepa börn. Nú er ég ekki að segja að barnadráp séu frábær, en það er ánægjulegt að sjá framleiðendur gera það mögulegt þegar það er í samræmi við sögusvið leiksins, eins og þegar víkingar ráðast á þorp til að rupla þar og ræna.Mögulegt er að mynda gríðarstóran her og leggja Bretland undir sig.Logic ArtistsEndaði í fýluferð Ég reyndi tvisvar sinnum að spila mig í gegnum leikinn. Í fyrra skiptið lenti ég í vandræðum vegna smá galla og vanþekkingar sem eyðilagði eitt stærsta verkefni leiksins og ég byrjaði upp á nýtt og passaði mig að fara ekki sömu leið og áður. Í seinna skiptið var ég búinn að leysa öll þau verkefni sem voru í boði, og ekkert nýtt verkefni kom upp. Ég gat ekkert gert. Haustið kom og ég fékk meldingu um að helvítið hann Skúli hefði sigrað mig. Ég átti samt eitt save sem ég fór aftur í og tókst þá að fá upp meldinguna um að mæta á Alþingið þar sem drullusokkurinn Skúli boð konunginn um að fá að eiga Skjern, af því að ég væri svo mikill auli. Án þess að skemma eitthvað hafði mér tekist á fá konunginn með mér í lið, en samt kom til orrustu. Eftir að ég vann hana fraus leikurinn í miðju loading og einhvern veginn tókst mér að eyðileggja save-in mín. Ég gat ekki loadað neitt, nema að fara aftur langt til baka. Fyrra skiptið var mögulega bara mér að kenna en það var seinna skiptið ekki. Því tók ég þá, að mér finnst eðlilegu, ákvörðun að fara í fýlu og ég hef ekki snert á leiknum síðan. Það sem ég hef þó gert er að fylgjast með leiknum og bíða eftir fleiri plástrum sem að laga gallana og jafnvel bæta einhverju við leikinn. Ef það verður gert þá mun ég ekki hika við að stökkva um borð í næsta langskip og skella mér aftur til Bretlands. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Expeditions Viking ætlaði að verða einn af betri leikjum sem ég hef spilað um nokkurt skeið. Ég rakst á þennan leik á Steam um daginn og ákvað að skella mér á hann. Þá var EV nýkominn út frá litlu framleiðendunum Logic Artists í Kaupmannahöfn. Í fyrstu trúði ég varla hvurslags gullmola ég hafði lent á. Sagan og sögusviðið heillaði mig og mér finnst bardagakerfið, sem er turn based, skemmtilegt og jafnvel erfitt. Það er þó mikið af göllum í leiknum og á endanum gafst ég upp. Í stuttu máli sagt þá setur EV spilara í hlutverk ungs Thegns í Jótlandi í Danmörku undir lok áttundu aldar. Faðir spilara dó í Bretlandi og skildi allt eftir sig í rúst í þorpinu Skjern. Spilarar þurfa að safna peningum og auðlindum til þess að byggja Skjern upp og auka völd ættbálksins, svo mannfjandi sem heitir Skúli taki ekki völdin í Skjern. Því þurfa spilarar að safna saman liði og fara til Bretlands til að ræna og rupla, eða versla við heimamenn í friðsemd. Allt er þetta þó gert í kappi við tímann, því þegar haustar mun fíflið Skúli ráðast gegn þér.(Smá tip. Ef einhverjir vaða í þennan er best að kynna sér hvað Power og Prosperity gera fyrir leikinn, þegar kemur að því að byggja Skjern upp.) Persónur leiksins eru skemmtilegar og forvitnilegar. Þá virðist umfang leiksins í fyrstu vera gríðarlega stórt. Það er stórt, en það gæti verið svo miklu stærra. Spilarar geta fundið kirkjur og klaustur til að ræna eða vinna ýmis verkefni fyrir kónga og aðra í Bretlandi. Þar að auki er mögulegt að mynda gríðarstóran her og leggja Bretland undir sig. Eitt sem ég kunni að meta við leikinn er þó, og þetta mun hljóma hræðilega, að það er hægt að drepa börn. Nú er ég ekki að segja að barnadráp séu frábær, en það er ánægjulegt að sjá framleiðendur gera það mögulegt þegar það er í samræmi við sögusvið leiksins, eins og þegar víkingar ráðast á þorp til að rupla þar og ræna.Mögulegt er að mynda gríðarstóran her og leggja Bretland undir sig.Logic ArtistsEndaði í fýluferð Ég reyndi tvisvar sinnum að spila mig í gegnum leikinn. Í fyrra skiptið lenti ég í vandræðum vegna smá galla og vanþekkingar sem eyðilagði eitt stærsta verkefni leiksins og ég byrjaði upp á nýtt og passaði mig að fara ekki sömu leið og áður. Í seinna skiptið var ég búinn að leysa öll þau verkefni sem voru í boði, og ekkert nýtt verkefni kom upp. Ég gat ekkert gert. Haustið kom og ég fékk meldingu um að helvítið hann Skúli hefði sigrað mig. Ég átti samt eitt save sem ég fór aftur í og tókst þá að fá upp meldinguna um að mæta á Alþingið þar sem drullusokkurinn Skúli boð konunginn um að fá að eiga Skjern, af því að ég væri svo mikill auli. Án þess að skemma eitthvað hafði mér tekist á fá konunginn með mér í lið, en samt kom til orrustu. Eftir að ég vann hana fraus leikurinn í miðju loading og einhvern veginn tókst mér að eyðileggja save-in mín. Ég gat ekki loadað neitt, nema að fara aftur langt til baka. Fyrra skiptið var mögulega bara mér að kenna en það var seinna skiptið ekki. Því tók ég þá, að mér finnst eðlilegu, ákvörðun að fara í fýlu og ég hef ekki snert á leiknum síðan. Það sem ég hef þó gert er að fylgjast með leiknum og bíða eftir fleiri plástrum sem að laga gallana og jafnvel bæta einhverju við leikinn. Ef það verður gert þá mun ég ekki hika við að stökkva um borð í næsta langskip og skella mér aftur til Bretlands.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira