Hakkari heldur Netflix í gíslingu: Hótar að dreifa nýjustu seríunni af OITNB Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 11:00 Orange is the New Black, sem framleidd er af Netflix skartar meðal annars Taylor Schilling og Uzo Aduba í aðalhlutverkum. Vísir/Getty Hakkari sem segist hafa stolið nýjustu seríunni af Orange Is The New Black, krefst þess að framleiðandi og dreifandi þáttanna, Netflix streymisþjónustan, borgi sér himinháa upphæð í lausnargjald, til þess að koma í veg fyrir að hann dreifi þáttunum.Umrædd sería, sem er sú fjórða í röðinni, er gífurlega vinsæl og fjallar um raunir kvenkyns fanga en serían á ekki að koma út fyrr en þann 9. júní næstkomandi. Yrði serían sett í dreifingu nú, væri það því mun fyrr en Netflix ætlaði sér. Málið hefur vakið mikla athygli, en hakkarinn, sem kallar sig Myrkrahöfðingjann, hefur að eigin sögn nú þegar dreift fyrsta þættinum úr seríunni. Ekki hefur þó tekist að staðfesta frásögn hans. Netflix streymisveitan hefur staðfest að brotist hafi verið inn í gagnagrunn eins af dreifingaraðilum hennar í Kaliforníu. Tekið er fram að málið sé í farvegi og sé nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni. Í bréfi Myrkrahöfðingjans, þar sem kröfur hans um lausnargjald koma fram, fullyrti hann að hann hefði á sama tíma stolið fleiri þáttaröðum, frá öðrum framleiðendum og að hann myndi „krefjast skynsamlegrar þóknunar“ fyrir að dreifa þeim ekki heldur. Í opinberum gögnum frá Netflix kemur fram að streymisveitan vonast til þess að nýjasta serían af Orange Is the New Black muni gegna lykilhlutverki í að vinna fyrirtækinu inn 3,2 milljónir nýrra áskrifenda, frá apríl og til júní. Ljóst er að áform Myrkrahöfðingjans gætu sett strik í reikninginn. Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hakkari sem segist hafa stolið nýjustu seríunni af Orange Is The New Black, krefst þess að framleiðandi og dreifandi þáttanna, Netflix streymisþjónustan, borgi sér himinháa upphæð í lausnargjald, til þess að koma í veg fyrir að hann dreifi þáttunum.Umrædd sería, sem er sú fjórða í röðinni, er gífurlega vinsæl og fjallar um raunir kvenkyns fanga en serían á ekki að koma út fyrr en þann 9. júní næstkomandi. Yrði serían sett í dreifingu nú, væri það því mun fyrr en Netflix ætlaði sér. Málið hefur vakið mikla athygli, en hakkarinn, sem kallar sig Myrkrahöfðingjann, hefur að eigin sögn nú þegar dreift fyrsta þættinum úr seríunni. Ekki hefur þó tekist að staðfesta frásögn hans. Netflix streymisveitan hefur staðfest að brotist hafi verið inn í gagnagrunn eins af dreifingaraðilum hennar í Kaliforníu. Tekið er fram að málið sé í farvegi og sé nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni. Í bréfi Myrkrahöfðingjans, þar sem kröfur hans um lausnargjald koma fram, fullyrti hann að hann hefði á sama tíma stolið fleiri þáttaröðum, frá öðrum framleiðendum og að hann myndi „krefjast skynsamlegrar þóknunar“ fyrir að dreifa þeim ekki heldur. Í opinberum gögnum frá Netflix kemur fram að streymisveitan vonast til þess að nýjasta serían af Orange Is the New Black muni gegna lykilhlutverki í að vinna fyrirtækinu inn 3,2 milljónir nýrra áskrifenda, frá apríl og til júní. Ljóst er að áform Myrkrahöfðingjans gætu sett strik í reikninginn.
Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein