Blikur á lofti hjá lúxusbílaframleiðendum vegna dísilbílaáherslu Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2017 09:35 90% bíla Land Rover eru knúnir dísilvélum. Mikil og almenn andstaða við dísilbíla og mengun þeirra í kjölfar dísilvélasvindlsins og meiri þekkingar á eðli mengunar þeirra ætti að valda mörgum lúxusbílaframleiðandanum áhyggjum. Margir þeirra hafa haft mikla áherslu á dísilvélar í bílum sínum og sem dæmi eru 95% bíla Land Rover sem seldir hafa verið á þessu ári knúnir dísilvélum. Hátt hlutfall þeirra á líka við aðra lúxusbílaframleiðendur því þetta á við 90% bíla Jaguar, 80% bíla Volvo, 75% bíla BMW, og 70% bíla Audi og Mercedes Benz. Hlutfallið hefur aukist frá fyrra ári í tilfelli Jaguar Land Rover en minnkað hjá öllum hinum. Áform eru víða uppi að banna dísilbíla í mörgum borgum Evrópu og það á einnig við Holland í heild. Þetta vandamál er ekki til staðar til dæmis hjá Toyota þar sem aðeins 10% bíla þeirra eru seldir með dísilvélum og 20% hjá Opel/Vauxhall. Almennt hefur sala dísilbíla minnkað á árinu. Í fyrra var hlutfallið svo til jafnt á milli dísilbíla og bensínbíla, en í ár er hlutfallið 47% dísilbílar og 53% bensínbílar. Volkswagen, Peugeot, Renault og Nissan selja fleiri dísilbíla en bensínbíla svo á þeim bæjum er þetta vandamál einnig til staðar líkt og hjá lúxusbílaframleiðendunum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum evrópskum bílaframleiðendum sem fyrir vikið hafa forskot á hina í þessu sambandi. Toyota hefur selt 9,7% færri dísilbíla í ár en í fyrra, Vauxhall 9,1% færri og Citroën 8,9% færri. Búast má við því að lúxusbílaframleiðendurnir muni bregðast við þessari stöðu og framleiða hærra hlutfall bensínbíla en það er þó ekki gert á einum degi að snúa framleiðslunni yfir í bensínbíla. Forvitnilegt verður að sjá þróunina hjá þeim á allra næstu árum, en vissara að bregðast fremur hratt við ef ekki á illa að fara. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Mikil og almenn andstaða við dísilbíla og mengun þeirra í kjölfar dísilvélasvindlsins og meiri þekkingar á eðli mengunar þeirra ætti að valda mörgum lúxusbílaframleiðandanum áhyggjum. Margir þeirra hafa haft mikla áherslu á dísilvélar í bílum sínum og sem dæmi eru 95% bíla Land Rover sem seldir hafa verið á þessu ári knúnir dísilvélum. Hátt hlutfall þeirra á líka við aðra lúxusbílaframleiðendur því þetta á við 90% bíla Jaguar, 80% bíla Volvo, 75% bíla BMW, og 70% bíla Audi og Mercedes Benz. Hlutfallið hefur aukist frá fyrra ári í tilfelli Jaguar Land Rover en minnkað hjá öllum hinum. Áform eru víða uppi að banna dísilbíla í mörgum borgum Evrópu og það á einnig við Holland í heild. Þetta vandamál er ekki til staðar til dæmis hjá Toyota þar sem aðeins 10% bíla þeirra eru seldir með dísilvélum og 20% hjá Opel/Vauxhall. Almennt hefur sala dísilbíla minnkað á árinu. Í fyrra var hlutfallið svo til jafnt á milli dísilbíla og bensínbíla, en í ár er hlutfallið 47% dísilbílar og 53% bensínbílar. Volkswagen, Peugeot, Renault og Nissan selja fleiri dísilbíla en bensínbíla svo á þeim bæjum er þetta vandamál einnig til staðar líkt og hjá lúxusbílaframleiðendunum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum evrópskum bílaframleiðendum sem fyrir vikið hafa forskot á hina í þessu sambandi. Toyota hefur selt 9,7% færri dísilbíla í ár en í fyrra, Vauxhall 9,1% færri og Citroën 8,9% færri. Búast má við því að lúxusbílaframleiðendurnir muni bregðast við þessari stöðu og framleiða hærra hlutfall bensínbíla en það er þó ekki gert á einum degi að snúa framleiðslunni yfir í bensínbíla. Forvitnilegt verður að sjá þróunina hjá þeim á allra næstu árum, en vissara að bregðast fremur hratt við ef ekki á illa að fara.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent