Reif sig upp úr ruglinu Snærós Sindradóttir skrifar 22. apríl 2017 07:00 Það vilja oft verða til gróusögur um fólk sem verður þekkt á einni nóttu. Í vissum kreðsum hefur verið þrálátur orðrómur um að Aroni fylgi neysla fíkniefna og almennt vesen. Hann segir ekkert til í því. Visir/Eyþór „Bíddu, ég þarf aðeins að laga keðjurnar,“ segir Aron Can þegar upptakan byrjar að rúlla. Við erum nýkomin niður af þakinu á Hótel Holti þar sem vindhviða var næstum búin að feykja tónlistarmanninum af hinu bleika íkoníska merki hótelsins og niður á malbikið fjórum hæðum neðar. Það er svo sem engin góð tímasetning til að lenda í örkumlandi slysi, en þennan miðvikudag er ný plata Arons að koma út og því sérstaklega mikilvægt að fara varlega. Það er rétt rúmt ár síðan Aron gaf út sitt fyrsta lag, Þekkir stráginn, en þó nýja platan sé númer tvö til að koma út frá honum er þetta í fyrsta sinn sem Aron gefur út plötu sem er í alvöru hægt að halda á, snerta, skoða, fletta og setja á fóninn. Aron er alinn upp í Grafarvogi og segist líða best þar.Vísir/Eyþór„Við strákarnir töluðum alveg um þetta og vorum á báðum áttum en komumst svo að þeirri niðurstöðu að okkur langaði að gera diska. Fyrst ætluðum við bara að henda þessu á netið eins og við gerðum með síðustu plötu en þessi er svo miklu stærra verk. Mig langaði að eiga hana svo ég geti haldið á henni og skoðað. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa plötu. Og svo ég tali út frá minni eigin reynslu þá hefur mér alltaf þótt gaman að eiga bæði diska og vínyl. Það eru verk sem mér þykir vænt um og finnst gaman að eiga,“ segir Aron. Á þessu eina ári hefur hann troðið upp á helstu tónlistarhátíðum landsins, átt aðallag kvikmyndarinnar Eiðsins eftir Baltasar Kormák og var á Íslensku tónlistarverðlaununum tilnefndur fyrir hiphop-lag og plötu ársins, auk þess sem að vera tilnefndur sem bjartasta vonin. Lagið Silfurskotta eftir Emmsjé Gauta, sem Aron syngur í, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem hiphop-lag ársins. Sagan segir einmitt að við tökur á því lagi hafi Gauti og félagi hans sótt hinn þá sextán ára gamla Aron í Grafarvoginn, þar sem hann er fæddur og uppalinn, til að syngja sinn hluta í laginu. Aron hafi sungið lagið í einni töku, lagað keðjurnar og farið. Fullskapaður.Tyrkland í blóðinu „Ég er alinn upp í Grafarvogi og hef alltaf búið þar. Mér líður langbest þar. Þar byrjaði þetta allt,“ segir Aron. Faðir hans er tyrkneskur veitingahúsarekandi og á meðal annars Kebabhúsið í Austurstræti og veitingahúsið Meze á Laugavegi. „Ég á heila fjölskyldu í Tyrklandi. Þar vaknar maður bara með hlaðborð fyrir framan sig. En ég hef aðallega alist upp í kringum kebab og hamborgara. Ég hef fengið að kynnast Tyrklandi á svo allt öðruvísi hátt. Það eru svo margir með einhverjar hugmyndir um það hvernig Tyrkland er, sérstaklega krakkar á mínum aldri sem gera sér ekki alveg grein fyrir því hvernig landið er í raun og veru, en ég hef verið þarna svo ótrúlega mikið. Ég á stærri fjölskyldu þar en hér og það skiptir mig máli að þekkja lífið í Tyrklandi, hvernig fólk er í samfélaginu, ekki bara það sem þú sérð í fréttunum. Ég á mitt fólk þar.“Aron segist samt aldrei hafa fundið fyrir neinum fordómum út af upprunanum. „Ég kann tyrknesku en ég gæti aldrei rappað á tyrknesku, eða borið fram lög eða samið neitt. Eða jú, ég gæti gert það, en það væri ömurlegt. Ég hugsa á íslensku og hef auðvitað bara alltaf búið hér. En fyrsta rappið sem ég hlustaði á var tyrkneskt.“ Í hátölurunum á Prikinu í Bankastrætinu ómar þungt hiphop. „Tyrknesk tónlist hefur gert alveg ótrúlega mikið fyrir mig. Söngurinn er allt öðru vísi framborinn. Röddin miklu melódískari.Pabbi vill meina að sú tenging sé það sem geri tóninn minn öðruvísi en annað hér. Öll fjölskyldan mín í Tyrklandi hlustar á sönginn minn og segir: Já, þetta, þetta er frá okkur.“Reif sig upp úr ruglinu Það vilja oft verða til gróusögur um fólk sem verður þekkt á einni nóttu. Í vissum kreðsum hefur verið þrálátur orðrómur um að Aroni fylgi neysla fíkniefna og almennt vesen. Hann segir ekkert til í því.Nýja platan er um tímann sem liðið hefur síðan fyrsta lag Arons náði vinsældum.Vísir/Eyþór„Auðvitað þegar þetta gerðist allt á einni nóttu þá fór ég ekkert hárrétta leið strax. Ég kunni ekki alveg að vera allt þetta. Ég get alveg viðurkennt að ég hef gert hluti sem ég sé kannski eftir og ég hef gert mistök. En sem betur fer náði ég að laga það strax áður en það varð of seint. Ég náði að koma mér á rétta braut og lærði ótrúlega mikið. Ég fór að einbeita mér miklu meira að tónlistinni.“ Nýja platan er einmitt um þennan tíma sem liðið hefur síðan fyrsta lagið náði vinsældum. „Þetta albúm er í raun bara allt sem ég hef upplifað síðan. Til dæmis þegar ég var alls ekki á góðum stað. Ég fer alveg djúpt inn í það og tímabilið þar sem ég var að koma mér úr vissum málum. Þegar ég var að koma heim úr skólanum og mamma var alltaf með eitthvað nýtt til að spyrja mig um sem hún hafði frétt. Oft eitthvað alveg fráleitt. Það lét mig smá sjá að þegar þetta var byrjað að hafa áhrif á fjölskylduna mína og móður mína, þá vaknar maður. Þannig að í heildina er þessi plata um allt sem hefur verið að frétta.“ Hann segist að mestu leyti hafa sjálfur rifið sig upp úr ruglinu. „Já, ég og fjölskyldan mín. Ég á bestu mömmu í heimi og svo hefur kærastan mín líka hjálpað mikið. Ég á ótrúlega mikið af góðu fólki að.“Enginn krakki Aron þurfti einmitt að fá skriflegt leyfi frá mömmu sinni til að troða upp á Ísafirði um páskahelgina. Hann segist samt aldrei finna fyrir því að komið sé fram við hann eins og einhvern krakka. „Jú, kannski fólk sem þekkir mig ekki, fólk sem talar um mig og hefur ekki hitt mig. Ég skil það alveg. Ef það væri einhver sautján ára dude orðinn eitthvað, þá myndi ég líka örugglega kalla hann krakka. En mér finnst allir sem ég hef kynnst, sérstaklega hér á Prikinu, vera alveg ótrúlega gott fólk og góðir vinir manns. Hingað til hafa allir verið ótrúlega hlýir. Þetta snýst bara um að vera góður.“Aron segist seinna meir vilja kynna tónlist sína fyrir erlendum mörkuðum.Vísir/EyþórHann talar einmitt um að hafa engan sérstakan áhuga á því að vera þekktur fyrir eitthvað sem engu máli skiptir. „Ég vil bara að tónlistin sé fræg. Það er það sem er svo mikið að frétta. Tónlistin er stór, lögin sjálf. Ef tónlistin er alltaf á sínum stað, þá líður mér ótrúlega vel.“ Og rétt í því uppfærðust hlustunartölur fyrir lagið Enginn mórall. Lagið hefur rúllað ríflega milljón sinnum á Spotify. „Ég er bara í skýjunum. Fólki má alveg finnast það sem því finnst og ég veit alveg að það elska ekkert allir tónlistina mína. Það er heldur ekki hægt að búast við því. En mér finnst fátt skemmtilegra en að lesa einhver komment og sjá eitthvert lið vera bara alveg ógeðslega reitt út í mig. Eins og ég hafi gert þeim eitthvað. Það hlýtur að vera eitthvað miklu verra að gerast hjá þeim en mér.“ Tíu ára planið inniheldur hús, bíl og útrás. „Lífið mitt er bara rétt að byrja. Mig langar að fara út í heim, ferðast og taka upp úti. Við strákarnir erum ekkert að ýta tónlistinni neitt mikið út núna en seinna meir viljum við fara á erlenda markaði. Svo er bara að halda áfram að gera það sem mér finnst gaman og restin sér um sig sjálf. Í heildina eru allir að sýna alveg ótrúlega mikla ást. Sérstaklega fólkið sem ég vil að sé að sýna ást. Fólkið, sem mér finnst mikilvægt að fíli þetta, er að fíla þetta.“ Tengdar fréttir Svona berðu fram nafnið Aron Can Rapparinn Aron Can hefur komið eins og stormsveipur inni í íslensku rappsenuna og strax er hann farinn að vekja mikla athygli. 19. maí 2016 15:41 Það er aldrei frí Aron Can gerði allt vitlaust fyrir um ári með mixteipinu Þekkir stráginn og er lagið Enginn mórall komið með milljón spilanir. Í dag gefur hann út Ínótt, sína fyrstu plötu í fullri lengd – á geisladisk. 19. apríl 2017 10:00 Aron Can flutti ofursmellinn í beinni Rapparinn Aron Can tók lagið Enginn mórall í beinni útsendingu í útvarpsþættinum Kronik á X-inu. 7. febrúar 2017 12:41 Sprengdi netþjóninn við fyrstu útgáfu Aron Can gaf út sitt fyrsta mixteip á sunnudag. Álagið var slíkt að netþjóninn gaf undan. 3. maí 2016 13:37 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Bíddu, ég þarf aðeins að laga keðjurnar,“ segir Aron Can þegar upptakan byrjar að rúlla. Við erum nýkomin niður af þakinu á Hótel Holti þar sem vindhviða var næstum búin að feykja tónlistarmanninum af hinu bleika íkoníska merki hótelsins og niður á malbikið fjórum hæðum neðar. Það er svo sem engin góð tímasetning til að lenda í örkumlandi slysi, en þennan miðvikudag er ný plata Arons að koma út og því sérstaklega mikilvægt að fara varlega. Það er rétt rúmt ár síðan Aron gaf út sitt fyrsta lag, Þekkir stráginn, en þó nýja platan sé númer tvö til að koma út frá honum er þetta í fyrsta sinn sem Aron gefur út plötu sem er í alvöru hægt að halda á, snerta, skoða, fletta og setja á fóninn. Aron er alinn upp í Grafarvogi og segist líða best þar.Vísir/Eyþór„Við strákarnir töluðum alveg um þetta og vorum á báðum áttum en komumst svo að þeirri niðurstöðu að okkur langaði að gera diska. Fyrst ætluðum við bara að henda þessu á netið eins og við gerðum með síðustu plötu en þessi er svo miklu stærra verk. Mig langaði að eiga hana svo ég geti haldið á henni og skoðað. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa plötu. Og svo ég tali út frá minni eigin reynslu þá hefur mér alltaf þótt gaman að eiga bæði diska og vínyl. Það eru verk sem mér þykir vænt um og finnst gaman að eiga,“ segir Aron. Á þessu eina ári hefur hann troðið upp á helstu tónlistarhátíðum landsins, átt aðallag kvikmyndarinnar Eiðsins eftir Baltasar Kormák og var á Íslensku tónlistarverðlaununum tilnefndur fyrir hiphop-lag og plötu ársins, auk þess sem að vera tilnefndur sem bjartasta vonin. Lagið Silfurskotta eftir Emmsjé Gauta, sem Aron syngur í, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem hiphop-lag ársins. Sagan segir einmitt að við tökur á því lagi hafi Gauti og félagi hans sótt hinn þá sextán ára gamla Aron í Grafarvoginn, þar sem hann er fæddur og uppalinn, til að syngja sinn hluta í laginu. Aron hafi sungið lagið í einni töku, lagað keðjurnar og farið. Fullskapaður.Tyrkland í blóðinu „Ég er alinn upp í Grafarvogi og hef alltaf búið þar. Mér líður langbest þar. Þar byrjaði þetta allt,“ segir Aron. Faðir hans er tyrkneskur veitingahúsarekandi og á meðal annars Kebabhúsið í Austurstræti og veitingahúsið Meze á Laugavegi. „Ég á heila fjölskyldu í Tyrklandi. Þar vaknar maður bara með hlaðborð fyrir framan sig. En ég hef aðallega alist upp í kringum kebab og hamborgara. Ég hef fengið að kynnast Tyrklandi á svo allt öðruvísi hátt. Það eru svo margir með einhverjar hugmyndir um það hvernig Tyrkland er, sérstaklega krakkar á mínum aldri sem gera sér ekki alveg grein fyrir því hvernig landið er í raun og veru, en ég hef verið þarna svo ótrúlega mikið. Ég á stærri fjölskyldu þar en hér og það skiptir mig máli að þekkja lífið í Tyrklandi, hvernig fólk er í samfélaginu, ekki bara það sem þú sérð í fréttunum. Ég á mitt fólk þar.“Aron segist samt aldrei hafa fundið fyrir neinum fordómum út af upprunanum. „Ég kann tyrknesku en ég gæti aldrei rappað á tyrknesku, eða borið fram lög eða samið neitt. Eða jú, ég gæti gert það, en það væri ömurlegt. Ég hugsa á íslensku og hef auðvitað bara alltaf búið hér. En fyrsta rappið sem ég hlustaði á var tyrkneskt.“ Í hátölurunum á Prikinu í Bankastrætinu ómar þungt hiphop. „Tyrknesk tónlist hefur gert alveg ótrúlega mikið fyrir mig. Söngurinn er allt öðru vísi framborinn. Röddin miklu melódískari.Pabbi vill meina að sú tenging sé það sem geri tóninn minn öðruvísi en annað hér. Öll fjölskyldan mín í Tyrklandi hlustar á sönginn minn og segir: Já, þetta, þetta er frá okkur.“Reif sig upp úr ruglinu Það vilja oft verða til gróusögur um fólk sem verður þekkt á einni nóttu. Í vissum kreðsum hefur verið þrálátur orðrómur um að Aroni fylgi neysla fíkniefna og almennt vesen. Hann segir ekkert til í því.Nýja platan er um tímann sem liðið hefur síðan fyrsta lag Arons náði vinsældum.Vísir/Eyþór„Auðvitað þegar þetta gerðist allt á einni nóttu þá fór ég ekkert hárrétta leið strax. Ég kunni ekki alveg að vera allt þetta. Ég get alveg viðurkennt að ég hef gert hluti sem ég sé kannski eftir og ég hef gert mistök. En sem betur fer náði ég að laga það strax áður en það varð of seint. Ég náði að koma mér á rétta braut og lærði ótrúlega mikið. Ég fór að einbeita mér miklu meira að tónlistinni.“ Nýja platan er einmitt um þennan tíma sem liðið hefur síðan fyrsta lagið náði vinsældum. „Þetta albúm er í raun bara allt sem ég hef upplifað síðan. Til dæmis þegar ég var alls ekki á góðum stað. Ég fer alveg djúpt inn í það og tímabilið þar sem ég var að koma mér úr vissum málum. Þegar ég var að koma heim úr skólanum og mamma var alltaf með eitthvað nýtt til að spyrja mig um sem hún hafði frétt. Oft eitthvað alveg fráleitt. Það lét mig smá sjá að þegar þetta var byrjað að hafa áhrif á fjölskylduna mína og móður mína, þá vaknar maður. Þannig að í heildina er þessi plata um allt sem hefur verið að frétta.“ Hann segist að mestu leyti hafa sjálfur rifið sig upp úr ruglinu. „Já, ég og fjölskyldan mín. Ég á bestu mömmu í heimi og svo hefur kærastan mín líka hjálpað mikið. Ég á ótrúlega mikið af góðu fólki að.“Enginn krakki Aron þurfti einmitt að fá skriflegt leyfi frá mömmu sinni til að troða upp á Ísafirði um páskahelgina. Hann segist samt aldrei finna fyrir því að komið sé fram við hann eins og einhvern krakka. „Jú, kannski fólk sem þekkir mig ekki, fólk sem talar um mig og hefur ekki hitt mig. Ég skil það alveg. Ef það væri einhver sautján ára dude orðinn eitthvað, þá myndi ég líka örugglega kalla hann krakka. En mér finnst allir sem ég hef kynnst, sérstaklega hér á Prikinu, vera alveg ótrúlega gott fólk og góðir vinir manns. Hingað til hafa allir verið ótrúlega hlýir. Þetta snýst bara um að vera góður.“Aron segist seinna meir vilja kynna tónlist sína fyrir erlendum mörkuðum.Vísir/EyþórHann talar einmitt um að hafa engan sérstakan áhuga á því að vera þekktur fyrir eitthvað sem engu máli skiptir. „Ég vil bara að tónlistin sé fræg. Það er það sem er svo mikið að frétta. Tónlistin er stór, lögin sjálf. Ef tónlistin er alltaf á sínum stað, þá líður mér ótrúlega vel.“ Og rétt í því uppfærðust hlustunartölur fyrir lagið Enginn mórall. Lagið hefur rúllað ríflega milljón sinnum á Spotify. „Ég er bara í skýjunum. Fólki má alveg finnast það sem því finnst og ég veit alveg að það elska ekkert allir tónlistina mína. Það er heldur ekki hægt að búast við því. En mér finnst fátt skemmtilegra en að lesa einhver komment og sjá eitthvert lið vera bara alveg ógeðslega reitt út í mig. Eins og ég hafi gert þeim eitthvað. Það hlýtur að vera eitthvað miklu verra að gerast hjá þeim en mér.“ Tíu ára planið inniheldur hús, bíl og útrás. „Lífið mitt er bara rétt að byrja. Mig langar að fara út í heim, ferðast og taka upp úti. Við strákarnir erum ekkert að ýta tónlistinni neitt mikið út núna en seinna meir viljum við fara á erlenda markaði. Svo er bara að halda áfram að gera það sem mér finnst gaman og restin sér um sig sjálf. Í heildina eru allir að sýna alveg ótrúlega mikla ást. Sérstaklega fólkið sem ég vil að sé að sýna ást. Fólkið, sem mér finnst mikilvægt að fíli þetta, er að fíla þetta.“
Tengdar fréttir Svona berðu fram nafnið Aron Can Rapparinn Aron Can hefur komið eins og stormsveipur inni í íslensku rappsenuna og strax er hann farinn að vekja mikla athygli. 19. maí 2016 15:41 Það er aldrei frí Aron Can gerði allt vitlaust fyrir um ári með mixteipinu Þekkir stráginn og er lagið Enginn mórall komið með milljón spilanir. Í dag gefur hann út Ínótt, sína fyrstu plötu í fullri lengd – á geisladisk. 19. apríl 2017 10:00 Aron Can flutti ofursmellinn í beinni Rapparinn Aron Can tók lagið Enginn mórall í beinni útsendingu í útvarpsþættinum Kronik á X-inu. 7. febrúar 2017 12:41 Sprengdi netþjóninn við fyrstu útgáfu Aron Can gaf út sitt fyrsta mixteip á sunnudag. Álagið var slíkt að netþjóninn gaf undan. 3. maí 2016 13:37 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Svona berðu fram nafnið Aron Can Rapparinn Aron Can hefur komið eins og stormsveipur inni í íslensku rappsenuna og strax er hann farinn að vekja mikla athygli. 19. maí 2016 15:41
Það er aldrei frí Aron Can gerði allt vitlaust fyrir um ári með mixteipinu Þekkir stráginn og er lagið Enginn mórall komið með milljón spilanir. Í dag gefur hann út Ínótt, sína fyrstu plötu í fullri lengd – á geisladisk. 19. apríl 2017 10:00
Aron Can flutti ofursmellinn í beinni Rapparinn Aron Can tók lagið Enginn mórall í beinni útsendingu í útvarpsþættinum Kronik á X-inu. 7. febrúar 2017 12:41
Sprengdi netþjóninn við fyrstu útgáfu Aron Can gaf út sitt fyrsta mixteip á sunnudag. Álagið var slíkt að netþjóninn gaf undan. 3. maí 2016 13:37