Karókí á djasstónleikum? Jónas Sen skrifar 22. apríl 2017 10:15 „Agnar Már var þéttur og fókuseraður, hvort sem hann hristi salsariff fram úr erminni, eða galdraði fram djass,“ segir í dómnum. Vísir/Stefán Tónlist Reykjavik Mambo Band (Jóhannes Þorleifsson, Agnar Már Magnússon, Gunnar Hrafnsson, Kristófer Rodriguez Svönuson, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Alexandra Kjeld) kom fram í djassklúbbnum Múlanum. Björtuloft í Hörpu Miðvikudaginn 19. apríl Á heimasíðu Hörpu stóð eftirfarandi um tónleika í djassklúbbnum Múlanum á miðvikudagskvöldið: „Reykjavik Mambo Band leikur sjóðheitar salsaútsetningar frá Kúbu, Kólumbíu og Puerto Rico. Tónlistin er í bland undir áhrifum mambóbanda Tito Puente og Benny Moré, ásamt jazzskotnari stefnum. Tónleikagestir Múlans fá hér ráðlagðan dagskammt af rúmbu og fara áreiðanlega dillandi heim á leið niður rúllustiga Hörpu.“ Það var ekki alveg svo. Ekki vantaði þó fjörið, en enginn stóð upp til að dansa. Enda dansar enginn salsa bara einn, tveir og þrír. Salsadans nýtur vaxandi vinsælda hér, en það þarf að læra hann. Af þeim ástæðum eru salsanámskeið haldin hér reglulega og eru þau jafnan fjölsótt. Sama mætti segja um sönginn sem oft tilheyrir svona tónlist. Maður hoppar ekkert si svona upp á svið og fer að syngja. Þrátt fyrir að salsa sé alþýðutónlist krefst hún raddbeitingar sem þarf að vera í lagi. Á tónleikunum komu fram þau Jóhannes Þorleifsson á trompet, Agnar Már Magnússon á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa, Kristófer Rodriguez Svönuson á slagverk og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básúnu og fiðlu, en hún sá einnig um útsetningar. Alexandra Kjeld söng og Sigrún tók undir með henni af og til. Hljómsveitin kallaði sig Reykjavik Mambo Band og munu þetta hafa verið fyrstu tónleikar hennar. Segjast verður eins og er að þeir voru ekki nægilega vel undirbúnir. Hljómsveitin sem slík spilaði að vísu ágætlega. Agnar Már var þéttur og fókuseraður, hvort sem hann hristi salsariff fram úr erminni, eða galdraði fram djass. Það lék allt í höndunum á honum. Gunnar var líka með sitt á hreinu á bassanum, Jóhannes spilaði á trompetinn af miklu fjöri en jafnframt öryggi, Sigrún lék fallega á bæði hljóðfærin sín og Kristófer var pottþéttur á trommurnar. Söngurinn var hins vegar ekki góður og það var hann sem skemmdi heildarmyndina. Alexandra söng stundum í míkrófóninn og stundum ekki. Þegar hún gerði það var fjarlægðin í hann mismunandi sem skilaði sér í ójöfnum tónstyrk. Það hefði líka mátt hafa smá bergmál í söngkerfinu, röddin var skraufþurr. Raddbeitingin sjálf var auk þess afar viðvaningsleg og því minnti útkoman helst á þriðja flokks karókí. Auðvitað getur söngurinn í salsatónlist verið hrár og e.t.v. var það hugmyndin hér, en fyrr má nú rota en dauðrota. Styrkleikajafnvægið var ekki heldur nógu gott. Trompet er vissulega hvellur en básúnan mildari; munurinn á tónstyrk þessara tveggja hljóðfæra var samt sem áður allt of mikill. Svo drukknaði söngurinn gjarnan í hljóðfæraleiknum, sérstaklega þegar ekki var sungið í míkrófóninn. Í það heila ollu tónleikarnir vonbrigðum, sem er synd, því latnesk alþýðutónlist er skemmtileg. Hljómsveitin er þó efnileg, en hún þarf að vanda betur til verka næst.Niðurstaða: Góður hljóðfæraleikur en styrkleikajafnvægið var gallað og söngurinn var afleitur. Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Reykjavik Mambo Band (Jóhannes Þorleifsson, Agnar Már Magnússon, Gunnar Hrafnsson, Kristófer Rodriguez Svönuson, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Alexandra Kjeld) kom fram í djassklúbbnum Múlanum. Björtuloft í Hörpu Miðvikudaginn 19. apríl Á heimasíðu Hörpu stóð eftirfarandi um tónleika í djassklúbbnum Múlanum á miðvikudagskvöldið: „Reykjavik Mambo Band leikur sjóðheitar salsaútsetningar frá Kúbu, Kólumbíu og Puerto Rico. Tónlistin er í bland undir áhrifum mambóbanda Tito Puente og Benny Moré, ásamt jazzskotnari stefnum. Tónleikagestir Múlans fá hér ráðlagðan dagskammt af rúmbu og fara áreiðanlega dillandi heim á leið niður rúllustiga Hörpu.“ Það var ekki alveg svo. Ekki vantaði þó fjörið, en enginn stóð upp til að dansa. Enda dansar enginn salsa bara einn, tveir og þrír. Salsadans nýtur vaxandi vinsælda hér, en það þarf að læra hann. Af þeim ástæðum eru salsanámskeið haldin hér reglulega og eru þau jafnan fjölsótt. Sama mætti segja um sönginn sem oft tilheyrir svona tónlist. Maður hoppar ekkert si svona upp á svið og fer að syngja. Þrátt fyrir að salsa sé alþýðutónlist krefst hún raddbeitingar sem þarf að vera í lagi. Á tónleikunum komu fram þau Jóhannes Þorleifsson á trompet, Agnar Már Magnússon á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa, Kristófer Rodriguez Svönuson á slagverk og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básúnu og fiðlu, en hún sá einnig um útsetningar. Alexandra Kjeld söng og Sigrún tók undir með henni af og til. Hljómsveitin kallaði sig Reykjavik Mambo Band og munu þetta hafa verið fyrstu tónleikar hennar. Segjast verður eins og er að þeir voru ekki nægilega vel undirbúnir. Hljómsveitin sem slík spilaði að vísu ágætlega. Agnar Már var þéttur og fókuseraður, hvort sem hann hristi salsariff fram úr erminni, eða galdraði fram djass. Það lék allt í höndunum á honum. Gunnar var líka með sitt á hreinu á bassanum, Jóhannes spilaði á trompetinn af miklu fjöri en jafnframt öryggi, Sigrún lék fallega á bæði hljóðfærin sín og Kristófer var pottþéttur á trommurnar. Söngurinn var hins vegar ekki góður og það var hann sem skemmdi heildarmyndina. Alexandra söng stundum í míkrófóninn og stundum ekki. Þegar hún gerði það var fjarlægðin í hann mismunandi sem skilaði sér í ójöfnum tónstyrk. Það hefði líka mátt hafa smá bergmál í söngkerfinu, röddin var skraufþurr. Raddbeitingin sjálf var auk þess afar viðvaningsleg og því minnti útkoman helst á þriðja flokks karókí. Auðvitað getur söngurinn í salsatónlist verið hrár og e.t.v. var það hugmyndin hér, en fyrr má nú rota en dauðrota. Styrkleikajafnvægið var ekki heldur nógu gott. Trompet er vissulega hvellur en básúnan mildari; munurinn á tónstyrk þessara tveggja hljóðfæra var samt sem áður allt of mikill. Svo drukknaði söngurinn gjarnan í hljóðfæraleiknum, sérstaklega þegar ekki var sungið í míkrófóninn. Í það heila ollu tónleikarnir vonbrigðum, sem er synd, því latnesk alþýðutónlist er skemmtileg. Hljómsveitin er þó efnileg, en hún þarf að vanda betur til verka næst.Niðurstaða: Góður hljóðfæraleikur en styrkleikajafnvægið var gallað og söngurinn var afleitur.
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira