Frægir í laxveiði á Íslandi Karl Lúðvíksson skrifar 12. apríl 2017 15:31 Eric Clapton með stórlax úr Vatnsdalsá í fyrra. Ísland er án efa eitt af þeim löndum sem margir erlendir veiðimenn hafa á óskalistanum yfir að heimsækja til veiða og á meðal þeirra eru nokkrir einstaklingar sem vel flestir þekkja. Það má nefna til dæmis Bing Crosby sem veiddi í Laxá í Aðaldal og það er til af honum ótrúlega flott kvikmyndaupptaka þar sem hann syngur lag til heiðurs Laxá og í Laxá hafa t.d Jack Nicklaus og Uffe Eleman Jensen einnig veitt. Fleiri tónlistarmenn hafa sótt landið heim til veiða og þar má nefna Eric Clapton og Kiri Te Kanawa en þau hafa bleytt færi í Vatnsdalsá og þar hafa líka Cameron Diaz, Benny Goodman og Tom Jones kastað við bakkann. Jack Hemmingway og Mick Hucknall veiddu í Laxá í Kjós og var haft eftir þeim síðarnefnda að þangað færi hann í huganum áður en hann færi á svið með hljómsveit sinni Simply Red sem margir þekkja. Hljómsveitarmeðlimir Whitesnake og Blur renndu víst í Kjósina líka á sínum tíma. Quentin Tarantino og Harrison Ford hafa veitt í Hítará og í Langá hafa Harry Prins, Kevin Costner, David og Victoria Beckham veitt og Karl faðir Harry veiddi í Hofsá og sagði hana eina skemmtilegustu veiðiá í heiminum. Í Norðurá hafa einnig veitt konunglegir gestir en Ólafur Noregskonungur veiddi þar í eitt skipti. Fleiri nöfn sem lesendur ættu að kannast við og hafa veitt lax á Íslandi eru t.d. Susan Sarandon, Jessica Lange, Niel Armstrong, Gordon Ramsay, Sylvester Stallone, George Bush eldri, Jessica Lange, Vinnie Jones og það eru líka nokkuð af nöfnum sem eru nefnd en ekki staðfest svo listinn er engan veginn tæmandi. Þá er bara spurning hvaða frægu veiðimenn koma hingað í sumar? Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði
Ísland er án efa eitt af þeim löndum sem margir erlendir veiðimenn hafa á óskalistanum yfir að heimsækja til veiða og á meðal þeirra eru nokkrir einstaklingar sem vel flestir þekkja. Það má nefna til dæmis Bing Crosby sem veiddi í Laxá í Aðaldal og það er til af honum ótrúlega flott kvikmyndaupptaka þar sem hann syngur lag til heiðurs Laxá og í Laxá hafa t.d Jack Nicklaus og Uffe Eleman Jensen einnig veitt. Fleiri tónlistarmenn hafa sótt landið heim til veiða og þar má nefna Eric Clapton og Kiri Te Kanawa en þau hafa bleytt færi í Vatnsdalsá og þar hafa líka Cameron Diaz, Benny Goodman og Tom Jones kastað við bakkann. Jack Hemmingway og Mick Hucknall veiddu í Laxá í Kjós og var haft eftir þeim síðarnefnda að þangað færi hann í huganum áður en hann færi á svið með hljómsveit sinni Simply Red sem margir þekkja. Hljómsveitarmeðlimir Whitesnake og Blur renndu víst í Kjósina líka á sínum tíma. Quentin Tarantino og Harrison Ford hafa veitt í Hítará og í Langá hafa Harry Prins, Kevin Costner, David og Victoria Beckham veitt og Karl faðir Harry veiddi í Hofsá og sagði hana eina skemmtilegustu veiðiá í heiminum. Í Norðurá hafa einnig veitt konunglegir gestir en Ólafur Noregskonungur veiddi þar í eitt skipti. Fleiri nöfn sem lesendur ættu að kannast við og hafa veitt lax á Íslandi eru t.d. Susan Sarandon, Jessica Lange, Niel Armstrong, Gordon Ramsay, Sylvester Stallone, George Bush eldri, Jessica Lange, Vinnie Jones og það eru líka nokkuð af nöfnum sem eru nefnd en ekki staðfest svo listinn er engan veginn tæmandi. Þá er bara spurning hvaða frægu veiðimenn koma hingað í sumar?
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði