Tesla slær við markaðsvirði General Motors Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 16:08 Tesla Model S bílar í röðum. Í síðustu viku náði virði hlutabréfa í rafmagnsbílafyrirtækinu Tesla virði bréfanna í stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, General Motors. Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 3,7% á mánudaginn síðasta og fór með því uppí heildarmarkaðsvirði uppá 51 milljarða Bandaríkjadala. Það þýðir að virðið í Tesla fór 1,7 milljörðum dala yfir virðið í GM. Í dag hækkuðu bréfin í Tesla svo aftur um 3,1% og stóðu í 311,61 dollara á hvern hlut en hver hlutur í GM var á sama tíma í 34,10 dollurum. Þessar hækkanir lýsa best þeirri trú markaðarins að framtíð bíliðnaðarins liggi í rafmagnsbílum eða nýorkubílum almennt. Þessi staða er uppi þó svo að GM hafi kynnt Chevrolet Bolt rafmagnsbíl sinn sem hefur álíka drægi og tilvonandi Tesla Model 3 bíl og fæst hann á svipuðu verði. Hjá Tesla sjá fjárfestar bjartsýni, þor, frelsi og vilja til djörfungar sem ekki sjást hjá flestum öðrum bílaframleiðendum og trúin á framtíð Tesla er fyrir vikið mjög mikil. Engu skiptir þó að Tesla hafi ekki enn skilað ársuppgjöri með hagnaði öndvert við til dæmis GM, sem skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári og þar á bæ er von á 9 milljarða dollara hagnaði á þessu ári, en slíkt verður tæplega í kortunum hjá Tesla í ár. Með síðustu hækkunum í hlutabréfaverði Tesla er fyrirtækið orðið sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims á eftir Toyota, Daimler (Mercedes Benz), Volkswagen Group, BMW og Honda. Miklu munar enn á virði Tesla og Toyota því markaðsvirði Toyota er nú 172 milljarðar Bandaríkjadala. Tesla gæti þó hæglega náð Honda á næstunni sem stendur nú í 52 milljarða dollara virði. Rétt er að hafa í huga að búist er við minni sölu bíla hjá GM og Ford í ár en í fyrra, en að Tesla muni auka mjög við sölu sína. Tesla seldi þó aðeins 80.000 bíla í fyrra en GM um 10 milljónir bíla. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Í síðustu viku náði virði hlutabréfa í rafmagnsbílafyrirtækinu Tesla virði bréfanna í stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, General Motors. Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 3,7% á mánudaginn síðasta og fór með því uppí heildarmarkaðsvirði uppá 51 milljarða Bandaríkjadala. Það þýðir að virðið í Tesla fór 1,7 milljörðum dala yfir virðið í GM. Í dag hækkuðu bréfin í Tesla svo aftur um 3,1% og stóðu í 311,61 dollara á hvern hlut en hver hlutur í GM var á sama tíma í 34,10 dollurum. Þessar hækkanir lýsa best þeirri trú markaðarins að framtíð bíliðnaðarins liggi í rafmagnsbílum eða nýorkubílum almennt. Þessi staða er uppi þó svo að GM hafi kynnt Chevrolet Bolt rafmagnsbíl sinn sem hefur álíka drægi og tilvonandi Tesla Model 3 bíl og fæst hann á svipuðu verði. Hjá Tesla sjá fjárfestar bjartsýni, þor, frelsi og vilja til djörfungar sem ekki sjást hjá flestum öðrum bílaframleiðendum og trúin á framtíð Tesla er fyrir vikið mjög mikil. Engu skiptir þó að Tesla hafi ekki enn skilað ársuppgjöri með hagnaði öndvert við til dæmis GM, sem skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári og þar á bæ er von á 9 milljarða dollara hagnaði á þessu ári, en slíkt verður tæplega í kortunum hjá Tesla í ár. Með síðustu hækkunum í hlutabréfaverði Tesla er fyrirtækið orðið sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims á eftir Toyota, Daimler (Mercedes Benz), Volkswagen Group, BMW og Honda. Miklu munar enn á virði Tesla og Toyota því markaðsvirði Toyota er nú 172 milljarðar Bandaríkjadala. Tesla gæti þó hæglega náð Honda á næstunni sem stendur nú í 52 milljarða dollara virði. Rétt er að hafa í huga að búist er við minni sölu bíla hjá GM og Ford í ár en í fyrra, en að Tesla muni auka mjög við sölu sína. Tesla seldi þó aðeins 80.000 bíla í fyrra en GM um 10 milljónir bíla.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent