Síðasta opna húsið hjá SVFR í vetur Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2017 16:01 Opnu Húsin hjá SVFR eru fastur liður í félagsstarfi félagsins og síðasta Opna Húsið er eins og venjulega það veglegasta enda trekkja vinningarnir í Happahylnum marga að. Kvöldið er haldið að venju í Rafstöðvarheimilinu í Elliðaárdalnum. Dagskráin er klár og er hún svohljóðandi:Húsið opnar kl. 19:00 og verður grillvagn á staðnum og munu kokkar sjá um að grilla borgara í mannskapinn. Sennilega er best að koma með stóra beltið og tóman maga. Verð á borgara verður 1.000 kr.Þorsteinn Stefánsson veiði- og leiðsögumaður mun segja okkur frá veiði í Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins. Frábært innlegg nú þegar Þingvallavatn er að vakna til lífsinsÞað er fátt skemmtilegra en góðar veiðisögur og mun Guðrún Hólmgeirsdóttir veiðikona, heimspekingur og skáld sjá um þann þátt.Pub Quiz um veiðiReiða Öndin verður á staðnum með kynningu á sínum vörumVeiðivon verður með veiðivörukynninguVínkynning verður einnig fyrir áhugasama. Sennilegast best að skilja bílinn eftir heima. Umfram allt stefna félagsmenn á að skemmta sér vel saman og halda uppi einstaklega góðri stemmningu. SVFR biðlar því til félagsmanna sem og annars áhugafólks um stangveiði að fjölmenna á þetta síðasta opna hús vetrarins þar sem veiðimenn koma saman og taka á móti sumri segir í tilkynningu frá félaginu. Mest lesið Veiðikeppnin litla Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Veiðislóð 3 tbl. komið út Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði
Opnu Húsin hjá SVFR eru fastur liður í félagsstarfi félagsins og síðasta Opna Húsið er eins og venjulega það veglegasta enda trekkja vinningarnir í Happahylnum marga að. Kvöldið er haldið að venju í Rafstöðvarheimilinu í Elliðaárdalnum. Dagskráin er klár og er hún svohljóðandi:Húsið opnar kl. 19:00 og verður grillvagn á staðnum og munu kokkar sjá um að grilla borgara í mannskapinn. Sennilega er best að koma með stóra beltið og tóman maga. Verð á borgara verður 1.000 kr.Þorsteinn Stefánsson veiði- og leiðsögumaður mun segja okkur frá veiði í Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins. Frábært innlegg nú þegar Þingvallavatn er að vakna til lífsinsÞað er fátt skemmtilegra en góðar veiðisögur og mun Guðrún Hólmgeirsdóttir veiðikona, heimspekingur og skáld sjá um þann þátt.Pub Quiz um veiðiReiða Öndin verður á staðnum með kynningu á sínum vörumVeiðivon verður með veiðivörukynninguVínkynning verður einnig fyrir áhugasama. Sennilegast best að skilja bílinn eftir heima. Umfram allt stefna félagsmenn á að skemmta sér vel saman og halda uppi einstaklega góðri stemmningu. SVFR biðlar því til félagsmanna sem og annars áhugafólks um stangveiði að fjölmenna á þetta síðasta opna hús vetrarins þar sem veiðimenn koma saman og taka á móti sumri segir í tilkynningu frá félaginu.
Mest lesið Veiðikeppnin litla Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Veiðislóð 3 tbl. komið út Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði