Disney og Lucasfilm tilkynntu í dag útgáfu daga tveggja mynda úr tveimur mjög vinsælum kvikmyndaseríum. Um er að ræða níundu myndina í sápuóperunni um Skywalker fjölskyldunna og þær hamfarir sem sú meðlimir hennar valda í heilli stjörnuþoku. Hin myndin er sú fimmta um fornleifafræðinginn Indiana Jones og misgóð ævintýri hans.
Star Wars: Episode IX verður frumsýnd þann 24. mái 2019 og fimmta myndin um Indiana Jones þann 10. júlí 2020.
Steven Spielberg mun leikstýra myndinni um Indiana Jones og Harrison Ford mun einnig snúa aftur, samkvæmt tilkynningu á vefnum StarWars.com.

