Djöfullinn danskur Magnús Guðmundsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Djöfullinn danskur höfum við haft á orði allt frá dögum einokunar danskra kaupmanna og höfum enn um sitthvað sem okkur þykir of slæmt til þess að það geti verið á okkar ábyrgð. Þannig er það t.d. með þá aðför sem gerð var að örorkulífeyrisþegum af hálfu hins opinbera í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2013. Þegar betur var að gáð, árum og lagasetningu síðar, reyndist skýrslan meira en lítið vafasöm, byggð á umdeildri danskri skýrslu og niðurstöður yfirfærðar á íslenskt samfélag án nánari athugana. Auk þess voru niðurstöður Ríkisendurskoðunar byggðar á þýðingarvillu. Auðvitað bar því ekki sála ábyrgð í þessu máli heldur mátti rekja allt saman til þýðingarvillunnar. Því fylgir kannski léttir fyrir embættismenn sem þrýstu á lagabreytingar sem fól í sér hertar eftirlitsheimildir til handa Tryggingastofnun. Jafnvel létti fyrir þingmennina sem samþykktu lögin og höfðu jafnvel uppi gífuryrði um örorkulífeyrisþega sem ýttu undir fordóma í samfélaginu. En það er engin bót í því fyrir þá sem urðu fyrir óréttlæti af völdum þessara vinnubragða að djöfullinn hafi eiginlega alltaf verið danskur eða að minnsta kosti þýðingarvilla í skýrslu Ríkisendurskoðunar og því alls engum um að kenna. Það er vandséð að einhver annar þjóðfélagshópur hefði mátt þola viðlíka vinnubrögð, afleiðingar þeirra og svo yfirklór en einmitt örorkulífeyrisþegar. Lögin leiddu í fyrsta lagi til þess að Tryggingastofnun beitti auknum heimildum til aðgerða á hendur viðskiptavinum sínum er varða persónuréttindi þeirra og hagsmuni. Og í öðru lagi, en þetta er ekki síður alvarlegt, þá áttu þessi vinnubrögð Ríkisendurskoðunar stóran þátt í því að réttlæta frestun á löngu tímabærum kjarabótum þessa hóps. Ríkisendurskoðun hefur reyndar ekki, að minnsta kosti þegar þetta er skrifað, getað fundið það hjá sér að biðja örorkulífeyrisþega afsökunar á þessu enda er djöfullinn danskur eins og allir Íslendingar vita. Reyndar er erfitt að verjast þeirri hugsun að þetta mál kristalli viðhorf stofnana á borð við Ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun auk hins háa Alþingis til örorkulífeyrisþega. Viðhorfið virðist gegnsýrt af efasemdum og á stundum er eins og stjórnendur greiði örorkulífeyri úr eigin vasa en ekki sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar sem hluta af sáttmála sem á meðal hennar ríkir. Þetta þekkja flestir örorkulífeyrisþegar og kannski er frekar ástæða til þess að leggjast í skýrslugerð um stofnanirnar, innviði þeirra og starfshætti fremur en viðskiptavinina. Stjórnendur stofnana og stjórnmálamenn sem oft hafa á orði mikilvægi þess að við lærum af hinum og þessum mistökum þeirra ættu kannski að tileinka sér þann lærdóm reynslunnar. Við þurfum að hafa minni áhyggjur af siðferðisþreki smáfiskanna og passa okkur frekar á hákörlunum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Djöfullinn danskur höfum við haft á orði allt frá dögum einokunar danskra kaupmanna og höfum enn um sitthvað sem okkur þykir of slæmt til þess að það geti verið á okkar ábyrgð. Þannig er það t.d. með þá aðför sem gerð var að örorkulífeyrisþegum af hálfu hins opinbera í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2013. Þegar betur var að gáð, árum og lagasetningu síðar, reyndist skýrslan meira en lítið vafasöm, byggð á umdeildri danskri skýrslu og niðurstöður yfirfærðar á íslenskt samfélag án nánari athugana. Auk þess voru niðurstöður Ríkisendurskoðunar byggðar á þýðingarvillu. Auðvitað bar því ekki sála ábyrgð í þessu máli heldur mátti rekja allt saman til þýðingarvillunnar. Því fylgir kannski léttir fyrir embættismenn sem þrýstu á lagabreytingar sem fól í sér hertar eftirlitsheimildir til handa Tryggingastofnun. Jafnvel létti fyrir þingmennina sem samþykktu lögin og höfðu jafnvel uppi gífuryrði um örorkulífeyrisþega sem ýttu undir fordóma í samfélaginu. En það er engin bót í því fyrir þá sem urðu fyrir óréttlæti af völdum þessara vinnubragða að djöfullinn hafi eiginlega alltaf verið danskur eða að minnsta kosti þýðingarvilla í skýrslu Ríkisendurskoðunar og því alls engum um að kenna. Það er vandséð að einhver annar þjóðfélagshópur hefði mátt þola viðlíka vinnubrögð, afleiðingar þeirra og svo yfirklór en einmitt örorkulífeyrisþegar. Lögin leiddu í fyrsta lagi til þess að Tryggingastofnun beitti auknum heimildum til aðgerða á hendur viðskiptavinum sínum er varða persónuréttindi þeirra og hagsmuni. Og í öðru lagi, en þetta er ekki síður alvarlegt, þá áttu þessi vinnubrögð Ríkisendurskoðunar stóran þátt í því að réttlæta frestun á löngu tímabærum kjarabótum þessa hóps. Ríkisendurskoðun hefur reyndar ekki, að minnsta kosti þegar þetta er skrifað, getað fundið það hjá sér að biðja örorkulífeyrisþega afsökunar á þessu enda er djöfullinn danskur eins og allir Íslendingar vita. Reyndar er erfitt að verjast þeirri hugsun að þetta mál kristalli viðhorf stofnana á borð við Ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun auk hins háa Alþingis til örorkulífeyrisþega. Viðhorfið virðist gegnsýrt af efasemdum og á stundum er eins og stjórnendur greiði örorkulífeyri úr eigin vasa en ekki sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar sem hluta af sáttmála sem á meðal hennar ríkir. Þetta þekkja flestir örorkulífeyrisþegar og kannski er frekar ástæða til þess að leggjast í skýrslugerð um stofnanirnar, innviði þeirra og starfshætti fremur en viðskiptavinina. Stjórnendur stofnana og stjórnmálamenn sem oft hafa á orði mikilvægi þess að við lærum af hinum og þessum mistökum þeirra ættu kannski að tileinka sér þann lærdóm reynslunnar. Við þurfum að hafa minni áhyggjur af siðferðisþreki smáfiskanna og passa okkur frekar á hákörlunum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun