Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 14:08 Sigur Rós á tónleikum. Vísir/Getty Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. Tónleikarnir verða haldnir dagana 27., 28., 29. og 30. desember en auk þess mun hljómsveitin standa fyrir ýmsum tónlistarviðburðum, innsetningum, dansi, kvikmyndasýningum og óvæntum uppákomum vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu, að því er segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á átján mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár. Þá verða liðin fimm ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi. Nánari upplýsingar má nálgast á nordurognidur.is. Fjölmargir Íslendingar sáu Sigur Rós á tónleikum í Walt Disney tónlistarhöllinni í Los Angeles á dögunum þar sem sveitin spilaði með Fílharmóníusveit Los Angeles. Tónleikarnir þóttu takast mjög vel en þeir voru hluti af Reykjavík Music Festival sem fram fór í borginni og fjölmargir íslenskir listamenn tóku þátt í. Upptöku frá tónleikunum má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. Tónleikarnir verða haldnir dagana 27., 28., 29. og 30. desember en auk þess mun hljómsveitin standa fyrir ýmsum tónlistarviðburðum, innsetningum, dansi, kvikmyndasýningum og óvæntum uppákomum vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu, að því er segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á átján mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár. Þá verða liðin fimm ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi. Nánari upplýsingar má nálgast á nordurognidur.is. Fjölmargir Íslendingar sáu Sigur Rós á tónleikum í Walt Disney tónlistarhöllinni í Los Angeles á dögunum þar sem sveitin spilaði með Fílharmóníusveit Los Angeles. Tónleikarnir þóttu takast mjög vel en þeir voru hluti af Reykjavík Music Festival sem fram fór í borginni og fjölmargir íslenskir listamenn tóku þátt í. Upptöku frá tónleikunum má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira