Aron Jarl konungur driftsins Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 10:45 Aron Jarl við BMW bíl sinn og fagnar enn einum sigrinum. Aron Jarl Hillers er akstursíþróttamaður ársins 2016. Aron hefur verið viðloðinn drift á Íslandi síðan á upphafsdögum þess. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í íþróttinni og þykir með eindæmum góður talsmaður íþróttarinnar. Hann er Íslandsmeistari 2016 og hafði sigur í 3 af 6 keppnum sumarsins. Í tveimur þeirra vann hann til silfurverðlauna og í einni lenti hann í 4. sæti. Aron hefur lagt sig allan fram við uppbyggingu sportsins undanfarin ár, bæði með því að koma vel fram innan brautar sem utan. Keppnislið hans Team Jarlinn hefur undir styrktri stjórn Arons unnið að því að færa driftið á Íslandi á hærri stall hvað útbúnað bíla og frammistöðu í keppnum varðar. Auk þess að vera Íslandsmeistari í drifti 2016 tókst Aroni að vinna til gullverðlauna í öllum þeim keppnisgreinum sem hann skráði sig í á Bíladögum á Akureyri, það er Drift, Götuspyrnu og Auto-X, en það verður að teljast bærilegur árangur.Hvers vegna byrjaðir Aron í akstursíþróttum?Bíladellan hófst snemma hjá Aroni sem var mikið fyrir hraða sem barn. Dellan jókst og áhuginn á að verða góður að keyra yfirtók allt á bílprófsárunum. “Ég byrjaði á Toyota Corollu GTI af 1988 árgerð, sem var ekki mikill akstursbíll, eignaðist svo Peugeot 205 GTI sem var og er einn skemmtilegasti framdrifsbíll sem ég hef ekið. Ég lærði mikið að aka framdrifsbíl á honum og var snöggur að finna hvar mörkin voru í beygjum, en sá bíll yfirstýrði mikið og lærði ég að höndla þennan bíl afar vel. Þegar ég var 19 ára eignaðist ég fyrsta BMW-inn, 325i e30 með læstu drifi, bíl sem ég mátti ekki kaupa þegar ég var 17 ára. Þá byrjaði ég að drifta og læra eins vel og ég gat á hann”.Hefur átt tíu BMW e30 bíla“Ég fann strax að ég hafði hæfileika fram yfir vini mína, áhuginn jókst alltaf meira og meira. Ég hef átt yfir tíu svona e30 bíla og þekki þá orðið mjög vel. Ástríðan fyrir því að vera góður að keyra jókst með árunum og kunnáttan með. Það var byrjað að keppa í drifti á þessum tíma og að sjálfsögðu vildi maður vera með, það gekk mjög vel alveg frá fyrstu keppni. Árið 2008 varð ég fyrst íslandsmeistari og ástríðan varð alltaf meiri. Árið eftir vann ég allar 5 keppnirnar sem haldnar voru í Íslandsmótinu og sýndi yfirburði og efni í framtíðar ökumann í þessu sporti. Var meðal annars tilnefndur sem akstursíþróttarmaður ársins 2009. Erfitt var að koma sér á framfæri þar sem sportið var nýtt og ekki mikil umfjöllun um það”.Hvað er svona erfitt og sérstakt við drift? Drift er sú akstursíþrótt sem er hvað mest stækkandi í Mótorsporti í dag, það sem heillaði mig mest við drift er að þú þarft að finna hvar mörkin eru, leyfir bílnum að fara úr því að liggja á veginum yfir í að vera nánast stjórnlaus en ert samt með fulla stjórn á bílnum. Þessi upplifun er sérstök og kallar fram smá afrenalín hjá flestum. Þetta er töluverð æfing og skilningur hvernig bíllinn hegðar sér, en bílar eru líka mjög mismunandi.Að ná tökum á keppnistækinu er mikil list, en hvernig undirbýrð þú þig fyrir keppni?Ég fer alltaf yfir bílinn svolítið áður en keppni byrjar og sé til þess að allt sé í lagi og standist skoðun. Ég er búinn að velja mér dekk nokkrum dögum áður, en dekkjaval spilar stóran þátt í þessu. Dagsformið skiptir miklu máli, hugsa jákvætt og það mikilvægasta er að hafa trú á sjálfum þér. Ef eitthvað neikvætt kemur upp er best að loka á það strax. Ég hitti mikinn meistara fyrir nokkrum árum sem heitir Reynir Þór Reynisson, hann kenndi mér að þjálfa undirmeðvitundina sem grípur inn ef eitthvað fer úrskeiðis í miðjum akstri. Það hefur hjálpað mér mikið að ná langt. Hausinn er mesti óvinur manns ef eitthvað kemur uppá.Hvað er mikilvægast í smíðinni og hvernig vinnur þú að markmiðunum?Bíllinn er af gerðinni BMW e30 og árgerð 1990. Ég keppti á þessum bíl árið 2010 og varð Íslandsmeistari, ég seldi svo vini mínum bílinn en keypti hann aftur 2015. Fyrir sumarið fór veturinn í að breyta bílnum í fullsmíðaðan keppnisbíl með veltibúri og því sem þarf til að keyra í opnum flokki. Eftir pásu í mótorsporti hafði ég ákveðið að setja markmið að gera eins vel og ég gæti sumarið 2016 með þessum bíl. Mótorinn setti ég upp sjálfur árið 2010 en hann er upphaflega 2.5L 24v en ég stækkaði rúmtakið upp í 3 lítra með sveifarás úr nýrri BMW. Ég smíðaði á hann turbínu úr Mercedes 6.4L dísil sendibíl sem þótti stór á þeim tíma. Bíllinn skilar um 500 höstöflum við 1.6 Bar blástur og vigtar ekki nema 1140 kg tilbúinn í keppni. Ég náði í sumar besta kvartmílutíma sem BMW hefur náð á Íslandi sem er 11.005 á 128.9 mílum. Bíllinn hentar líka vel í kappakstri og keppti ég einnig í því í sumar. Mikilvægast til að ná markmiðum er að trúa á það sem þú ert að gera, breyta rétt. Vera ekki alltaf að breyta, vinna frekar með það sem þú ert með í höndunum og kunna frekar á tækið. Áræðanleiki skilar sér ef menn halda sig við þetta.Getur þú gefið þeim sem eru að byrja einhver góð ráð?Ég hef gaman af því ráðleggja mönnum sem vilja læra og taka mark á því sem sagt er. Aðalatriði er að vera með traustan bíl og ekki fúska, það eru því miður of margir sem fúska í þessu sporti. Góður driftbíll þarf að geta beygt vel, hafa driflæsingu og höndla vel. Besti grunnurinn er að byrja á ekki of kraftmiklum bíl því menn læra mikið meira á bílinn og grunnatriðunum ef bíllinn þarf að hafa fyrir því að drifta. Ég var sjálfur í 5 ár aðeins með 200 hestöfl undir húddinu og lærði mest á því.Bimminn hans Arons í hefðbundinni gúmmílyktarframleiðslu.Bikarasafnið er stórt.Allt gert á hlið eins og lög gera ráð fyrir. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent
Aron Jarl Hillers er akstursíþróttamaður ársins 2016. Aron hefur verið viðloðinn drift á Íslandi síðan á upphafsdögum þess. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í íþróttinni og þykir með eindæmum góður talsmaður íþróttarinnar. Hann er Íslandsmeistari 2016 og hafði sigur í 3 af 6 keppnum sumarsins. Í tveimur þeirra vann hann til silfurverðlauna og í einni lenti hann í 4. sæti. Aron hefur lagt sig allan fram við uppbyggingu sportsins undanfarin ár, bæði með því að koma vel fram innan brautar sem utan. Keppnislið hans Team Jarlinn hefur undir styrktri stjórn Arons unnið að því að færa driftið á Íslandi á hærri stall hvað útbúnað bíla og frammistöðu í keppnum varðar. Auk þess að vera Íslandsmeistari í drifti 2016 tókst Aroni að vinna til gullverðlauna í öllum þeim keppnisgreinum sem hann skráði sig í á Bíladögum á Akureyri, það er Drift, Götuspyrnu og Auto-X, en það verður að teljast bærilegur árangur.Hvers vegna byrjaðir Aron í akstursíþróttum?Bíladellan hófst snemma hjá Aroni sem var mikið fyrir hraða sem barn. Dellan jókst og áhuginn á að verða góður að keyra yfirtók allt á bílprófsárunum. “Ég byrjaði á Toyota Corollu GTI af 1988 árgerð, sem var ekki mikill akstursbíll, eignaðist svo Peugeot 205 GTI sem var og er einn skemmtilegasti framdrifsbíll sem ég hef ekið. Ég lærði mikið að aka framdrifsbíl á honum og var snöggur að finna hvar mörkin voru í beygjum, en sá bíll yfirstýrði mikið og lærði ég að höndla þennan bíl afar vel. Þegar ég var 19 ára eignaðist ég fyrsta BMW-inn, 325i e30 með læstu drifi, bíl sem ég mátti ekki kaupa þegar ég var 17 ára. Þá byrjaði ég að drifta og læra eins vel og ég gat á hann”.Hefur átt tíu BMW e30 bíla“Ég fann strax að ég hafði hæfileika fram yfir vini mína, áhuginn jókst alltaf meira og meira. Ég hef átt yfir tíu svona e30 bíla og þekki þá orðið mjög vel. Ástríðan fyrir því að vera góður að keyra jókst með árunum og kunnáttan með. Það var byrjað að keppa í drifti á þessum tíma og að sjálfsögðu vildi maður vera með, það gekk mjög vel alveg frá fyrstu keppni. Árið 2008 varð ég fyrst íslandsmeistari og ástríðan varð alltaf meiri. Árið eftir vann ég allar 5 keppnirnar sem haldnar voru í Íslandsmótinu og sýndi yfirburði og efni í framtíðar ökumann í þessu sporti. Var meðal annars tilnefndur sem akstursíþróttarmaður ársins 2009. Erfitt var að koma sér á framfæri þar sem sportið var nýtt og ekki mikil umfjöllun um það”.Hvað er svona erfitt og sérstakt við drift? Drift er sú akstursíþrótt sem er hvað mest stækkandi í Mótorsporti í dag, það sem heillaði mig mest við drift er að þú þarft að finna hvar mörkin eru, leyfir bílnum að fara úr því að liggja á veginum yfir í að vera nánast stjórnlaus en ert samt með fulla stjórn á bílnum. Þessi upplifun er sérstök og kallar fram smá afrenalín hjá flestum. Þetta er töluverð æfing og skilningur hvernig bíllinn hegðar sér, en bílar eru líka mjög mismunandi.Að ná tökum á keppnistækinu er mikil list, en hvernig undirbýrð þú þig fyrir keppni?Ég fer alltaf yfir bílinn svolítið áður en keppni byrjar og sé til þess að allt sé í lagi og standist skoðun. Ég er búinn að velja mér dekk nokkrum dögum áður, en dekkjaval spilar stóran þátt í þessu. Dagsformið skiptir miklu máli, hugsa jákvætt og það mikilvægasta er að hafa trú á sjálfum þér. Ef eitthvað neikvætt kemur upp er best að loka á það strax. Ég hitti mikinn meistara fyrir nokkrum árum sem heitir Reynir Þór Reynisson, hann kenndi mér að þjálfa undirmeðvitundina sem grípur inn ef eitthvað fer úrskeiðis í miðjum akstri. Það hefur hjálpað mér mikið að ná langt. Hausinn er mesti óvinur manns ef eitthvað kemur uppá.Hvað er mikilvægast í smíðinni og hvernig vinnur þú að markmiðunum?Bíllinn er af gerðinni BMW e30 og árgerð 1990. Ég keppti á þessum bíl árið 2010 og varð Íslandsmeistari, ég seldi svo vini mínum bílinn en keypti hann aftur 2015. Fyrir sumarið fór veturinn í að breyta bílnum í fullsmíðaðan keppnisbíl með veltibúri og því sem þarf til að keyra í opnum flokki. Eftir pásu í mótorsporti hafði ég ákveðið að setja markmið að gera eins vel og ég gæti sumarið 2016 með þessum bíl. Mótorinn setti ég upp sjálfur árið 2010 en hann er upphaflega 2.5L 24v en ég stækkaði rúmtakið upp í 3 lítra með sveifarás úr nýrri BMW. Ég smíðaði á hann turbínu úr Mercedes 6.4L dísil sendibíl sem þótti stór á þeim tíma. Bíllinn skilar um 500 höstöflum við 1.6 Bar blástur og vigtar ekki nema 1140 kg tilbúinn í keppni. Ég náði í sumar besta kvartmílutíma sem BMW hefur náð á Íslandi sem er 11.005 á 128.9 mílum. Bíllinn hentar líka vel í kappakstri og keppti ég einnig í því í sumar. Mikilvægast til að ná markmiðum er að trúa á það sem þú ert að gera, breyta rétt. Vera ekki alltaf að breyta, vinna frekar með það sem þú ert með í höndunum og kunna frekar á tækið. Áræðanleiki skilar sér ef menn halda sig við þetta.Getur þú gefið þeim sem eru að byrja einhver góð ráð?Ég hef gaman af því ráðleggja mönnum sem vilja læra og taka mark á því sem sagt er. Aðalatriði er að vera með traustan bíl og ekki fúska, það eru því miður of margir sem fúska í þessu sporti. Góður driftbíll þarf að geta beygt vel, hafa driflæsingu og höndla vel. Besti grunnurinn er að byrja á ekki of kraftmiklum bíl því menn læra mikið meira á bílinn og grunnatriðunum ef bíllinn þarf að hafa fyrir því að drifta. Ég var sjálfur í 5 ár aðeins með 200 hestöfl undir húddinu og lærði mest á því.Bimminn hans Arons í hefðbundinni gúmmílyktarframleiðslu.Bikarasafnið er stórt.Allt gert á hlið eins og lög gera ráð fyrir.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent