Myrkur og grín Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. apríl 2017 10:00 Nýjasta plata Úlfur Úlfur ber titilinn Hefnið okkar og var tekin upp á skömmum tíma síðasta haust. Vísir/Eyþór „Við gerðum það sama með þessi myndbönd og plötuna sem kemur á föstudaginn – við þögðum einfaldlega. Orðum fylgir svo mikil djöfulsins ábyrgð og svo höfum við alltaf fílað svona „shock factor“ dæmi. Sparka upp hurðinni óboðnir með fangið fullt af kræsingum,“ segir Arnar Freyr Frostason, annar meðlimur rappdúettsins Úlfur Úlfur sem gaf út ekki eitt heldur þrjú myndbönd í gær. Á mánudaginn var héldu þeir frumsýningarpartí og komu gestum á óvart með þessum fjölda myndbanda – og kórónuðu svo veisluna með að tilkynna um nýja plötu. „Myndböndin eru öllu unnin með uppáhaldsleikstjóranum okkar, Magnúsi Leifssyni, sem gerði bæði Tarantúlur og Brennum allt með okkur. Heildarkonseptið er einhver árekstur eða samsuða á milli framtíðar og fortíðar. Við erum allir sci-fi-perrar og við gerð myndbandanna fengum við prýðilega útrás fyrir það, sérstaklega í Geimvera.“Áttundi áratugurinn svífur yfir vötnunum í myndbandinu við Bróðir.Mynd/Magnús LeifssonSegðu mér aðeins frá nýju plötunni ykkar. Verða gestir? Hverjir koma að þessu með ykkur, ef einhverjir? „Nýja platan, Hefnið okkar, kemur út á föstudaginn. Tvær plánetur sem kom út 2015 var samansafn af lögum sem urðu til á þremur árum en Hefnið okkar varð öll til á örfáum mánuðum síðastliðið haust. Ég held að fólk muni finna fyrir þessum mun. Sándlega séð erum við á miklu betri stað en áður. Við höfum afmarkað okkar persónulega hljóm mjög vel. Hefnið okkar hljómar eins og við höfum alltaf látið okkur dreyma um að hljóma en hvorki haft getuna né reynsluna til að framkvæma – fyrr en núna. Það hefur alltaf verið nóg af myrkri í tónlistinni okkar og það er enn þá nóg af því en að mínu mati er jafnframt meiri húmor í gangi en áður. Myrkur og grín – það erum við.“Mávur er eins og glöggir sjá aðeins eitt skot. Útlitið á því er mjög einkennandi fyrir Magnús Leifsson.Mynd/Magnús Leifsson„Það eru engir formlegir gestir á plötunni: lögin, raddirnar og textarnir er allt okkar. Björn Valur, plötusnúðurinn okkar, var okkur samt innan handar í gegnum allt ferlið og lét m.a. finna fyrir sér í Bróðir og Mávar. Gestalausar rappplötur eru ekki algengar en á þessum tímapunkti á ferlinum þá dauðlangaði okkur einfaldlega að gera það – treysta ekki á neinn nema okkur sjálfa. Þetta einfaldar síðan allan lifandi flutning – núna þurfum við ekki að angra Kött Grá Pje jafn oft seint á kvöldin og grátbiðja hann um að koma í partí og garga BRENNUM ALLT! með stírur í augunum.“Vísindaskáldskapur er drengjunum í Úlfur Úlfur hugleikinn, það sést í myndbandinu við Geimvera.Mynd/Magnús LeifssonÞið hafið verið að spila slatta austarlega í Evrópu upp á síðkastið – hví þá? „Við spiluðum fyrst í Varsjá síðastliðið haust, þá í boði pólsks teymis sem hafði séð okkur á Airwaves. Við fórum út með engar væntingar en snerum heim harðákveðnir í því að kýla á þetta, sá fræjum um alla Evrópu og vinna nánar með pólskum samstarfsaðilum. Síðastliðinn mánuð höfum við spilað á festivölum í Eistlandi og Póllandi og í maí förum við á festival í Rotterdam. Núna erum við bara að fara vandlega yfir tilboð sem okkur hafa borist og reyna að setja saman veglegan túr í haust um Evrópu. Nú þegar er búið að staðfesta okkur í Rússlandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Þýskalandi. Ég hlæ bara við tilhugsunina því í hreinskilni sagt þá skiljum við eiginlega ekkert af hverju þetta er að virka. En fyrst þetta gerir það þá kemur ekki annað til greina en að láta bara vaða. Ég er ringlaður og spenntur á sama tíma og dýrka það.“ Nýju myndböndin má öll finna á glænýrri heimasíðu þeirra úlfa - ulfurulfur.is Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við gerðum það sama með þessi myndbönd og plötuna sem kemur á föstudaginn – við þögðum einfaldlega. Orðum fylgir svo mikil djöfulsins ábyrgð og svo höfum við alltaf fílað svona „shock factor“ dæmi. Sparka upp hurðinni óboðnir með fangið fullt af kræsingum,“ segir Arnar Freyr Frostason, annar meðlimur rappdúettsins Úlfur Úlfur sem gaf út ekki eitt heldur þrjú myndbönd í gær. Á mánudaginn var héldu þeir frumsýningarpartí og komu gestum á óvart með þessum fjölda myndbanda – og kórónuðu svo veisluna með að tilkynna um nýja plötu. „Myndböndin eru öllu unnin með uppáhaldsleikstjóranum okkar, Magnúsi Leifssyni, sem gerði bæði Tarantúlur og Brennum allt með okkur. Heildarkonseptið er einhver árekstur eða samsuða á milli framtíðar og fortíðar. Við erum allir sci-fi-perrar og við gerð myndbandanna fengum við prýðilega útrás fyrir það, sérstaklega í Geimvera.“Áttundi áratugurinn svífur yfir vötnunum í myndbandinu við Bróðir.Mynd/Magnús LeifssonSegðu mér aðeins frá nýju plötunni ykkar. Verða gestir? Hverjir koma að þessu með ykkur, ef einhverjir? „Nýja platan, Hefnið okkar, kemur út á föstudaginn. Tvær plánetur sem kom út 2015 var samansafn af lögum sem urðu til á þremur árum en Hefnið okkar varð öll til á örfáum mánuðum síðastliðið haust. Ég held að fólk muni finna fyrir þessum mun. Sándlega séð erum við á miklu betri stað en áður. Við höfum afmarkað okkar persónulega hljóm mjög vel. Hefnið okkar hljómar eins og við höfum alltaf látið okkur dreyma um að hljóma en hvorki haft getuna né reynsluna til að framkvæma – fyrr en núna. Það hefur alltaf verið nóg af myrkri í tónlistinni okkar og það er enn þá nóg af því en að mínu mati er jafnframt meiri húmor í gangi en áður. Myrkur og grín – það erum við.“Mávur er eins og glöggir sjá aðeins eitt skot. Útlitið á því er mjög einkennandi fyrir Magnús Leifsson.Mynd/Magnús Leifsson„Það eru engir formlegir gestir á plötunni: lögin, raddirnar og textarnir er allt okkar. Björn Valur, plötusnúðurinn okkar, var okkur samt innan handar í gegnum allt ferlið og lét m.a. finna fyrir sér í Bróðir og Mávar. Gestalausar rappplötur eru ekki algengar en á þessum tímapunkti á ferlinum þá dauðlangaði okkur einfaldlega að gera það – treysta ekki á neinn nema okkur sjálfa. Þetta einfaldar síðan allan lifandi flutning – núna þurfum við ekki að angra Kött Grá Pje jafn oft seint á kvöldin og grátbiðja hann um að koma í partí og garga BRENNUM ALLT! með stírur í augunum.“Vísindaskáldskapur er drengjunum í Úlfur Úlfur hugleikinn, það sést í myndbandinu við Geimvera.Mynd/Magnús LeifssonÞið hafið verið að spila slatta austarlega í Evrópu upp á síðkastið – hví þá? „Við spiluðum fyrst í Varsjá síðastliðið haust, þá í boði pólsks teymis sem hafði séð okkur á Airwaves. Við fórum út með engar væntingar en snerum heim harðákveðnir í því að kýla á þetta, sá fræjum um alla Evrópu og vinna nánar með pólskum samstarfsaðilum. Síðastliðinn mánuð höfum við spilað á festivölum í Eistlandi og Póllandi og í maí förum við á festival í Rotterdam. Núna erum við bara að fara vandlega yfir tilboð sem okkur hafa borist og reyna að setja saman veglegan túr í haust um Evrópu. Nú þegar er búið að staðfesta okkur í Rússlandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Þýskalandi. Ég hlæ bara við tilhugsunina því í hreinskilni sagt þá skiljum við eiginlega ekkert af hverju þetta er að virka. En fyrst þetta gerir það þá kemur ekki annað til greina en að láta bara vaða. Ég er ringlaður og spenntur á sama tíma og dýrka það.“ Nýju myndböndin má öll finna á glænýrri heimasíðu þeirra úlfa - ulfurulfur.is
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira