Vildi annað en óperugaul Jónas Sen skrifar 6. maí 2017 08:45 "Bjarni Thor var síðan með allt á hreinu í lok óperunnar og söng af miklum þrótti,“ segir í dómnum. Vísir/Eyþór Tónlist Viðburðastjórinn eftir Mozart Iðnó þriðjudaginn 2. maí Leikstjórn og -gerð: Bjarni Thor Kristinsson. Leikendur: Fjóla Kristín Nikulásdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Snorri Wium og Bjarni Thor Kristinsson. Píanóleikari: Matthildur Anna Gísladóttir. Óperur Mozarts eru með þeim skemmtilegustu. Laglínurnar eru himneskar og söguþráðurinn villtur. Óperurnar hafa oft verið á dagskránni hér. Þó man ég ekki eftir að hafa séð Viðburðastjórann (Der Schauspieldirektor), sem var sett upp á þriðjudagskvöldið í Iðnó. Þetta er líka örópera, hún tekur ekki nema um hálftíma í flutningi. Óperan var samin fyrir hádegisverð hjá keisaranum Jósef II. í Schönbrunn. Hún sýnir samkeppni tveggja söngkvenna (Lilju Guðmundsdóttur og Fjólu Kristínar Nikulásdóttur) í spaugilegu ljósi. Það á að ráða þær til að syngja opinberlega. Viðburðastjórinn (Snorri Wium) vill í fyrstu eitthvað skemmtilegt, ekki bara leiðinda óperugaul. En smám saman heillast hann af fegurð og söng kvennanna, og fer að syngja sjálfur. Loks tekur Bjarni Thor Kristinsson undir, en hann leikur aukahlutverk. Sýningin var sett upp í tilefni þess að hann varð fimmtugur á frumsýningardaginn. Hann leikstýrði óperunni, þýddi textann og samdi leikgerðina. Það eru góðar fréttir og slæmar fréttir af sýningunni. Frammistaða söngkvennanna og píanóleikarans, Matthildar Önnu Gísladóttur, eru slæmu fréttirnar. Segjast verður eins og er að hún var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég hef hingað til heyrt Matthildi leika prýðilega og það er því ljóst að hún er flottur píanóleikari. En forleikurinn sem hún spilaði var ekki nægilega nákvæmur. Hröð tónahlaup voru ójöfn og flaustursleg. Í heild virkaði píanóleikurinn stirður, það var eins og Matthildur ætti í töluverðum vandræðum með tæknilegar hliðar hans. Fyrir bragðið skilaði inntak tónlistarinnar sér ekki nægilega vel. Söngurinn var líka býsna misjafn. Lilja Guðmundsdóttir söng að vísu af tilþrifum og það var viðeigandi kraftur í túlkun hennar. Röddin sjálf var hins vegar ansi hörð, sem má e.t.v. skrifa á afleitan hljómburðinn í Iðnó, en þar er engin endurómun. Fjóla Kristín, sem kom fram í óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson, var töluvert síðri. Í Baldursbrá var rödd hennar nokkuð veikburða, og þó merkja megi framför síðan þá var söngurinn nú ekki sérlega sannfærandi. Röddin er enn fremur máttlítil og því er ljóst að Fjóla þarf að bæta sig ef hún ætlar að ná langt á óperusviðinu. Það eru aftur á móti góðar fréttir af söng karlanna. Snorri Wium er sjóaður óperusöngvari og stóð sig ágætlega. Leikurinn var reyndar óöruggur, en söngurinn var fallegur og sótti í sig veðrið eftir því sem á leið. Bjarni Thor var síðan með allt á hreinu í lok óperunnar og söng af miklum þrótti. Enn betri fréttir eru af húmornum í sýningunni, sem var í ærslafengnum revíustíl. Margt var svo fyndið að fólk veltist um af hlátri, og þá skiptu hnökrar minna máli en ella. Það er þó ekki hægt að líta alveg fram hjá þeim, þetta var opinber sýning og þá þarf allt að vera í lagi. Verst að svo var ekki.Niðurstaða: Fyndin sýning sem leið fyrir tæknilega vankanta. Tónlistargagnrýni Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Viðburðastjórinn eftir Mozart Iðnó þriðjudaginn 2. maí Leikstjórn og -gerð: Bjarni Thor Kristinsson. Leikendur: Fjóla Kristín Nikulásdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Snorri Wium og Bjarni Thor Kristinsson. Píanóleikari: Matthildur Anna Gísladóttir. Óperur Mozarts eru með þeim skemmtilegustu. Laglínurnar eru himneskar og söguþráðurinn villtur. Óperurnar hafa oft verið á dagskránni hér. Þó man ég ekki eftir að hafa séð Viðburðastjórann (Der Schauspieldirektor), sem var sett upp á þriðjudagskvöldið í Iðnó. Þetta er líka örópera, hún tekur ekki nema um hálftíma í flutningi. Óperan var samin fyrir hádegisverð hjá keisaranum Jósef II. í Schönbrunn. Hún sýnir samkeppni tveggja söngkvenna (Lilju Guðmundsdóttur og Fjólu Kristínar Nikulásdóttur) í spaugilegu ljósi. Það á að ráða þær til að syngja opinberlega. Viðburðastjórinn (Snorri Wium) vill í fyrstu eitthvað skemmtilegt, ekki bara leiðinda óperugaul. En smám saman heillast hann af fegurð og söng kvennanna, og fer að syngja sjálfur. Loks tekur Bjarni Thor Kristinsson undir, en hann leikur aukahlutverk. Sýningin var sett upp í tilefni þess að hann varð fimmtugur á frumsýningardaginn. Hann leikstýrði óperunni, þýddi textann og samdi leikgerðina. Það eru góðar fréttir og slæmar fréttir af sýningunni. Frammistaða söngkvennanna og píanóleikarans, Matthildar Önnu Gísladóttur, eru slæmu fréttirnar. Segjast verður eins og er að hún var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég hef hingað til heyrt Matthildi leika prýðilega og það er því ljóst að hún er flottur píanóleikari. En forleikurinn sem hún spilaði var ekki nægilega nákvæmur. Hröð tónahlaup voru ójöfn og flaustursleg. Í heild virkaði píanóleikurinn stirður, það var eins og Matthildur ætti í töluverðum vandræðum með tæknilegar hliðar hans. Fyrir bragðið skilaði inntak tónlistarinnar sér ekki nægilega vel. Söngurinn var líka býsna misjafn. Lilja Guðmundsdóttir söng að vísu af tilþrifum og það var viðeigandi kraftur í túlkun hennar. Röddin sjálf var hins vegar ansi hörð, sem má e.t.v. skrifa á afleitan hljómburðinn í Iðnó, en þar er engin endurómun. Fjóla Kristín, sem kom fram í óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson, var töluvert síðri. Í Baldursbrá var rödd hennar nokkuð veikburða, og þó merkja megi framför síðan þá var söngurinn nú ekki sérlega sannfærandi. Röddin er enn fremur máttlítil og því er ljóst að Fjóla þarf að bæta sig ef hún ætlar að ná langt á óperusviðinu. Það eru aftur á móti góðar fréttir af söng karlanna. Snorri Wium er sjóaður óperusöngvari og stóð sig ágætlega. Leikurinn var reyndar óöruggur, en söngurinn var fallegur og sótti í sig veðrið eftir því sem á leið. Bjarni Thor var síðan með allt á hreinu í lok óperunnar og söng af miklum þrótti. Enn betri fréttir eru af húmornum í sýningunni, sem var í ærslafengnum revíustíl. Margt var svo fyndið að fólk veltist um af hlátri, og þá skiptu hnökrar minna máli en ella. Það er þó ekki hægt að líta alveg fram hjá þeim, þetta var opinber sýning og þá þarf allt að vera í lagi. Verst að svo var ekki.Niðurstaða: Fyndin sýning sem leið fyrir tæknilega vankanta.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira