Svakaleg fyrsta stikla úr nýrri íslenskri hrollvekju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2017 11:00 Björn Stefánsson fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni. Þann 27. október næstkomandi verður ný íslensk kvikmynd frumsýnd en hún ber heitið Rökkur. Vísir frumsýnir nú fyrstu stiklu myndarinnar en hana má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. Um er að ræða dramatíska hrollvekju um dáið ástarsamband en með aðalhlutverk fara Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson. Leikstjóri og handritshöfundur er Erlingur Óttar Thoroddsen. Framleiðendur eru Búi Baldvinsson og Baldvin Kári Sveinbjörnsson. Söguþráðurinn er á þann veg að nokkrum mánuðum eftir að þeir hættu saman fær Gunnar skringilegt símtal frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann finnur Einar í sumarbústað undir jökli, þar sem þeir takast á við fortíð sína - og þar sem andi kulnaðs sambands þeirra svífur yfir vötnum. Rökkur var heimsfrumsýnd í vetur á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og var þar lokamynd hátíðarinnar en verður frumsýnd hér heima þann 27. október eins og áður segir. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þann 27. október næstkomandi verður ný íslensk kvikmynd frumsýnd en hún ber heitið Rökkur. Vísir frumsýnir nú fyrstu stiklu myndarinnar en hana má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. Um er að ræða dramatíska hrollvekju um dáið ástarsamband en með aðalhlutverk fara Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson. Leikstjóri og handritshöfundur er Erlingur Óttar Thoroddsen. Framleiðendur eru Búi Baldvinsson og Baldvin Kári Sveinbjörnsson. Söguþráðurinn er á þann veg að nokkrum mánuðum eftir að þeir hættu saman fær Gunnar skringilegt símtal frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann finnur Einar í sumarbústað undir jökli, þar sem þeir takast á við fortíð sína - og þar sem andi kulnaðs sambands þeirra svífur yfir vötnum. Rökkur var heimsfrumsýnd í vetur á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og var þar lokamynd hátíðarinnar en verður frumsýnd hér heima þann 27. október eins og áður segir.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira