Citygo fyrsti rafmagnsbíll Skoda Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2017 09:23 Skoda Citygo. Flestir hafa líklega átt von á að fyrsti rafmagnsbíll sem kæmi frá Skoda yrði jepplingur eða einn af stærri bílum Skoda. Svo verður ekki því að sá fyrsti verður minnsti bíll Skoda, Citygo. Viðbúið var að Skoda hyggði á framleiðslu rafmagnsbíla þar sem Skoda tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni en þar á bæ er höfuðáhesla nú lögð á smíði rafmagnsbíla. Það á reyndar við annan bílaframleiðanda sem tilheyrir Volkswagen, SEAT en þar á bæ er meiningin að framleiða Mii smábílinn einnig sem rafmagnsbíl. Skoda sýndi tilraunbílinn Vision E Concept á bílasýningunni í Shanghai sem stendur nú enn yfir og er meiningin að sá bíll komi á göturnar árið 2019, sem og tengiltvinnútfærsla af Skoda Superb. Citigo verður þó fyrr kominn á göturnar sem rafmagnsbíll. Síðan ætlar Skoda að kynna glænýjan rafmagnsbíl árið 2020 og verður hann á sama MEB undirvagni og aðrir rafmagnsbílar Volkswagen bílafjölskyldunnar. Skoda ætlar svo að kynna fjóra nýja rafmagnsbíla fyrir miðjan næsta áratug. Það er því von á miklum flota rafmagnsbíla frá Skoda líkt og hjá Vokswagen. Kodiaq og Octavia bílar Skoda eru svo einnig líklegir til að fá rafmagnsdrifrás þó svo Skoda hafi ekki látið uppi hvenær er von á þeim. Heyrst hefur að Skoda muni hætta framleiðslu á Rapid bíl sínum þegar núverandi kynslóð hans rennur sitt skeið, en Skoda hefur ekki staðfest þann orðróm. Aðeins örfáir mánuðir eru síðan Skoda kynnti andlitslyftingu á Rapid svo líklegt er að hann fái líf til enda þessa áratugar, ef ekki lengur. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent
Flestir hafa líklega átt von á að fyrsti rafmagnsbíll sem kæmi frá Skoda yrði jepplingur eða einn af stærri bílum Skoda. Svo verður ekki því að sá fyrsti verður minnsti bíll Skoda, Citygo. Viðbúið var að Skoda hyggði á framleiðslu rafmagnsbíla þar sem Skoda tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni en þar á bæ er höfuðáhesla nú lögð á smíði rafmagnsbíla. Það á reyndar við annan bílaframleiðanda sem tilheyrir Volkswagen, SEAT en þar á bæ er meiningin að framleiða Mii smábílinn einnig sem rafmagnsbíl. Skoda sýndi tilraunbílinn Vision E Concept á bílasýningunni í Shanghai sem stendur nú enn yfir og er meiningin að sá bíll komi á göturnar árið 2019, sem og tengiltvinnútfærsla af Skoda Superb. Citigo verður þó fyrr kominn á göturnar sem rafmagnsbíll. Síðan ætlar Skoda að kynna glænýjan rafmagnsbíl árið 2020 og verður hann á sama MEB undirvagni og aðrir rafmagnsbílar Volkswagen bílafjölskyldunnar. Skoda ætlar svo að kynna fjóra nýja rafmagnsbíla fyrir miðjan næsta áratug. Það er því von á miklum flota rafmagnsbíla frá Skoda líkt og hjá Vokswagen. Kodiaq og Octavia bílar Skoda eru svo einnig líklegir til að fá rafmagnsdrifrás þó svo Skoda hafi ekki látið uppi hvenær er von á þeim. Heyrst hefur að Skoda muni hætta framleiðslu á Rapid bíl sínum þegar núverandi kynslóð hans rennur sitt skeið, en Skoda hefur ekki staðfest þann orðróm. Aðeins örfáir mánuðir eru síðan Skoda kynnti andlitslyftingu á Rapid svo líklegt er að hann fái líf til enda þessa áratugar, ef ekki lengur.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent