Noomi Rapace í hlutverki Elizabeth Shaw að fljúga geimskipi.
20th Century Fox birti í dag hluta úr myndinni Alien: Covenant sem ætlað er að brúa bilið á milli hennar og fyrri myndarinnar Alien: Prometheus. Þar má sjá hvað þau Elizabeth Shaw, sem leikin er af Noomi Rapace, og vélmennið David (Michael Fassbender) gerðu eftir að Prometheus lauk.
Gróflega séð, sýnir myndbandið hvernig Shaw lappaði upp á David eftir að „verkfræðingur“, sem er geimvera, reif af honum höfuðið. Saman löguðu þau geimskip verkfræðinganna og lögðu af stað til heimaplánetu þeirra.