43 urriðar á land á einum degi Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2017 09:11 Það veiddust 43 urriðar í Svörtuklettum í gær Mynd: Fish Partner Það virðist ekki vera neitt lát á veiðifréttum úr Þingvallavatni þess dagana en líklega er hægt að fullyrða að það hafi aldrei áður veiðst jafn margir stórfiskar þar eins og á þessu vori. Það hafa verið góðar fréttir af ION svæðinu sem og Villingavatnsárós en í gær var þó eitthvað mikið í gangi við Svörtukletta en þá fékk hópurinn sem var við veiðar 43 urriða og settu í fleiri sem sluppu af. Það sem vekur athygli er að þegar veiðibókin er skoðuð mætti halda að þarna væri veiðibókin í Laxá í Aðaldal, slík er þyngdin á þessum fiskum en 10 pund fiskar virðast bara vera meðalþyngd og 15-20 pund svo algengir að það er eins og það sé að vera norm að hver veiðimaður taki einn svoleiðis á dag. Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner sem er umsjónaraðilinn á svæðinu sagði í samtali við Veiðivísi í gær að það væri búin að vera ævintýri líkast að veiða síðustu daga því það er mikið af fiski á þessum svæðum og tökugleðin eins og veiðitölur sýna alveg með eindæmum góð. Næstu 2-3 vikur gætu verið mjög góðar áfram en þegar nær dregur maílokum fer urriðinn að fjarlægjast grynningarnar og fer í dýpið, svona að mestu. Veiðin er þó alltaf einhver og getur verið ágæt alveg fram í júlí svo það er vel reynandi að fara á þeim tíma líka en það sem gerir veiðina þá ennþá meira spennandi er að þá er stóra bleikjan komin á stjá. Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði
Það virðist ekki vera neitt lát á veiðifréttum úr Þingvallavatni þess dagana en líklega er hægt að fullyrða að það hafi aldrei áður veiðst jafn margir stórfiskar þar eins og á þessu vori. Það hafa verið góðar fréttir af ION svæðinu sem og Villingavatnsárós en í gær var þó eitthvað mikið í gangi við Svörtukletta en þá fékk hópurinn sem var við veiðar 43 urriða og settu í fleiri sem sluppu af. Það sem vekur athygli er að þegar veiðibókin er skoðuð mætti halda að þarna væri veiðibókin í Laxá í Aðaldal, slík er þyngdin á þessum fiskum en 10 pund fiskar virðast bara vera meðalþyngd og 15-20 pund svo algengir að það er eins og það sé að vera norm að hver veiðimaður taki einn svoleiðis á dag. Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner sem er umsjónaraðilinn á svæðinu sagði í samtali við Veiðivísi í gær að það væri búin að vera ævintýri líkast að veiða síðustu daga því það er mikið af fiski á þessum svæðum og tökugleðin eins og veiðitölur sýna alveg með eindæmum góð. Næstu 2-3 vikur gætu verið mjög góðar áfram en þegar nær dregur maílokum fer urriðinn að fjarlægjast grynningarnar og fer í dýpið, svona að mestu. Veiðin er þó alltaf einhver og getur verið ágæt alveg fram í júlí svo það er vel reynandi að fara á þeim tíma líka en það sem gerir veiðina þá ennþá meira spennandi er að þá er stóra bleikjan komin á stjá.
Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði