Skoda framleiðir milljónasta Superb Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2017 10:49 Þrjár nýrri kyslóðir Superb og sú allra elsta þegar 1.000.000 eintökum var fagnað í vikunni. Skoda setti Superb bíl sinn fyrst á markað árið 1934 og var hann fyrsti bíll Skoda með V8 vél og fjórhjóladrifi að auki. Framleiðslu á þeim bíl var hætt árið 1949 og höfðu þá aðeins verið framleidd 2.500 eintök. Það var svo ekki fyrr en árið 2001 sem Skoda setti aftur á markað bíl með þessu nafni. Var sá bíll byggður á Volkswagen Passat en va þó aðeins lengri. Útbúnaður þess bíls var öllu meiri en áður hafði sést í bílum frá Skoda og þar kominn sannkallað flaggskip tékkneska framleiðandans. Hann var með Xenon aðalljós, upphituð sæti, glerþaki, leiðsögukerfi og miklu öryggisbúnaði. Ein 136.000 eintök voru framleiddar af þessari fyrstu endurkynntu kynslóð bílsins, en næsta kynslóð hans kom á markað árið 2008. Sá bíll var ennþá stærri og náði enn meiri sölu og seldist í heild í 618.500 eintökum. Þriðja kynslóðin var svo kynnt árið 2015 og hafa því um 250.000 eintök þegar selst af þeim bíl og salan á Superb aldrei verið meiri. Milljónasta eintakið af Superb var framleitt í Kvasiny verksmiðju Skoda Mladá Boleslav í Tékklandi og var hann af dýrustu Laurin & Klement útfærslu. Skoda Superb verður kynntur í tengiltvinnbílaútfærslu árið 2019 og fljótlega eftir það mun hann fá andlitslyftingu. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Skoda setti Superb bíl sinn fyrst á markað árið 1934 og var hann fyrsti bíll Skoda með V8 vél og fjórhjóladrifi að auki. Framleiðslu á þeim bíl var hætt árið 1949 og höfðu þá aðeins verið framleidd 2.500 eintök. Það var svo ekki fyrr en árið 2001 sem Skoda setti aftur á markað bíl með þessu nafni. Var sá bíll byggður á Volkswagen Passat en va þó aðeins lengri. Útbúnaður þess bíls var öllu meiri en áður hafði sést í bílum frá Skoda og þar kominn sannkallað flaggskip tékkneska framleiðandans. Hann var með Xenon aðalljós, upphituð sæti, glerþaki, leiðsögukerfi og miklu öryggisbúnaði. Ein 136.000 eintök voru framleiddar af þessari fyrstu endurkynntu kynslóð bílsins, en næsta kynslóð hans kom á markað árið 2008. Sá bíll var ennþá stærri og náði enn meiri sölu og seldist í heild í 618.500 eintökum. Þriðja kynslóðin var svo kynnt árið 2015 og hafa því um 250.000 eintök þegar selst af þeim bíl og salan á Superb aldrei verið meiri. Milljónasta eintakið af Superb var framleitt í Kvasiny verksmiðju Skoda Mladá Boleslav í Tékklandi og var hann af dýrustu Laurin & Klement útfærslu. Skoda Superb verður kynntur í tengiltvinnbílaútfærslu árið 2019 og fljótlega eftir það mun hann fá andlitslyftingu.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent