Volkswagen með 28% meiri hagnað á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 11:15 Frá höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. Volkswagen er aldeilis að rétta úr kútnum eftir vandræðin sem dísilvélasvindl fyrirtækisins skóp því. Það sést berlega með síðustu tölum frá fyrsta ársfjórðungi ársins en hann skilaði 28% meiri hagnaði en fyrir ári og skilaði VW 522 milljarði króna í vasann. Þessi hagnaður nú er helst til kominn vegna bætts rekstrar Volkswagen merkisins sjálfs, mikillar sölu Volkswagen bíla í V-Evrópu og mikillar sölu nýrrar kynslóðar VW Tiguan jepplingsins. Kostnaður við rekstur hefur einnig lækkað. Vel gekk einnig hjá systurmerkjunum Audi og Skoda og með góðu framlagi allra systurmerkjanna er búist við milli 6 og 7% hagnaði af sölu í heild á þessu ári. Þessar góðu tölur frá Volkswagen eru talsvert betri en sérfræðingar höfðu spáð og líklegar til að hækka hlutabréfaverð í Volkswagen Group bílasamstæðunni. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent
Volkswagen er aldeilis að rétta úr kútnum eftir vandræðin sem dísilvélasvindl fyrirtækisins skóp því. Það sést berlega með síðustu tölum frá fyrsta ársfjórðungi ársins en hann skilaði 28% meiri hagnaði en fyrir ári og skilaði VW 522 milljarði króna í vasann. Þessi hagnaður nú er helst til kominn vegna bætts rekstrar Volkswagen merkisins sjálfs, mikillar sölu Volkswagen bíla í V-Evrópu og mikillar sölu nýrrar kynslóðar VW Tiguan jepplingsins. Kostnaður við rekstur hefur einnig lækkað. Vel gekk einnig hjá systurmerkjunum Audi og Skoda og með góðu framlagi allra systurmerkjanna er búist við milli 6 og 7% hagnaði af sölu í heild á þessu ári. Þessar góðu tölur frá Volkswagen eru talsvert betri en sérfræðingar höfðu spáð og líklegar til að hækka hlutabréfaverð í Volkswagen Group bílasamstæðunni.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent