„Trump-bólgan“ vestanhafs hætti áður en hún byrjaði Lars Christensen skrifar 3. maí 2017 07:00 Þegar Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna í nóvember jukust verðbólguvæntingar bandaríska markaðarins þegar í stað vegna væntinga um að ný stjórn Trumps myndi slaka á peningamálastefnunni með auknum fjárfestingum í innviðum og miklum skattalækkunum. Hins vegar hélt sú staðreynd aftur af verðbólguvæntingum að fjárfestar reiknuðu réttilega með því að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi grípa inn í til að halda aftur af verðbólguþrýstingi ef verðbólguvæntingar færu mikið yfir tveggja prósenta verðbólgumarkmið bankans. En þar með er sagan ekki öll. Þótt það hafi komið nokkuð á óvart hvað verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu var há fyrr á árinu hafa verðbólgutölur í marsmánuði í Bandaríkjunum – og öðrum löndum – komið nokkuð á óvart vegna þess hve lágar þær eru. Það er eftirtektarvert að þetta var áður en Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti 15. mars, sem olli því að verðbólguvæntingar markaðarins döluðu. En hækkun seðlabankans kom líka áður en hann vissi hverjar verðbólgutölurnar í mars voru, sem voru nokkru lægri en búist var við, og skyndilega virtist hækkun seðlabankans 15. mars býsna ótímabær. Ef við lítum á peningavísa eins og vöxt peningamagns, hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu og þróun gengis og vaxta þá virðist nú býsna líklegt að Seðlabanki Bandaríkjanna muni halda áfram að vera þó nokkuð undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu þegar litið er til 2-3 ára og á þessu ári gæti meðalkjarnaverðbólga farið allt niður í 1,5 prósent. Ef við bætum því svo við að það hefur komið á óvart hvað aðrar þjóðhagslegar tölur frá Bandaríkjunum hafa verið neikvæðar síðasta mánuðinn, þá er býsna erfitt að rökstyðja nokkrar vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans á þessu ári. Ef seðlabankinn tekur sig til þrátt fyrir þetta og hækkar stýrivexti einu sinni, eða jafnvel tvisvar á þessu ári, þá gæti það snúið mjög skammlífri uppsveiflu Trumps yfir í samdrátt og það er sannarlega lítil ástæða til að við sjáum verðbólgu yfir tveimur prósentum á næstunni, jafnvel þótt það verði ekki samdráttur í Bandaríkjunum. Þannig má vera að fyrir nokkrum mánuðum hafi litið út fyrir að við yrðum vitni að „Trump-bólgu“ – aukinni verðbólgu af völdum stefnu Trumps – en nú eru mjög lítil merki um að verðbólga muni aukast. Þetta er auðvitað að hluta til vegna þess að Trump stendur (sem betur fer?) í raun ekki við nein af loforðum sínum og að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gripið til býsna harkalegra aðgerða til að stemma stigu við öllum verðbólguþrýstingi, en kannski líka vegna þess að verðbólguskotið fyrr á árinu var í raun einstakt og ekki afleiðing undirliggjandi verðbólguþrýstings. Vaxtaákvörðunarnefnd Seðlabanka Bandaríkjanna kemur saman í dag og mun í kvöld tilkynna ákvörðun sína um stýrivexti. Enginn gerir ráð fyrir vaxtahækkun hjá seðlabankanum en staðreyndin er sú að bankinn ætti að tilkynna að hann dragi til baka „loforð“ sitt um vaxtahækkanir og að hann muni ekki hækka vexti í bráð. Það er ólíklegt að það gerist en það væri engu að síður rétt að gera það þar sem útlit er fyrir að verðbólgan verði áfram undir eigin verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun
Þegar Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna í nóvember jukust verðbólguvæntingar bandaríska markaðarins þegar í stað vegna væntinga um að ný stjórn Trumps myndi slaka á peningamálastefnunni með auknum fjárfestingum í innviðum og miklum skattalækkunum. Hins vegar hélt sú staðreynd aftur af verðbólguvæntingum að fjárfestar reiknuðu réttilega með því að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi grípa inn í til að halda aftur af verðbólguþrýstingi ef verðbólguvæntingar færu mikið yfir tveggja prósenta verðbólgumarkmið bankans. En þar með er sagan ekki öll. Þótt það hafi komið nokkuð á óvart hvað verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu var há fyrr á árinu hafa verðbólgutölur í marsmánuði í Bandaríkjunum – og öðrum löndum – komið nokkuð á óvart vegna þess hve lágar þær eru. Það er eftirtektarvert að þetta var áður en Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti 15. mars, sem olli því að verðbólguvæntingar markaðarins döluðu. En hækkun seðlabankans kom líka áður en hann vissi hverjar verðbólgutölurnar í mars voru, sem voru nokkru lægri en búist var við, og skyndilega virtist hækkun seðlabankans 15. mars býsna ótímabær. Ef við lítum á peningavísa eins og vöxt peningamagns, hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu og þróun gengis og vaxta þá virðist nú býsna líklegt að Seðlabanki Bandaríkjanna muni halda áfram að vera þó nokkuð undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu þegar litið er til 2-3 ára og á þessu ári gæti meðalkjarnaverðbólga farið allt niður í 1,5 prósent. Ef við bætum því svo við að það hefur komið á óvart hvað aðrar þjóðhagslegar tölur frá Bandaríkjunum hafa verið neikvæðar síðasta mánuðinn, þá er býsna erfitt að rökstyðja nokkrar vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans á þessu ári. Ef seðlabankinn tekur sig til þrátt fyrir þetta og hækkar stýrivexti einu sinni, eða jafnvel tvisvar á þessu ári, þá gæti það snúið mjög skammlífri uppsveiflu Trumps yfir í samdrátt og það er sannarlega lítil ástæða til að við sjáum verðbólgu yfir tveimur prósentum á næstunni, jafnvel þótt það verði ekki samdráttur í Bandaríkjunum. Þannig má vera að fyrir nokkrum mánuðum hafi litið út fyrir að við yrðum vitni að „Trump-bólgu“ – aukinni verðbólgu af völdum stefnu Trumps – en nú eru mjög lítil merki um að verðbólga muni aukast. Þetta er auðvitað að hluta til vegna þess að Trump stendur (sem betur fer?) í raun ekki við nein af loforðum sínum og að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gripið til býsna harkalegra aðgerða til að stemma stigu við öllum verðbólguþrýstingi, en kannski líka vegna þess að verðbólguskotið fyrr á árinu var í raun einstakt og ekki afleiðing undirliggjandi verðbólguþrýstings. Vaxtaákvörðunarnefnd Seðlabanka Bandaríkjanna kemur saman í dag og mun í kvöld tilkynna ákvörðun sína um stýrivexti. Enginn gerir ráð fyrir vaxtahækkun hjá seðlabankanum en staðreyndin er sú að bankinn ætti að tilkynna að hann dragi til baka „loforð“ sitt um vaxtahækkanir og að hann muni ekki hækka vexti í bráð. Það er ólíklegt að það gerist en það væri engu að síður rétt að gera það þar sem útlit er fyrir að verðbólgan verði áfram undir eigin verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun