Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Karl Lúðvíksson skrifar 20. apríl 2017 12:00 Við Elliðavatn. Mynd: Trausti Hafliðason Það var fámennt í morgun við Elliðavatn en veiði hófst í vatninu í dag sumardaginn fyrsta við heldur kuldalegar aðstæður. Það er þó einhver veiði en einn ágætur veiðimaður var kominn með tvo urriða í morgun sem tóku báðir Orange Nobbler að sögn veiðimanns en báðir fiskarnir voru um 2 pund og ágætlega haldnir. Þeir veiðimenn sem Veiðivísir ræddi við í morgun voru þó mest í því að halda á sér hita, þeir sem kasta flugu voru orðnir frekar dofnir í puttunum og tveir sem létu maðkinn liggja úti sátu bara í bílnum og með miðstöðina í botni. Það er þó annað sem allir nefndu og það er skortur á eftirliti við vatnið en um páskana voru nokkrir við veiðar í vatninu og undantekningalaust með makríl eða hrogn sem beitu. Þegar gengið var á þessa veiðiþjófa pökkuðu þeir saman og fóru en ekki fyrr en eftir að hafa látið í sér heyra á frekar ókurteisan máta. Það er samróma álit þeirra sem veiða við vatnið að þarna þarf að bæta um betur og það sem fyrst. Umgengin við vatnið er líka slæm á mörgum stöðum og eru veiðimenn beðnir um að ganga vel um svæðið og skilja ekki rusl og girni eftir við bakkann. Nú fer varp að hefjast og þegar ungarnir komast á legg er girnið þeim skeinuhætt. Mest lesið Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ágæt veiði í Laxá frá opnun Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Kippur í veiðinni í Eystri Rangá Veiði Landaði fimm stórlöxum sama daginn Veiði Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði
Það var fámennt í morgun við Elliðavatn en veiði hófst í vatninu í dag sumardaginn fyrsta við heldur kuldalegar aðstæður. Það er þó einhver veiði en einn ágætur veiðimaður var kominn með tvo urriða í morgun sem tóku báðir Orange Nobbler að sögn veiðimanns en báðir fiskarnir voru um 2 pund og ágætlega haldnir. Þeir veiðimenn sem Veiðivísir ræddi við í morgun voru þó mest í því að halda á sér hita, þeir sem kasta flugu voru orðnir frekar dofnir í puttunum og tveir sem létu maðkinn liggja úti sátu bara í bílnum og með miðstöðina í botni. Það er þó annað sem allir nefndu og það er skortur á eftirliti við vatnið en um páskana voru nokkrir við veiðar í vatninu og undantekningalaust með makríl eða hrogn sem beitu. Þegar gengið var á þessa veiðiþjófa pökkuðu þeir saman og fóru en ekki fyrr en eftir að hafa látið í sér heyra á frekar ókurteisan máta. Það er samróma álit þeirra sem veiða við vatnið að þarna þarf að bæta um betur og það sem fyrst. Umgengin við vatnið er líka slæm á mörgum stöðum og eru veiðimenn beðnir um að ganga vel um svæðið og skilja ekki rusl og girni eftir við bakkann. Nú fer varp að hefjast og þegar ungarnir komast á legg er girnið þeim skeinuhætt.
Mest lesið Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ágæt veiði í Laxá frá opnun Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Kippur í veiðinni í Eystri Rangá Veiði Landaði fimm stórlöxum sama daginn Veiði Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði