73 á land í opnun Litluár í Keldum Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2017 13:32 Flottur urriði úr opnun Litluár í Keldum Mynd: Litlaá FB Litlaá í Keldum er ein af skemmtilegustu ánum sem hægt er að veiða á vorin enda er fiskurinn mjög tökuglaður eftir veturinn. Veiðimenn sem stunda Litluá eru sammála um að það sé mun stærri fiskur og meir af honum eftir að umgengni við ánna batnaði, þ.e.a.s. þegar sleppiskylda var sett á veiðimenn. Þeir njóta þess enda þessa dagana en opnunarhollið var með 73 fiska á land og þetta voru fiskar upp að 70 sm. Áin sýnir það svo ekki verður um villst að minni árnar þurfa í það minnsta að hafa kvóta svo þær séu ekki ofveiddar en sú var raunin mjög víða á landinu bæði þar sem urriði og sjóbirtingur var aðal bráðin enda er hann yfirleitt lengi að vaxa í köldu vatni og getur orðið nokkuð gamall en dæmi eru um sjóbirtinga sem hafa náð 12-14 ára aldri og vafalaust má finna eldri eintök en það. Veiðitölur helgarinnar eru að detta inn og heilt yfir virðist sjóbirtingsveiðin ganga afskaplega vel og úr Skaftafellssýslu eru góðar veiðitölur og mátti búast við. Það verður þó að reikna með því að það verði heldur erfitt að standa við árnar í þessari viku enda úrkoman fyrir austan lyft flestum ánum vel up og gruggað þær flestar svo þær eru óveiðandi og framundan í vikunni er snjókoma og heldur hryssingslegt veður svo það verður víst að minna veiðimenn sem ætla sér út í þetta að klæða sig vel. Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Veiðitölur vikunnar komnar Veiði
Litlaá í Keldum er ein af skemmtilegustu ánum sem hægt er að veiða á vorin enda er fiskurinn mjög tökuglaður eftir veturinn. Veiðimenn sem stunda Litluá eru sammála um að það sé mun stærri fiskur og meir af honum eftir að umgengni við ánna batnaði, þ.e.a.s. þegar sleppiskylda var sett á veiðimenn. Þeir njóta þess enda þessa dagana en opnunarhollið var með 73 fiska á land og þetta voru fiskar upp að 70 sm. Áin sýnir það svo ekki verður um villst að minni árnar þurfa í það minnsta að hafa kvóta svo þær séu ekki ofveiddar en sú var raunin mjög víða á landinu bæði þar sem urriði og sjóbirtingur var aðal bráðin enda er hann yfirleitt lengi að vaxa í köldu vatni og getur orðið nokkuð gamall en dæmi eru um sjóbirtinga sem hafa náð 12-14 ára aldri og vafalaust má finna eldri eintök en það. Veiðitölur helgarinnar eru að detta inn og heilt yfir virðist sjóbirtingsveiðin ganga afskaplega vel og úr Skaftafellssýslu eru góðar veiðitölur og mátti búast við. Það verður þó að reikna með því að það verði heldur erfitt að standa við árnar í þessari viku enda úrkoman fyrir austan lyft flestum ánum vel up og gruggað þær flestar svo þær eru óveiðandi og framundan í vikunni er snjókoma og heldur hryssingslegt veður svo það verður víst að minna veiðimenn sem ætla sér út í þetta að klæða sig vel.
Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Veiðitölur vikunnar komnar Veiði