Aldrei fór ég suður: „Það eina sem við förum fram á er að fólk skemmti sér fallega“ 13. apríl 2017 21:27 Búist er við því að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um helgina þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin þar í fjórtánda sinn. Um 2400 manns búa í bænum. Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir hátíðina en hún setur jafnan mikinn svip á bæjarlífið þessa páskahelgi. „Fólk er að flykkjast í bæinn og í dag eru hátíðahöldin víðs vegar, utandagskrárliðir, og svo hefst hérna á föstudagskvöld formleg dagskrá. Við finnum fyrir auknum fólksfjölda í bænum og aukinni stemningu,“ sagði Kristján Freyr rokkstjóri Aldrei fór ég suður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum alltaf leyft okkur að blanda saman landsþekktum tónlistarmönnum auk fólks úr heimabyggð og svo eru ungar og efnilegar hljómsveitir með. Þannig að þetta er frábært prógramm.“ Kristján segir Aldrei fór ég suður vera fjölskylduhátíð og að allir séu tilbúnir að virða það. „Við höfum bara sagt við fólk að við höfum opið fyrir alla, enginn aðgangseyrir og það eina sem við förum fram á er að fólk skemmti sér fallega.“ Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Búist er við því að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um helgina þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin þar í fjórtánda sinn. Um 2400 manns búa í bænum. Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir hátíðina en hún setur jafnan mikinn svip á bæjarlífið þessa páskahelgi. „Fólk er að flykkjast í bæinn og í dag eru hátíðahöldin víðs vegar, utandagskrárliðir, og svo hefst hérna á föstudagskvöld formleg dagskrá. Við finnum fyrir auknum fólksfjölda í bænum og aukinni stemningu,“ sagði Kristján Freyr rokkstjóri Aldrei fór ég suður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum alltaf leyft okkur að blanda saman landsþekktum tónlistarmönnum auk fólks úr heimabyggð og svo eru ungar og efnilegar hljómsveitir með. Þannig að þetta er frábært prógramm.“ Kristján segir Aldrei fór ég suður vera fjölskylduhátíð og að allir séu tilbúnir að virða það. „Við höfum bara sagt við fólk að við höfum opið fyrir alla, enginn aðgangseyrir og það eina sem við förum fram á er að fólk skemmti sér fallega.“
Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira