Tónlist

Jökull í Kaleo stríddi James Corden og kom fram í íslensku landsliðstreyjunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jökul og félagar fóru á kostum.
Jökul og félagar fóru á kostum.
Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lagið No Good í spjallþætti James Corden í gær og gerðu þeir það óaðfinnanlega eins og vanalega.

Eins og allir vita er James Corden Breti og mikill áhugamaður um enska knattspyrnu. Það mun allir eftir því þegar Ísland lagði England af velli í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi síðasta sumar og var það eins og köld vatnsgusa í andlit Englendinga sem hafa ekki enn jafnað sig.

Jökull var í íslensku landsliðstreyjunni þegar hann kom fram í þættinum og líklega bara til þess að stríða Corden sem er harður stuðningsmaður enska landsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×